Líkleg skýring?

Veturinn 1979 sáum við Sigmundur Arthursson stór spor í snjónum í Hornvík sem virtust vera ísbjarnarspor. Ísbjörn fannst þó aldrei, - kannski drapst hann síðar um vorið.

Ég get keypt það að ísbjörn sé á Hornströndum en mér finnst líklegra að það sé selur, sem sé á mynd ítölsku ferðamannanna sem voru á Vatnsnesi.

Á því hef ég eftirfarandi skýringu:

Ítölsku ferðamennirnir sem sá sel á sundi við ströndina urðu svo hræddir, að þeim varð ekki um sel og óskuðu þess frekar að þetta væri ísbjörn.


mbl.is Ísbjörn á Hornströndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Jóhann Bessason á Skarði í Dalsmynni var járnsmiður góður og er hann var að hamra hákarlaskálm í smiðju sinni árið 1881 teygði ísbjörn óvænt hvítan hausinn inn um dyragættina.

Flestum hefði brugðið við þessa sýn en Jóhann lét sér fátt um finnast og snaraðist á móti bangsa með rauðglóandi skálmina.

Bangsi hopaði undan og barst leikurinn eftir hlaðinu á Skarði, niður túnið, ofan fyrir brekkur og niður að Fnjóská, sem rann á milli skara.

Þar skildu leiðir þegar bangsi stakk sér í ána og má ætla að hann hafi kosið ískalt vatnið fremur en stungusár með sjóðheitu járninu."

Þorsteinn Briem, 7.7.2012 kl. 19:56

2 identicon

alvrg satt.

GG (IP-tala skráð) 8.7.2012 kl. 00:30

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Sagt var um Jóhann Bessason að hann hafi svarað vel til hugmynda manna um útlit og atgervi Egils Skallagrímssonar.

Hann var manna vaskastur, víðkunnur að fimleik, afli, dirfsku og allri karlmennsku. Mikilúðlegur var hann ásýndum með alskegg niður á bringu og út á axlir."

"Yfirsmiður var Jóhann við smíði Laufásbæjar, sem reistur var á árunum 1866-1870. Jóhann og Tryggvi Gunnarsson réðu mestu um gerð bæjarins og útlit allt.

Laufásbærinn þótti mikið stórvirki í arkitektúr og telur Hörður Ágústsson listfræðingur framlag þeirra Tryggva Gunnarssonar og Jóhanns Bessasonar til byggingarlistarinnar á 19. öldinni vera jafngilt framlagi íslensku skáldanna á bókmenntasviðinu."

Þorsteinn Briem, 8.7.2012 kl. 01:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband