Eða fá sér minni bíla.

Það er rétt hjá vini mínum Bubba að eðlilegast væri, miðað við íslenskar aðstæður og íslenskar auðlindir að nota rafbíla, sem nýta sér einstæða stöðu okkar miðað við aðrar þjóðir.

En að ýmsu er að huga. Hreinir rafbílar hafa lítið drægi, eru dýrir í innkaupi, og í mörgum er skortur á miðstöðvarhita. Samt væri hægt að fjölga þeim mikið ef hugað er að því hve úrval rafknúinna farartækja er mikið og þess vegna inni í myndinni að kaupa rafhjól til styttri ferða og að því leyti hægt að taka undir herhvöt Bubba.

Hitt er athyglisverðara að eins og staðan er tæknilega nú er augljóst að íslenski bílaflotinn samanstendur að meðaltali af stærstu bílum í Evrópu, og að íslenski bílaflotinn er sá eyðslufrekasti og mest mengandi og því verður að breyta.

Orðið smábíll þýðir ekki lengur það sama og áður fyrr, því að ódýrustu bílarnir eru með álíka rými, öryggi og þægindi og meðalstórir bílar höfðu áður fyrr og eyða ótrúlega litlu, einkum dísilknúnu bílarnir, - sem eyða aðeins broti af því sem meðalbíllinn eyðir í dag.

Rétt er að benda sérstaklega á dísilbílana því að vegna þess hve svalt er að meðaltali á Íslandi, eyða bensínknúnir bílar talsvert meiru en uppgefið er. Dísilbílarnir standa hins vegar frekar fyrir sínu.

Margir tala um tvinnbílana, en dísilbílarnir eru miklu einfaldari og ódýrari smíð en tvinnbílar, sem eru í raun tveir bílar í einum og næstum tvöfalt flóknari smíð og þar af leiðandi ekki eins hagkvæmir ef allt er tekið með í reikninginn, kostnaður við framleiðsluna og eyðsla á orku og hráefnum, hefur dísilbíllinn einfaldlega ennþá vinninginn.   


mbl.is Eldsneyti fyrir 200 þús. á mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll elsku vinur við erum 5 sem búum í kjós stundum sex og stundum 8 við þurfum því miður að vera á stæri tegund af bíl Rafbíalr í dag eru með fullkomið hitakerfi og þeir nýjustu hafa drægi uppá 500 kílómetra tesla bílarnir koma á markað 2013 með það drægi rétt er það hinsvegar að enþá eru hellingur af bílum með hleðslu uppá 120 kílómetra sumir 180 og þar á milli duga innbæjar og fram og til baka í kjósina,Noðmenn hafa ákveði að banna díselbíla vegna meingunar og það vegna þess að krabbameinsvaldandi efnni eru í útblæstrinum.Var í fréttum í dag.Ef við viljum ekki meinga þá er rafbílnn fullkomið dæmi rafbíar sem eru að koma á markaðin í dag eru samkepnishæfir við hvað bíl sem er Ómar þróunnin er gríðarleg hröð . Við þurfum að hittas og ræða málið

bubbi (IP-tala skráð) 14.6.2012 kl. 21:27

2 identicon

http://www.teslamotors.com/models/features#/performance

Sæll Ómar.

http://www.teslamotors.com/models/features#/performance

Miðað við þessar tölur þá væri hægt að fara ansi langt á þessum á Íslandi.

Jú auðvitað eru rafmagnsbílar dýrir en verðið á þeim fer lækkandi þegar framleiðsluaðferðirnar verða betri og ódýrari á batteríum.

Með bestu kveðjum.

Runar (IP-tala skráð) 14.6.2012 kl. 21:33

3 identicon

Já, það er ekkert annað. Hvernig væri að kíkja aðeins á verðmiðann á Tesla? Kosta svipað og lúxusbílar frá Þýskalandi, ef ekki meira. Meðalfjölskyldan hefur ekkert efni á rafbílum meðan að verðmiðinn er svona hár. Dísel er mun betri kostur eins og Ómar bendir á.

Aggi (IP-tala skráð) 14.6.2012 kl. 21:44

4 identicon

Blessaður Aggi.

Auðvitað var ég búinn að gera mér grein fyrir því að Tesla bíllinn kostar morðfjár.

En það er enginn annar rafmagnsbíll sem hefur sömu "specs" ef ég má sletta, sem ég hef skoðað.

Ég var eingöngu að benda Ómari á það að langdrægni rafmagnsbíla er ekki eins lítil og haldið er.

Tvinnbílar, líkt og Chevrolet Volta hefur mikið minna drægi t.d.

Það verður vonandi í nánustu framtíð að rafmagnsbílar verður eini kosturinn fyrir bílkaupandann.

Svo er SAAB með yfirlýsingu að þeir muni eingöngu framleiða rafmagnsbíla i framtíðinni. Þannig þetta er allt á réttri leið.

Vinsamlegast.

Runar (IP-tala skráð) 14.6.2012 kl. 21:57

5 Smámynd: Elvar Örn Reynisson

Hafið þið skoðað hversu lengi rafhlaðan sem slík dugar, hve dýr rafhlaðan er í innkaupum og hve mikið förgun á henni mengar.

Það þarf að keyra príus í 60 ár til þess að hann borgi sig umfram skoda ocavia disel samkvæmt fréttum stöðvar 2 ekki alls fyrir löngu.

Elvar Örn Reynisson, 14.6.2012 kl. 22:15

6 identicon

Minn Hyundai i30 eyðir um 5-6 l/100

Vorkenni engum sem er að eyða peningum í óþarfa eldsneyti á ALLT of stórum bílum !

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 14.6.2012 kl. 22:18

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Sammála ykkur um að þetta er á réttri leið, - þeirri leið að allur bílafloti, skipafloti og jafnvel eitthvað af íslenskum flugvélum verði knúið með íslenskri orku.

Að þessu leyti tek ég undir það sem þú segir um þetta Bubbi minn sæll og vona eins og þú að þróunin verði nógu hröð til þess að þetta verði að veruleika.  

Tel að fáar ef nokkrar þjóðir í heimi eigi jafn mikla möguleika og við og að full ástæða sé til að við séum bjartsýnni á framtíðina en aðrar þjóðir.

 En til þess að þetta náist þarf miklu meiri aflslætti og fyrirgreiðslu ríkisvaldsins en nú er til handa hentugum farartækjum, og sömuleiðis meiri ívilnanir hvað snertir umhverfismildari bíla en nú eru veittar.

Af þessum sökum hef ég til dæmis tekið þá óvinsælu afstöðu að halda því fram að gjöld á eldsneyti séu, þrátt fyrir allt, skásta skattheimtan til að stýra orkunotkun okkar, því að þeir sem nota mest borgi beint við dæluna og skattsvik, undanbrögð og undanskot.

Rannsóknir hafa sýnt að í þeim löndum þar sem eldsneytisverði er haldið niðri með því að hafa gjöld á eldsneyti lág sem engin, hefur það skekkjandi og bjagandi áhrif á þjóðarbúskapinn í heildina tekið.

Ómar Ragnarsson, 14.6.2012 kl. 22:22

8 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Bíllinn minn er með metanbúnað Hyundai i35 en ég hef ekki aðgang að metani það hefur Bubbi hins vegar og þar næði hann niður kostnaði um að minsta kosti 40%.

Sigurður Haraldsson, 14.6.2012 kl. 22:25

9 identicon

ég veit af metnabílum en ég vil geta sagt þetta er mitt framlag.innan 10 ár verður þetta málið

ég er búin að prufa keira rafjeppa og verð að seigja ég varð gáttaður Ómar Ríkistjórin hlítur að hjálpa við þetta.

bubbi (IP-tala skráð) 14.6.2012 kl. 22:44

10 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Auk þess myndi metanbíllinn verða á núllinu varðandi heildarútblástur. Ég hef svipaða reynslu að baki og Bubbi varðandi ómegðina og þörf fyrir stóran bíl þau ár sem fjölskyldan mín var níu manns.

Þá, eins og nú, er þetta tiltölulega lítill minnihluti, sem er með með stóra fjölskyldu, og því myndu barnabætur og beinn stuðningur við barnafólkið gera mest gagn.

Ef til dæmis ætti að lækka eldsneytisverðið til að liðka fyrir barnafólki myndi það draga úr viðleitni annarra til að minnka óþarfa eldsneytiseyðslu.  

Ómar Ragnarsson, 14.6.2012 kl. 23:01

11 identicon

Chevrolet Volt er nú þegar kominn á markaðinn. Flottasti bíll í heimi, kynnið ykkur hann hér -> http://www.chevrolet.com/volt-electric-car/

Mig minnir að Bílabúð Benna verði með kynningu á honum í sumar.

Bjarni Thor (IP-tala skráð) 15.6.2012 kl. 00:50

12 Smámynd: Skúli Guðbjarnarson

Rétt Ómar! Rafhjól er góður kostur fyrir okkur gamlingjana. Er sjálfur búinn að panta mér sendihjól til að þurfa ekki að afsaka mig með að ég þurfi að versla og  hafi ekki pláss. Ætla svo að kaupa rafmótor þegar fyrirtækið sem ég starfa hjá og reg, flytur í 13 km fjarlægð. Það var synd að Ford gamli setti mótor í hestvagn(ef svo má að orði komast). Við flytjum með okkur 15 - 30 falda egin þyngd okkar þegar við ökum bíl, á meðan það eru til "bílar"(skilgreindir sem reiðhjól) sem  vega aðeins helminginn. http://en.velomobiel.nl/quest/ Rafmótor í hann vegur aðeins 10 kg með batteríi, samtals rúm 40 kg. Uþb. 3,5% af hefðbundnum bíl.

Alvöru karlmenni þurfa ekki bíl. Kaupa góðan fjölskyldubíl fyrir konuna og sameina ferðalæg með heilsurækt. Fyrirgefiði kynjaraunsæið.

Skúli Guðbjarnarson, 15.6.2012 kl. 04:40

13 Smámynd: Skúli Guðbjarnarson

Afsakið stafsetningarvillu:-þ

Skúli Guðbjarnarson, 15.6.2012 kl. 04:41

14 Smámynd: Skúli Guðbjarnarson

Maður er ekki vaknaður. Vegur aðeins helminginn! vegur 3,5%. Kann einhver að leiðrétta bloggpósta sem maður póstar á aðra?

Skúli Guðbjarnarson, 15.6.2012 kl. 04:46

15 identicon

Rafdrifnir bílar eiga sér ekki neina framtíð núna frekar en fyrir 100 árum, nema því aðeins að einhver snillingur finni upp rafhlöðu með álíka rúmmál og þyngd eins og eldsneytistankurinn ( fullur) er í nútíma bílum, en getur tekið við og geymt c.a 150- 200 kwst. , framleitt úr algengum ódýrum hráefnum (i.e  kostar smápeninga  í framleiðslu ), tapar ekki meir en helming geymslugetunnar á áratug, og hægt að hlaða upp í  fullt á klukkutíma eða svo. Þangað til er allt tal um slíka tækni bara pípudraumar, og fer best á því að golfkerrurnar séu bara í notkun á golfvöllunum, en ekki á þjóðvegunum. Og í sambandi við Tesla bílinn batteríð samanstendur af tæplega 100 þúsun farsímbatteríum, kostar c.a 12-13 millur og endist sennilega ekki  lengur en 5 ár. Þetta er bara leikfang handa liði sem kann ekki annað en að brenna peninga á við öfluga útrásarvíkinga. Læt hér fylgja krækju í smágrein sem talar um hve rosalegar framfarir hafa orðin í þessu seinustu 100 árin eða svo.
http://nlpc.org/stories/2012/06/11/100-year-old-electric-car-technology-still-doesnt-sell  

Bjössi (IP-tala skráð) 15.6.2012 kl. 18:10

16 identicon

Barnaleg umræða. Nánast hlægileg. (Sprenghlægileg)

Þegar bensín og dísilknúnum bifreiðum fækkar verður tekin upp aukin skattheimta á metanknúnar og rafknúnar bifreiðar. Capice?

valdimar (IP-tala skráð) 15.6.2012 kl. 22:01

17 identicon

Hvaða dali ætlum við að fylla með sorpi til að vinna nægjanlegt metan eða hvaða stórfljót munum við virkja til að afla allrar þeirrar raforku sem þarf?

Miðað við innkaupsverð á bensíni og diesel þá eru það ennþá ódýrustu orkugjafarnir á bílana. En núverandi skattlagning skekkir myndina og gerir skattlausa og niðurgreidda orkugjafa hagstæðari fyrir notendur. En eins og við vitum kemur að því að ríkið heimtar sitt.

sigkja (IP-tala skráð) 16.6.2012 kl. 19:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband