Íslenski forsetabíllinn er líka sýndarmennska.

Flestar gerðir tvinnbíla, sem nú eru á markaðnum, eru sýndarmennska, því á markaðnum er hægt að finna jafn rúmgóða, snarpa og hraðskreiða dísilbíla sem eyða ekki meira og eru mun einfaldari smíð.

Þar að auki eru dísilbílarnir í raun mun ódýrari vegna þess að tvinnbílarnir njóta afsláttar af opinberum gjöldum, algerlega óverðskuldað.

Þegar "plug-in" tvinnbilar koma á markaðinn geta eigendurnir með notkun sinni gert þá sparneytnari, en skilyrðið fyrir því er að bílunum sé ekið takmarkað þannig að tóm gefist til að endurhlaða þegar rafmagnshleðslunni er eytt.

Núverandi forsetabíll er dæmi um sýndarmennskuna því að hægt er að fá jafn rúmgóða, aflmikla og hraðskreiða dísilknúna lúxusbíla sem kosta þjóðfélagið minna.

Tvinnbílarnir eru nær eingöngu bensínknúnir, en vegna lægri meðalhita hér á landi en í suðlægari löndum eyða þeir meira en uppgefið er, því að kuldi eykur meira eyðslu bensínbíla en dísilbíla.    


mbl.is Audi A8 Hybrid sýndarmennska
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sýndarmennska

ÞÞ (IP-tala skráð) 15.7.2012 kl. 16:11

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekki þarf nú karl að kynna,
keyrir um með nál og tvinna,
lygaþráðinn lærði að spinna,
lifir nú á sköttum hinna.

Þorsteinn Briem, 15.7.2012 kl. 16:55

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Takk Ómar.

Það virðist gleymast svo oft í umræðu dagsins um sparneytni bíla, að tvinnbílar eyða bensíni. Þá er eins og enginn fáist til að benda á þá gífurlegu þróun á díselvélum, sem hefur orðið hin síðustu ár. Má þar t.d. nefna það þróunnarstarf er BMW hefur staðið fyrir á því sviði, einkum í flokki sport og lúxusbíla. Japanir og Kóreumenn hafa náð einstökum árangri einnig, bæði varðandi eyðslu og mengun frá díselvélum.

Stæðsta stökkið hefur þó orðið hjá bandaríska risanum Ford. Ekki endilega í þróun díselvélarinnar, heldur þeim kjark að þora að koma með á markað stollt ameríkanans, pick-uppinn, með díselvél og það einungis 6 sýlindra. Sá kjarkur var mikill og stór, í landi áttasýlindra benssínmótora.

Þarna safnaði Ford saman allri þekkingu sem til er, sameinaði hana í lítilli sexsýlindra díselvél og útkoman varð 350 hö. vél, með eyðslu undir 10/100 í F150 bíl og mengun undir öllum væntingum. Þessi árangur varð því líkur að sennilega eru fá önnur dæmi hin síðari ár.

Í ljósi þessa og hversu vel þessi vél slóg í gegn í landi áttasýlindra bensínmótorsins, tók Ford næsta skref og beytti sömu aðferð við litla þriggjasýlindra eins líters díselvél. Fyrir það fengu verksmiðjurnar verðlaun og eru fyrstu bílarnir að koma, eða komnir á markað.

Nú er Ford að koma með 1,6 og 2ja lítra vélar byggðar á sömu aðferðum. Þeir veðja á þennan hest umfram annan, enda afl, eyðsla þessara véla með ólíkindum, auk þess sem mengunin er með því allra minnsta sem þekkist.

Ford kallar þessa tækni sína EcoBoost. Í raun er ekki um nýja tækni að ræða, eins og áður segir, heldur er safnað þeirri þekkingu sem til er og hún samsett í eina vél.

Rafmagnsbílar eiga rétt á sér, en enn er þó tækni við geymslu á rafmagni til vandræða og meðan svo er munu þeir bílar einungis verða nothæfir innan tiltöluleg lítins radíusar.

Enn frekari þróun sprengimótorsins og frekari færsla yfir í díselvélar, er það sem koma skal. Samhliða því er svo framleiðsla á eldsneyti fyrir slíkar vélar. Fyrst um sinn mun verða blöndun á jarðefnaeldsneyti við unnið eldsneyti, en smá saman mun það unna ná yfirhöndinni. Á þessu sviði er gífurleg þróun og fyrir okkur Íslendinga mjög spennandi.

Tvinnbílar eru einskonar hliðarhopp sem sennilega mun aldrei ná neinni útbreiðslu. Ástæður þess eru margar.

Eyðsla þessara bíla er óásættanleg miðað við sambærilega díselbíla, eins og fram kemur í fréttinn sem þetta blogg er hengt við. Verðið á rafgeyminum svo hátt að undrun sætir, t.d. kostar eitt slíkt í Ch. Volt um 15.000 dollara út í Ameríkuhreppi og framleiðendurnir eru að vonast til að það muni getir, við bestu aðstæður, enst um 100.000 km. Vita það þó ekki fyrr en reynnslan hefur verið fengin. Að þurfa að kasta fram tæpum tveim miljónum + flutning, tolla og gjalda, í einn rafgeymir á eitthundrað þúsund kílómetra fresti, dæmir þennan bíl úr leik. Ef við gefum okkur að við fáum fluttninginn fríann og ríkið felli niður öll gjöld að slíkum rafgeymi, er verðið 1.940.000kr. Það gerir 19,40 kr/km, eða 1940 krónur á 100 km. Það jafngildir, miðað við ódýrasta bensín á landinu í dag, 8L/100 km!! Þetta leggst ofaná eyðslu hjálparvélar tvinnbílsins, sem eins og áður segir er meiri en hjá sambærilegum bíl með díselvél!!

Þá er framleiðsluverð tvinnbíla mun hærra en sambærilegra bíla með hefðbundinni vél. Þessu hafa ýmsar þjóðir svarað með því að niðurgreiða þessa bíla til einstaklinga og t.d. greiðir ríkisstjórn Bandaríkjanna 7.000 dollara með hverjum slíkum bíl sem framleiddur er og seldur innanlands. Slík niðurgreiðsla mun aldrei ganga til framtíðar. Þetta er auðvtað brjálæði sem ekki stenst.

Loks má svo benda á að það kostar sitt að eyða rafgeymum þessara bíla og töluverð mengun sem af því skapast. Þó má gera ráð fyrir að einhver tækni muni í framtíðinni verða fundin svo endurvinna megi þau að fullu. Þar kemur einkum tl að hreinir rafbílar munu áfram verða til, þar sem þeir hennta.

Það er því líklegt að þetta hliðarspor, tvinnbílar, eigi ekki efti að verða langlíft.

Varðandi bíl forsetans, þá vildi ég gjarnan sjá gamla Pachardinn oftar. Vildi að þeim fallega bíl væri sýnd meiri virðing með því að nota hann.

Gunnar Heiðarsson, 15.7.2012 kl. 20:37

4 identicon

Gunnar Heiðarsson,ritar hér um gamla Pachardinn forsetabílinn. 'A 17 júní síðastliðnum sá ég annan gamlan forsetabíl og það tiltölulega nýuppgerðan og það vel það var Buickinn árg 1973 er Kristján Eldjárn ók umá. Buickinn var með tveim fánastöngum(og flöggum) líkt og væri verið að aka forseta,þvílík falleg sjón sem þetta var að sjá þennan Buick Electra.

Tek undir skrif Gunnars er varðar Pachardinn.

Númi (IP-tala skráð) 15.7.2012 kl. 21:15

5 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Góð hugvekja hjá þér Ómar því að tvinnbílar eru bara afbrygði til þróunar og í raun þegar orðnir að rusli eins og illseljanlegt rusl er gjarnan.

Öll orð Heiðars tek ég undir en auðvita á að nota öll tæki þar til þau ganga úrsér því annað er bruðl. 

Hrólfur Þ Hraundal, 15.7.2012 kl. 23:11

6 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Það er alveg hárrétt Ómar að takist ekki að framleiða rafmagnsgeymslur í bíla sem eru ekki þeim annmörkum háðar sem núverandi geymsla á rafmagni er(dýr, mengandi bæði í framleiðslu og eyðingu, lítill líftími og lítil drægni ef nota þarf miðstöð eða loftkælingu) er þetta óheilla hliðarspor sem tefur raunverulega lausn á vandanum. 

Við þurfum líka svolítið að passa okkur á að "neyslustýring" stjórnvalda verði ekki til þess að stórar fjölskyldur geti ekki eignast fjölskyldubíl vegna óhóflegra gjalda á bíla sem rúma meira en 5 manns.

Kjartan Sigurgeirsson, 16.7.2012 kl. 08:58

7 Smámynd: Gunnar Sigfússon

Mig langar að vitna í framkvæmdarstjóra eins stærsta sportbílaframleiðanda Evrópu þegar hann sagði við blaðamann Spiegel (og fleiri) á bílasýningunni í Frankfurt að hann þakkaði öllum þeim kærlega fyrir sem EKKI myndu kaupa nýja Hybridbílinn (sem var einn af sýningarbílunum)

Gunnar Sigfússon, 16.7.2012 kl. 11:17

8 identicon

Ég hef fyrir satt, að bezta aðferðin til að útvega sér krabbamein, ónýt lungu, kransæðastíflu og hjartabilun sé að ganga hér um göturnar og láta á hverjum degi spúa yfir sig hnausþykkri dísilstybbu. Benzínútblástur er í mínum huga lúxus, á móts við það. Nánast eins og hreint loft. Ég sé ekki, að það hafi mikið breytzt, þótt hérlendis hafi margir verið að dásama dísilbíla og tækniframfarir mörg undanfarin ár. Og þann söng hef ég ekki heyrt jafrn háværan í nálægum löndum. Þessi athugasemd varðar minnst forsetann. Hann má mín vegna aka um í hestvagni.

Sigurður (IP-tala skráð) 16.7.2012 kl. 12:40

9 Smámynd: Einar Þór Strand

Það er rétt með sýnarmennskuna, en ég held að við verðum líka að skoða þá staðreynd að dísel er ekki nein lausn því ef við tökum Texas light crude þá fáum við um 40 l af dísel úr tunnunni og um leið tæpa 70 l á bensíni þannig að það verður að nota að líka.

Einar Þór Strand, 16.7.2012 kl. 19:05

10 identicon

Ég myndi frekar kalla það sýndarmennsku að stæra sig af því að keyra um allt á litlum sparneytnum bílum en fljúga síðan þvers og kruss yfir landið á Cessnu keyra útum allt hálendið á Toyota Hilux. Hmmmmm

Joseph M (IP-tala skráð) 16.7.2012 kl. 22:02

11 identicon

Ja Joseph, - meiri parturinn af bensínverðinu fer beint í ríkissjóð, og þótt flugvélar slíti ekki vegum, þá er avgas dýrara en bílabensín.

m.v. heildarvegalengdir sem Ómar er að fara, þá efast ég um að meðaltalið hans pr. km,- á amalgami af smápútum og Cessnu, - sé meira en á venjulegum bíl.

Prófaðu Hvolsvöll-Sauðárvelli, hehe, og reyndu að gera það með minna bensíni á bíl en Cessnu. Annars getur Ómar frætt okkur betur um það....

Jón Logi (IP-tala skráð) 17.7.2012 kl. 08:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband