Mótvægishugsunin sterk.

Ólafur Ragnar Grímsson getur vel við úrslit kosninganna unað. Úrslitin afgerandi en hann stendur þó frammi fyrir þeirri staðreynd að nær helmingur kjósenda vildi annan en hann á Bessastaði.

Forsetinn, eins og allir frambjóðendurnir, lagði áherslu í kosningabaráttu sinni á það hlutverk forseta að leiða saman öfl í stað þess að ala á sundrungu og nú verður það helsta verkefni hans framundan.

Af þessum úrslitum má ráða að afar ríkt sé í Íslendingum að velja forseta sem sé mótvægi við ríkjandi stjórnvöld og að enn einu sinni hafi það ráðið talsverðu.

Það kallar á að orða ákveðna stjórnmálaskýringu sem velta má fyrir sér, sem sé þessari:  

Reynslan virðist sýna að sé minnsti grunur um að ríkjandi stjórnvöld hafi velþóknun á frambjóðanda sé það notað gegn honum af nógu mörgum kjósendum til þess að það ráði úrslitum. Að sama skapi hagnist sá frambjóðandi sem sýnt þyki að ríkjandi stjórnvöld séu ekki alls kostar ánægð með.

1952 mæltu þáverandi stjórnarherrar með Bjarna Jónssyni, sem aldrei hafði verið orðaður við pólitík og þeir héldu því að þjóðin myndi verða ánægð með. En það eitt að helstu ráðamenn stjórnarflokkanna mæltu með honum skapaði óánægju innan þeirra, einkum Sjálfstæðisflokksins, og Ásgeir Ásgeirsson var kosinn.

1968 varð Gunnar Thoroddsen, sem hafði verið helsti forvígismaður fyrir Ásgeir 1952, að sæta því að vera samt álitinn tákngervingur ríkjandi valds og Kristján Eldjárn var kosinn.

Þótt það væri haft gegn Kristjáni að hann væri halllur undir vinstri stefnu og andóf gegn her í landinu, reyndist það verða honum til tekna, jafnvel hjá þeim sem voru ekki vinstri menn og vildu aðild að NATO og hafa varnarlið í landinu. Mótvægishugsunin, að hafa forseta sem væri ákveðinn hemill á ríkjandi stjórnvöld, varð yfirsterkari.

1980 var mjótt á mununum, en aftur gerðist það, að þótt reynt væri að hafa það á Vigdísi Finnbogadóttur að hún hefði tekið þátt í andófi gegn veru varnarliðsins, sem og að hún væri einstæð móðir og hefði enga reynslu af stjórnmálum, hlaut hún kosningu.

Nógu mörgum kjósendum þótti bara ágætt að hafa tákn kvenfrelsisbaráttunnar á Bessastöðum sem mótvægi gegn ríkjandi valdi og úreltum þjóðfélagsaðstæðum.

1996 voru tveir afar sterkir stjórnmálaleiðtogar nýbyrjaðir einstæðan valdaferil sem færði þeim þegar hæst stóð einhver mestu ítök og völd sem um getur í stjórnmálasögu landsins.

Það var haft á móti Ólafi Ragnari Grímssyni þá að hann hefði verið formaður stjórnmálaflokks og meira að segja þess flokks sem væri mest til vinstri.

Þetta hreif ekki, heldur þveröfugt. Nógu stórum hluta kjósenda þótti það skipta meiru að skapa ákveðið mótvægi við mikil völd Davíðs og Halldórs, jafnvel kjósendur þeirra eigin flokka. Það skein í gegn að það væri bara hollt fyrir þá að hafa mótvægi á Bessastöðum.

Í kosningabaráttunni nú á því herrans ári 2012 var það staðreynd að Ólafur Ragnar hafði með verkum sínum komist upp á kant við gamla fylgismenn sína og ráðamenn í stjórnarflokkunum.

Enn var það hin sérkennilega íslenska mótvægishugsun nógu margra kjósenda, sem skilaði honum fylgi.

Minnsti grunur um velþóknun stjórnarherranna á Þóru Arnórsdóttur var túlkaður henni í óhag og kaffærði yfirlýsingar hennar um að hún vildi verða ungur og ferskur boðberi nýrra tíma eftir Hrunið og tryggja að þjóðin réði sjálf ein í þjóðaratkvæðagreiðslu um stærstu mál sín eins og aðildarsamning við ESB.   

Meira að segja dugði það ekki fyrir hina frambjóðendurna að sýna fram á að þeir hefðu ekki haft nein tengsl við sterk öfl í þjóðfélaginu. "Tveggja turna baráttan" yfirskyggði það algerlega.  


mbl.is Ólafur Ragnar ótvíræður sigurvegari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Athyglisvert að ÓRG hefur aldrei tekist að sannfæra meirihluta kjörbærra manna um eigið ágæti. Situr nú í umboði rétt ríflega helmings þeirra 7/10 sem nenntu á kjörstað. Hlutfallið var ívið hærra 2004 en náði samt ekki helmingi.

Á Íslandi tíðkast að minnihluti þjóðarinnar kjósi forseta fyrir meirihlutann. Það er svo margt skrítið á Íslandi...

BR (IP-tala skráð) 1.7.2012 kl. 10:22

2 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Ólafur Ragnar fékk nærri 53% þeirra sem fóru á kjörstað. Hin 47 prósentin skiptust á fimm mótframbjóðendur. Mér finnst Ólafur mega mjög vel við una og óska honum framhaldandi velfarnaðar í embætti.

Þú ryður úr þér fróðleik um eldri kosningar. Það er út af fyrir sig gott. En ef þú skyldir ekki hafa tekið eftir því, félagi Ómar, eru núna aðrir tímar. Og almenningur kannski gagnrýnni á ýmislegt í stjórnarháttum en áður var.

Sigurður Hreiðar, 1.7.2012 kl. 12:15

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég hélt að presidentinn hefði nýlega keypt hús í Mosfellsbæ til að geta búið sem næst sínum einkavini í hverri þraut, Sigurði Hreiðari, en svo bregðast krosstré sem önnur tré.

Mörlandinn er tæpast gagnrýnni á stjórnvöld en áður var. Með tilkomu Netsins er hins vegar auðvelt fyrir íslenska fáráðlinga að rugla út í það óendanega á opinberum vettvangi, eins og dæmin sanna.

Og aldrei hef ég hlegið meira en þegar Hádegismóri með sitt "skítlega eðli" byrjaði að mæra fuglaskoðarann og "Húrra punktinn" á Bessastöðum, sem raðar þar í sig rúsínum og graðgar í sig nýsoðna ýsu á kostnað íslensku þjóðarinnar, öldum saman.

Þorsteinn Briem, 1.7.2012 kl. 13:08

4 identicon

Forseta ræfillinn á að skammast sín niður í rassg..... fyrir að hafa ekki haft vit á því að víkja til hliðar eftir 16 ár í embættinu. Framboðið var frá byrjun óheiðarlegt og klækja. Með aðstoð LÍÚ og fjármagnseigenda tókst honum að blekkja almenning, sem virðist vera hjálparvana gegn ófyrirleitni og áróðursmaskínu íhaldsins. Þetta er ekki nógu gott, ett stórt “Armutszeugnis” fyrir íslenski þjóðina. Í of mörgum málum kann Mörlandinn ekki fótum sínum forráð.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 1.7.2012 kl. 15:58

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég hefði nú vænzt þess af þér, Ómar, að sýna meiri yfirvegun í þessu.

Ólafur Ragnar Grímsson hafði 5 mótframbjóðendur og ekki nóg með það, heldur naut einn þeirra stuðnings leiðandi ríkisstjórnarflokks og t.d. formanns þingflokks VG (sbr. HÉR, neðarlega, og tilvísanir þar). Jóhanna Sigurðardóttir veittist að forsetanum fyrir að bjóða sig aftur fram, og varaformaður Samfylkingarinnar galt einnig sinn Samfylkingarskatt með því að áfellast framboð Ólafs, þannig að afstaðan þar á bæ var alveg kýrskýr.

Þú hefur nú haft vit á því að vera ekkert að auglýsa Samfylkingaraðild þína lengi vel, en ert þó kannski að gjalda hér þinn Samfylkingarskatt með þessum skrifum um að Ólafur njóti ekki stuðnings nema halfrar þjóðarinnar?

Svo beindi sameinað afl Rúvara og 365 fjölmiðla sér, þar sem þeir gátu, að því að snúast gegn framboði Ólafs og fundu honum flest til foráttu.

Um forsetaverk hans á 4. kjörtímabilinu hefur staðið styrr, þannig að hann er vitaskuld ekki forseti allra og engin ástæða til að búast við, að allir myndu kjósa hann, en þó reyndist hann þjóðina með sér i Icesave-málinu, ekki stjórnmálastéttin, spillt og trausti rúin, og nú er sigur hans kallaður "sannfærandi" af jafnvel Gunnari Helga Kristinssyni, Samfylkingarvænum stjórnmálafræðiprófessor, sem jafnframt viðurkenndi, að þetta hafi verið sigur með yfirburðum, 20%, fram yfir helzta frambjóðanda annan, sem þó var miklu unglegri og meira smælandi en Ólafur!

Afhroð þíns eigin flokks endurspeglast einnig í þessari niðurstöðu, enda nýtur hann nú í nýjustu skoðanakönnun, ap VIÐBÆTTUM Vinstri grænum, ekki nema 16 til 22,8% fylgis í nýjustu skoðanakönnunum!

Er ekki kominn tími til að fá sér nýjan flokk, Ómar, henda gamla fatinu og ENDURNÝJA?

Jón Valur Jensson, 1.7.2012 kl. 16:09

6 identicon

Það er ekki öllum gefið að taka ósigri mannalega. Beiskjan lekur af stuðningsmönnum Þóru, þó sjálf hafi hún tekið ósigrinum "karlmannlega", af yfirvegun og skynsemi.

Og þar liggur hundurinn grafinn. Framboð Þóru varð aldrei framboð Þóru. Hún varð framboð þeirra sem guldu afhroð í Icesave. Hún varð framboð þeirra sem vilja ESB hvað sem það kostar.

Þóru biðu þau undarlegu örlög að verða fulltrúi þeirra sem hata Ólaf eins og pestina, fyrir Icesave og ESB andstöðu.

Þessi hópur varð myllusteinn um háls framboðsins, og drekkti því.

Og núna leita banamenn framboðsins að að sökudólgum til að koma sökinni á.

Og banamennirnir hafa fundið sína sökudólga. Það er heimsk, ómenntuð þjóð sem bar ábyrgð á hruninu, og kaus útrásarforseta.

Það er gott veganesti í næstu alþingiskosningar, eða þannig.

Hilmar (IP-tala skráð) 1.7.2012 kl. 17:38

7 identicon

Það er kjánalegt að tala um "sigur" Óla. Útkoman var ósigur fyrir alla og þá ekki síst fyrir forseta ræfilinn, sem hefði aldrei átt að fara í þetta ótímabæra framboð. En einnig ósigur fyrir kjósendur, sem virðast vera varnarlausir gegn áróðursmaskínu Valhallar og íslenskra auðmanna. Þjóðin er ekki heimsk, sæmilega vel menntuð, en lætur um of stjórnast af ímynduðum eigin hagsmunum.   

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 1.7.2012 kl. 18:14

8 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég segi sama og Jón Valur. Ómar þú hefir varla talað um pólítík hér því núna. Ég hélt að þú værir lýðræðissinni ættir þú ekki að vera ánægður með Ólaf sem forseta. Það er engin í stjórnar keðjunni sem vill taka undir með vilja fólksins varðandi ESB málið en við viljum losna undan þessari vitleysu. Strax. 

Valdimar Samúelsson, 1.7.2012 kl. 20:01

9 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Ómar, þú hittir naglann nákvæmlega á höfuðið. Fallegt smiðshögg.

Magnús Óskar Ingvarsson, 1.7.2012 kl. 21:51

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland er 70% í Evrópusambandinu, án þess að taka nokkurn þátt í að semja lög sambandsins.

Það er nú allt fullveldið.

Og teljið nú upp fyrir mig þá íslensku stjórnmálaflokka sem vilja segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu.

Þorsteinn Briem, 2.7.2012 kl. 13:20

11 identicon

Þetta er þverpólítískt mál Steini Briem, en nokkur horn munt þú reka þig á....

- Meiri hluti þjóðarinnar er gegn aðild að ESB

- Það er meiri partur en kaus forsetannn....sem er reyndar furðanlega þverpólítískt kosinn.

- Schengen dæmið myndi floppa vel ef kosið væri meðal lögreglumanna, hehe.

- Og....Forsetinn vann kosningarnar.

Jón Logi (IP-tala skráð) 2.7.2012 kl. 15:49

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ólafur Ragnar Grímsson í London 3. maí 2005 - "How to succeed in modern business":

"NO ONE IS AFRAID TO WORK WITH US; people even see us as FASCINATING ECCENTRICS WHO CAN DO NO HARM and therefore all doors are thrown wide open when we arrive."

"I have mentioned this morning only some of the lessons which the Icelandic voyage offers, but I HOPE THAT MY ANALYSIS HAS HELPED TO CLARIFY WHAT HAS BEEN A BIG MYSTERY TO MANY.

Let me leave you with A PROMISE THAT I GAVE at the recent opening of the Avion Group headquarters in Crawley.

I formulated it with a little help from Hollywood movies:

"YOU AIN'T SEEN NOTHING YET!""

Þorsteinn Briem, 2.7.2012 kl. 16:23

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

15.9.2009:

"Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, var nefndur sem sameiningartákn þjóðarinnar af 1% þeirra sem tóku þátt í skoðanakönnun MMR nýverið."

Einungis 1% Íslendinga segir Ólaf Ragnar Grímsson vera sameiningartákn þjóðarinnar

Þorsteinn Briem, 2.7.2012 kl. 16:26

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skoðanakannanir varðandi aðild Íslands að Evrópusambandinu eru harla lítils viirði þegar samningur um aðildina liggur ekki fyrir.

Tugþúsundir Íslendinga hafa ekki tekið afstöðu til aðildarinnar og aðrar tugþúsundir geta að sjálfsögðu skipt um skoðun í málinu.

Fólk tekur afstöðu til aðildarinnar fyrst og fremst út frá EIGIN HAGSMUNUM, til að mynda AFNÁMI VERÐTRYGGINGAR HÉR, mun LÆGRI VÖXTUM og LÆKKUÐU VERÐI á mat- og drykkjarvörum, fatnaði og raftækjum með AFNÁMI ALLRA TOLLA á vörum frá Evrópusambandsríkjunum.

Og harla ólíklegt er að meirihluti Íslendinga láti brjálæðinga taka frá sér allar þessar KJARABÆTUR.

Þorsteinn Briem, 2.7.2012 kl. 16:28

15 identicon

Ertu alveg úti í móa Steini minn?

- Verðtrygging er afnemanleg með Íslenskum lögum, og þarf bara frumvarp til að sjá hvaða hluti þingheims er með og á móti afnámi verðtryggingar.

- Vextir markast mikið til af fjármálastefnu seðlabankans.

- Lækkun tolla hefur oft endað í hærri álagningu, og reyndar er tollalækkun tekjuskerðing fyrir ríkissjóð.

Jón Logi (IP-tala skráð) 3.7.2012 kl. 11:00

16 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, Jón Logi, þessi Esb-"Steini Briem", sem fyrirfinnst ekki í þjóðskrá, er alveg úti í móa, og þessi endemisinnlegg hans eru í takt við hans fyrri ólíkindaskrif. Ég ætlaði mér, en hafði ekki tíma né orku í að taka þetta almennilega fyrir hjá honum, en í hverju sinna þriggja innleggja fer hann með villu. Sjáumst hér heldur seinna!

Jón Valur Jensson, 3.7.2012 kl. 11:38

17 identicon

Takk fyrir það nafni ;)

Jón Logi (IP-tala skráð) 4.7.2012 kl. 06:46

18 Smámynd: Jón Valur Jensson

Verst hvað ég hef verið upptekinn ...

Kem mér vonandi að þessu bráðlega! :)

Jón Valur Jensson, 4.7.2012 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband