Brutust í gegnum rafmagnsljósin.

Þeir sem hafa verið úti á landi að ég tali nú ekki um uppi á hálendinu kannast við það hvað stjörnuhiminninn og norðurljósin geta verið stórfengleg.

Þegar Iðunn dóttir mín og Friðrik Sigurðsson maður hennar voru með fjölskyldu sína í Vík í Mýrdal og kenndu þar við skólann var þetta það eftirminnilegasta sem þau höfðu að segja okkur frá úr dvöl sinni þar.

Þetta er nokkuð sem rafljósadýrðin rænir frá borgarbúum.

Það vildi svo til að ég gekk frá Árúnshöfða vestur í Háaleitishverfi í gærkvöldi og varð þeirrar ánægju aðnjótandi að sjá norðurljósin  sem þá voru áreiðanlega margfalt magnaðri úti á landi en í Reykjavík.

Samt var dýrlegt að sjá þau í gærkvöldi, þótt þau væru að sjálfsögðu ekki nema brot af dýrð þeirra úti á landi, enda njóta þau sín ekki aðeins betur þar, heldur verða þau tvöfalt magnaðri þegar stjörnuhiminninn er bjartur og tær eins og var í hinu einstaklega tæra veðri, sem var á stórum hluta landsins í gær.

Í september er sólin það lágt á lofti yfir hádaginn, að henni tekst ekki að hita landið eins mikið upp og um hásumarið, en í júní og júlí kólnar hið heita loft þegar það stígur upp frá jörðinni og myndar ský og stundum samfelld skúraský sem byrgja fyrir sólu.

Þar að auki er sólin í margar klukkustundir að fara hæfilega lágt yfir himinninn  til þess að viðhalda skuggum, sem eru eftirlæti ljósmyndara og kvikmyndagerðarmanna, en um hásumarið er það aðeins snemma á morgnana og seint á kvöldin sem birtan er þannig.

Norðurljósin og stjörnuhiminninn eru náttúruverðmæti, sem varla verða metin til fjár nema fyrir þá sem laða ferðafólk til landsins til þess að njóta þessarar ólýsanlegu upplifunar sem fær suma til að fella tár.  


mbl.is Himnasýning við Elliðavatn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í Sörlaskjólinu í Reykjavík sjást stjörnur og norðurljós vel á heiðskírum himni.

Þar ríkir fegurðin ein.

Þorsteinn Briem, 20.9.2012 kl. 13:24

2 identicon

Sælir, var á ferðinni í Skagafirði seint í gærkvöldi og þar mátti líkja norðurljósunum við tunglskin svo björt voru þau. En endasmellurinn var loftsteinninn sem sprakk líklega á svæðinu, mátti halda að einhver hefði smellt af myndavél með flassi af stærstu gerð.

Var þá að nálgast Sauðárkrók og bróðir minn sem var staddur rétt hinum vid Þverárfjallið sá sömu sýn. Svona var maður nú heppinn að vera ekki staddur í raflýsingunni!

Daníel (IP-tala skráð) 20.9.2012 kl. 14:28

4 identicon

Íslenskan er alltaf skemmtileg

"en honum tókst fyrir tilviljun að ná mynd af loftsteini þar sem hann stóð við Elliðavatn og naut þess að horfa á norðurljósin á heiðum kvöldhimninum".

Það er ekki oft sem menn ná myndum af loftsteini spóka sig í kvöldkyrrðinni og dást að norðurljósunum :)

jónas (IP-tala skráð) 20.9.2012 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband