Þeir og fleiri komu líka hingað.

Geta Rómverja, Fönikíumanna og jafnvel fleiri fornstórvelda til að fara um heiminn og láta til sín taka er vafalaust frekar vanmetin en ofmetin.

Ef fornminjar eru eingöngu teknar gildar sem sönnunargögn en vafasömum seinni tíma sögnum vikið til hliðar, eru betri sannanir fyrir því að Rómverjar hafi komið til Íslands löngu fyrir hið viðurkennda landnám Norðmanna heldur fyrir því að Írar hafi verið hér. 

Fönikíumenn voru líka öflugir sjómenn og ekki er útilokað að þjóðflokkur í Gallíu (Frakklandi), sem stundaði siglingar, hafi líka komið hingað. 

Til þess bendir siglutré, sem fannst í sandi fyrir suðaustan Kirkjubæjarklaustur, og var úr einstökum harðviði, sem óx í Gallíu. 

Siglutréð var kurlað niður og dreifðist um sveitir. 

Sagnir og ritaðar heimildir meira en 200 árum eftir landnám Ingólfs voru meðal annars sprottnar af þörf til að sanna eignarhald þálifandi manna yfir landinu og göfugan uppruna þeirra. 

Ari fróði setur hins vegar inn setninguna "en hvatki er missagt er í fræðum þessum, þá ber að hafa það er sannara reynist" er varnagli hans sem sprettur af þörf hans til að réttlæta skrif hans. 

Ég er vel á veg kominn með að skrifa bók með mikilli sögu, sem byggist á þvi að Rómverjar hafi komið til Íslands fyrir Krists burð og byggi hana meðal annars á því, sem að ofan er greint.


mbl.is Rómverskar minjar finnast í Japan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það gleymist oft það mikilvægasta - ránsfengurinn-. Skipið við Kirkjubæjarklaustur gæti hafa komið hingað sem ránsfengur af hvaða þjóðarkvikindum sem helst.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 23.6.2012 kl. 11:09

2 Smámynd: Sævar Óli Helgason

Úff...! Ómar... Nú skaltu vara þig...

Kona nokkur gróf "óvart" upp víkingaskála í Herjólfsdal, þarna um árið, og mér er sagt að hún hafi aldrei fengið vinnu við sitt hæfi eftir það vegna þess að aldursgreiningin var ekki samkv. viðurkenndum heimildum... Skálinn var greindur 100-150 árum eldri en landnám er sagt hafa verið...

Eins var með Árna Óla... Hann var sagður ruglaður af fræðimönnum fyrir að trú ekki Landnámu einsog nýju neti...

En burt séð frá öllum pólitískumrétttrúnaði þá held ég að Baskar hafi verið fyrstir hingað, einsog kemur fram í bókinni "Ævisaga Þorsksins" sem er eftir kanadískan sagnfræðing...

Ég vona samt að þú fáir einhvern til að gefa út þessa sögu sem þú ert með í smíðum... Því ég hef gaman af svona pælingum...

Sævar Óli Helgason, 23.6.2012 kl. 12:04

3 identicon

Varast ber að leggja of djúpa merkingu í orð Ara fróða um missagnirnar.  Sýnt hefur verið fram á, sjá doktorsritgerð Sverris Tómassonar, að þetta er merkingarlaust ritklif sem langflestir miðaldahöfundar hnýttu aftan í verk sín, eða þá framan við, og meintu ekkert með, hvort sem þeir lugu eða hagræddu sannleikanum aðeins lítillega.  Af sama toga er þegar einhver þakkar fyrir gerðan greiða og fær svarið: Ekkert að þakka.  Hætt er samt við að þeir hinir sömu yrðu móðgaðir ef ekki væri þakkað.

Hvað varðar aldur meintra forlandnámsskála í Vestmannaeyjum væri hollt að lesa skoðanaskipti þeirra Páls Theódórssonar og Gunnars Karlssonar í Skírni frá síðasta og næstsíðasta ári um það mál.

En trúmenn trúa vitaskuld því sem þeir vilja trúa.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 23.6.2012 kl. 14:06

4 identicon

Þetta siglutré frá Kirkjubæjarklaustri gæti líka einfaldlega hafa rekið til Íslands, skip fórust víða fyrr á tímum og brakið úr þeim dreifðist líka mjög víða og því ekki til Íslands?

Gulli (IP-tala skráð) 23.6.2012 kl. 14:56

5 identicon

Persónulega tel ég það líklegt að fyrir landnám norrænna manna hafi búið 10.000 smávaxnir Búskmenn í landinu. Og að þeir norrænu hafi vísað Búskmönnunum á brott, og hugsanlega fengið þeim í hendur báta af s.k. Herdísargerð, til fararinnar.

Vitaskuld eru kannski fáar fornminjar sem styðja þessa skoðun mína, en þess í stað kýs ég að leggja traust mitt á orð eins og "líklegt", "hugsanlegt" og "kannski"

En ef einhver hæðist að mér, gerir lítið úr kenningum mínum eða á annan hátt, reynir að grafa undan hobbífræðimanninum í mér, skal ég æpa og skrækja svo hátt að allir heyri, og fæ þannig fólk til að vorkenna mér, og í lið með mér til að hía á alvöru fræðinga.

Ég bendi á, að "líklega", "hugsanlega" og "kannski" fræðimennskan er miklu ódýrari, heldur en þessi alvöru. Miljarðatugirnir eru fljótir að sparast ef maður lætur hugann reika, í stað þess að ferðast um og grafa upp heilu landsvæðin með teskeiðum.

Þá er rétt að benda á, að pólitískt er þetta einnig frábært. ESB sinnar sem þjást af sjálfshatri, geta með ímyndunaraflinu einu sér, gerbreytt uppruna sínum, frá því að vera afkomandi Víkinga sem neitar að greiða skuldir óreiðumanna, í það að verða afkomandi þægra bæverskra bænda, sem samþykktu allt sem ofan í þá var troðið.

Hilmar (IP-tala skráð) 23.6.2012 kl. 14:57

6 Smámynd: Sævar Óli Helgason

Jamm...! Hilmar...

Og hvaða "bæverska" grey var það sem kom þessum líka skemmtilega vísdómi ofaní þig...?

Sævar Óli Helgason, 23.6.2012 kl. 16:08

7 Smámynd: FORNLEIFUR

Hilmar, eins og hrópað út úr munninum á mér !

Vek athygli manna á þessu. http://fornleifur.blog.is/blog/fornleifur/entry/1246415/ . Rómverskar perlur eru ekki óalgengar í Asíu, þó svo að Rómverjar hafi ekki endilega verið að marséra þar.

FORNLEIFUR, 23.6.2012 kl. 20:02

8 identicon

Það vantar í fréttina upplýsingar um frá hvaða tíma þessi japanska gröf er.  Verslunarvörur fóru oft langan veg án þess að heimsveldi væru að þvælast með og þessar rómversku glerperlur hafa vafalaust flust austur með kaupmönnum rétt eins og kínverskt silki barst frá Kína til Rómaveldis og ekki dettur neinum í hug að keisaradæmi Kína hafi náð til Rómar

Jóhannes (IP-tala skráð) 23.6.2012 kl. 20:16

9 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Jóhannes, þær eru frá fyrstu fjórum öldum, e. Kr. Dálítið ónákvæmt... en lestu færslu mína sem ég vitna í hér ofar. Auðvitað er þetta verslunarvara eða "kúríósum" sem borist hefur með mönnum á órannsakanlegan hátt.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 23.6.2012 kl. 20:25

10 identicon

Ómar, - ég skal sýna þér Írahellana ofan við Hvolsvöll þegar þú kemur til baka, og svo Þórunúpshelli ef leyfi fæst. Írahellarnir eru bara svona 35 mínútna dæmi, en mig langar alltaf að doppa inn ákveðinn gang sem endar í e-k "sanctum", - það er smá tími til viðbótar og aukasett af fötum fyrir liðugan mann....eins og mig ;)

Og Vilhjálmur.....eru engar heimildir um Keltneska krossa grafna í berg á Íslandi? Ef þú hefur öngvar, þá skal ég finna eitthvað.

Jón Logi (IP-tala skráð) 24.6.2012 kl. 09:37

11 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Fornsaga Íslands er eins og óplægður akur.

Fyrsti sagnfræðingurinn Ari Þorgilsson fróði ritaði Íslendingabók að ráði byskupa. Hafa ýmsir vilja túlka þá setningu að rit hans hafi sætt ritskoðun, þ.e. verið ritað eftir n.k. fyrirsögn hvað skyldi ritað vera.

Um aldursákvarðanir sýna frá elstu tímum mannabyggðar hafa rannsakað einna mest Páll Theódórsson eðlisfræðingur sem ritað hefur umtalsvert um niðurstöður C14 rannsókna. Ýmsir sagnfræðingar eins og dr.Gunnar Karlsson hafa dregið í efa niðurstöður hans og hafa þeir báðir deilt í greinum um þetta efni í tímaritinu Skírni á undanförnum árum. Mun sennilega seint skýrast hvor þeirra hafi rétt fyrir sér. Páll ber fyrir sig niðurstöður viðurkenndra rannsókna meðan Gunnar telur á meðan engar aðrar vísbendingar eða sannanir komi til þá er tómt mál að hér hafi verið eitthvað fólk fyrir landnám.

Árni Óla og Benedikt frá Hofteigi héldu því fram að hér hafi verið keltnesk byggð fyrir landnám og skýri sitthvað sem undarlegt þyki. Af hverju fór Ingólfur Arnarson hraðfari um Suðurland og byggði útnes ef hann gat valið hvar hann setti bú sitt? Þrælunum fannst hann fara illa að ráði sínu. Önnur vísbending er frásögn af strandi Auðar djúpúðgu sem kemst af við illan leik slypp og snauð en þegar hún sest að í Dölum vestur er þar mikið ríkidæmi.

Ein vísbending um keltnesk áhrif á Íslandi sem lítt eru könnuð eru örnefni sem mörg hver verða rakin til gelísku. Orðið „sgorr“ merkir tindur og er þá ekki komin einföld skýring á örnefninu Skorradal? Þ.e. Tindsdalur en Skessuhornið í norðanverðri Skarðsheiðinni er mjög áberandi og minnir að nokkru á Matterhorn í Sviss. Á þetta hefur Freysteinn Sigurðsson jarðfræðingur bent á í Árbók FÍ 2004.

Á Suðurlandi er urmull forvitnilegra örnefna. Hvað merkir bæjarheitið Pula í Holtum? Lengi vel velti eg þessu heiti fyrir mér en loksins uppljóst fyrir mér skýringin. Hér mun aftur vera á leið okkar gelískt heiti yfir deiglendi og mýrar sem töluvert er af þar um slóðir.

Örnefnin þyrfti að rannsaka betur þó svo að Þórhallur Vilmundarson og hans samstarfsmenn hafi lagt mjög mikla rækt við að grafast fyrir og rannsaka mikið þá er ótrúlega margt sem enn er óljóst og óskýrt. Þá hafa mörg örnefni afbakast og jafnvel týnst m.a. vegna breyttra atvinnuhátta, aðstæðna og viðhorfa í landinu og myndi það vera langur listi.

Góðar stundir!

Guðjón Sigþór Jensson, 25.6.2012 kl. 12:18

12 Smámynd: Sævar Óli Helgason

Jamm... Fornleifur...!

-

Ekki veit ég hvað þú ert mikið og vel menntaður þú hefur opinberað fávisku þína á sumum sviðum, væntanlega fornleifafræðingur þó... En af lestri þessa pistils þíns virðist vera að þú teljir þig alsherjar yfirvald um sögu Íslands og almenna söguskoðun okkar plebbana og pælingar...

Ok... Gott mál þú um það...

En mér er fyrirmunað að skilja hversu hatramlega þú lokar á allar þær pælingar um að hér til þessarar eyju hafi einhverntíma fyrir Íslandsbyggð komið einhverjir aðrir en þeir, sem dogma þeirra fræða sem þú segist standa fyrir, segir og viðurkennir... (Þó það hafi ekki verið nema vegna hafvillu...)

Ég efast ekki um að þú byggir þá skoðun þína á vísindalegum rannsóknum og uppgreftri... En eftir situr að stöðnuð hugsun þín virðist ekki hleypa neinum nýjum hugmyndum að gagnvart þeim pælingum sem fólk óneitanlega hefur gagnvart þeim slitróttu heimildum sem gefa annað til kynna...

Það er staðreynd t.d að Pýþeas frá hinni frönsku Massilíu er sagður hafa farið í mikla siglingu norðureftir um 300 f.kr... Hvort hann hafi komið sérstaklega til hingað til Íslands er umdeilanlegt en í sjálfu sér ekkert ólíklegt miðað við allt og allt... En miðað við þær litlu heimildir sem til eru þá upplifði hann allavega miðnætursól og hafís... Svo langt komst hann... Og er það þá jafnmikill möguleiki að einhverjir aðrir seinna meir, einsog t.d Rómverjar, hafi gert út leiðangur til að leita þeirra landa og aðstæðna sem hann greindi frá... Hann byrjaði á að sigla til Tineyja, sem eru víst Bretland í dag, þar fékk hann upplýsingar um önnur lönd í norðri og á víst að hafa leitað þeirra með fyrrgreindum afleiðingum... Það bendir til þess að fólk það sem gáfu honum þessar upplýsingar vissi af þessum löndum á undan honum... Ekki satt...? Sem bendir til að einhver annar hafi komið þangað áður en hann fór í þessa ferð sína...

Nú efast ég um að hér á Íslandi hafi verið föst búseta fyrr en norrænir menn komu... En miðað við heimildir Rómverja á verslun og skatti við norðurhéruð Spánar og suður Frakkland, Baskalönd... (Sem svo skemmtilega vill til að þeir í Massilíu höfðu mikil viðskipti við á tímum forn-Grikkja/Pýþeasar...) Þá fengu Rómverjar fiskmeti, saltað og hert, af fiski sem var mannhæð að lengd... Þetta hef ég fengið staðfest frá fleirum en einum erlendum sagnfræðingi, Ítölskum semog Enskum, og er um þetta sérstaklega fjallað í bókinni "Ævisaga Þorsksins" sem er víst eftir kanadískan sagnfræðing... Fullyrðir þessi kanadíski að hér hafi verið um að ræða þorskur og ef það er rétt þá verður það að viðurkennast að hvergi í Atlantshafinu veiðist svo stór fiskur einsog í hafinu hér í kring, semog fyrir vestan Grænland á hafsvæði því sem heitir Stóri-banki...

Getur það þá velverið að þessar löngu sjóferðir Baska, sem er sagðar hafa verið í tvö-þrjú ár hafi verið með því formi einsog lýst er í "Ævisögu Þorsksins" þ.e að þeir hafi byrjað á að sigla suður, "teikað" svo stormana vestur um haf til Ameríku og svo norður með vindi og straumi alla leið til Íslands... Hér hafi þeir svo haft verstöð og fiskað... (Sem n.b þarf ekki að vera uppgrafanleg af fornleifafræðingum samtímans...) Haldið svo áfram austur yfir hafið og til Bretlands, þaðan svo suður heim til Baskahéraðanna á Spáni...

Eins er með ferð heilags Brendans (Bréanainn) sem þó er slitróttari og mun ýkjusagnalegri heldur en þessar af ferð Pýþeasar... En þær heimildir sem við höfum eru ritaðar allt að 500-700 árum eftir dauða hans og áætlað ferðalag... Lítill vafi er á að hann lagði af stað í mikla sjóferð vestur um haf... En þá tekur við ýkjusagnastíllinn og fátt sem hægt að byggja á... En þó er það merkileg tilviljun að á þessari 7-9 ára siglingu sinni kemur hann oft til eyjar sem í sögunum eru sögð heita Sheep-island... Það er ekkert í sjálfu sér sem segir að sú eyja sé í raun og veru ekki Færeyjarnar okkar hérna í austri... En þá er Brendan komin nokkuð norðureftir á leið sinni vestur... Og stutt að halda áfram til Íslands en lýsingarnar í framhaldinu á þessu volki hans, eldgos o.fl, gætu vel átt við staðhætti hér...

-

Það er ýmislegt sem við mennirnir verðum að viðurkenna að við kunnum ekki... Þráttfyrir að vera búnir að fara í skóla og stunda vísindi í fjölda ára... En það versta í öllum fræðum eru hugar sem staðna og neita að hugsa útfyrir rammann eða að viðurkenna takmörk þeirra vísinda sem þeir sinna... Það er hægt að afsanna nýjar og öðruvísi hugmyndir á akademískanhátt, en afneitun hugmynda án vísindalegrarniðurstöðu og bakgrunns er hrein og klár heimska... Því þó að við vitum ekki hvernig t.d Egyptar fóru að því að reisa Pýramídana, vegna þess að við finnum ekki vísindalegar sannanir fyrir því né tæki og tól, þá vitum við nú samt að þeir reistu þá... Þeir eru jú þarna fyrir framan okkur... Er það ekki...?

Annað er, að hugmyndir okkar um forsögu mannsins er sífellt að breytast... T.d var mér t.d kennt að fyrir síðustu ísöld hafi mannkynið ekki byggt neinar miklar byggingar... En í dag eru fornleifafræðingar að grafa upp skrýtnar byggingar með skreittum steinsúlum í Tyrklandi sem er aldursgreint síðan vel fyrir ísöld...

Það sem ég að reyna að benda þér á er að staðnaðir hugar standa BARA í vegi fyrir framþróun þekkingar og vísinda... Endilega taktu mark á því...

Og vertu svo marg blessaður...!

-

Kv. Sævar Óli Helgason

Sævar Óli Helgason, 25.6.2012 kl. 15:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband