Aðalmálið: Hver "lak"?

Þegar það gerist eftir margra ára þöggun að "trúnaðarskjali var komið á ólögmætan hátt" til fjölmiðils" verður það eins og venjulega gert að aðalatriði málsins, en ekki innihald skjalsins eða mikilsverðar upplýsingar til allmennings, sem það inniheldur.

Þetta er frekar regla en undantekning þegar svona mál eiga í hlut og má nefna ótal dæmi.

 Enn er í minni "litli Landssímamaðurinn" sem var látinn gjalda fyrir "afbrot" sitt þegar hann "lak" mikilvægum upplýsingum út úr fyrirtækinu.  

Upplýsingar "láku" frá heilbrigðiseftirliti á Suðurlandi fyrir allmörgum árum um mikiilsvert mál og það var gert að aðalatriði þess máls.

"Deep throat", heimildarmaðurinn í Watergate-málinu varð langáhugaverðasta persónan í því máli.

Sjómaður "lak" fyrstu frásöginni af brottkasti í sjónvarpsviðtali í Kaffivagninum 1986 og var rekinn morguninn eftir.

Einn stærsti leki síðustu missera, Wikileaks, ber lekann í nafni sínu og forsprakkinn er hundeltur fyrir vikið og hermaðurinn sem "lak" mynd af stríðsglæp í Bagdad og fleiru slíku fær að finna til tevatnsins.  


mbl.is Trúnaðarskjali lekið til Kastljóss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki meira áhugavert að það skuli geta runnið 4 miljaraðar úr ríkiskassanum án þess að fjárlaganefnd hafi hugmynd um það?

Eða á hún bara að skipta sér af smálánum og bókhaldi einstakra frambjóðenda

Grímur (IP-tala skráð) 25.9.2012 kl. 10:19

2 identicon

Ríkisendurskoðandi virðist vera vanur að stinga svörtum skýrslum undir stól. Hvað eru þær eiginlega margar?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 25.9.2012 kl. 10:35

3 Smámynd: Matthildur Jóhannsdóttir

Rétt hjá þér Ómar, þessar tilraunir til að dreifa sökinni á þann sem segir frá, eru ekki samboðið þroskuðum einstaklingum .

Og minnir mig stundum á börninn mín sem ekki eru kominn á fermingaraldur.

Ég held stundum að þeir sem gera það, fatti ekki hversu kjánalega þeir koma fyrir.

Annars er siðgæðið á Íslandi mjög lágt. Mér var tjáð úti á götu í gær að fyrrum yfirmaður minn sem stundaði það í nokkur ár að stela af laununum okkar og var dæmdur fyrir.(Skólastjóri)Hefði verið úthlutað Fálkaorunni.

Það var gömul þula sem móðir mín notaði oft sem kom í huga minn.:

Stelirðu litlu og standir þú lágt, beint í steininn ferðu.

Stelirðu miklu og standir þú hátt

í stjórnar-ráðið ferðu.

ferðu.

Matthildur Jóhannsdóttir, 25.9.2012 kl. 10:45

4 Smámynd: Jón Magnússon

Slæmt að fá þessa athugasemd frá Ríkisendurskoðun ásamt fullyrðingum um að þjóðaröryggi væri e.t.v. í hættu af því að þessi gamla skýrsla var komin í hendur Kastljósmanna. Þetta minnir því miður á gamla Sovétið.

Jón Magnússon, 25.9.2012 kl. 10:46

5 identicon

Íslensk stjórnsýsla er ónýt, einskis virði. Ég held satt að segja að innbyggjarar geta þetta ekki. Við verðum að leita eftir aðstoð, einhver verður að halda í hendina á óvitanum. EU og Evran er líklega okkar eina von.  

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 25.9.2012 kl. 11:00

6 Smámynd: Sævar Óli Helgason

Þegar fjölmiðill í frjálsu vestrænuríki tekur akkúrat þennan pól í hæðina... Þá er bara eitthvað að...

Hvar er þjónustan við almenning og almannahagsmuni...?

Mbl ætti frekar að fagna lekanum... Því þá þora fleiri að koma fram með sannanlega spillingu stjórnkerfisins, en ekki hálfkveðnar vísur...

Sævar Óli Helgason, 25.9.2012 kl. 11:35

7 identicon

Góð og vel unnin umfjöllun hjá Kastljósi hér á ferðinni.  Meira af þessu tagi.  Ekki veitir af.

Ég er nú ekki hissa á þessu.  Þetta viðgengst víð og er því miður enn í gangi.  Nýjasta dæmið heitir "Vaðlaheiðargöng"  Þar er fjáraustur að fara í gang á kostnað okkar skattgreiðenda, þar sem Alþingi tekur að auki alla varnagla lag um ábyrgðir og lánveitingar ríkisins úr sambandi til að koma glæpnum í gegn.  

 Höfundar þess gerningar eru Kristján L. Möller, sem þá var stjórnarmaður í fyrirtækinu sem lánið á að fá og Þórhallur Arason, skrifstofustjóri Fjárreiðu og eignaskrifstofu fjármálaráðuneytisins.  Þórhallur er bróðir Sveins Arasonar ríkisendurskoðanda og ég gat nú ekki betur séð en að nafn hans hafi verið á einhverjum af þeim pappírum sem sýndir voru í umfjöllun Kastljóss í gær.  Það gæti skýrt þessar miklu tafir......

Ríkisendurskoðun hafnaði beiðni umhverfis og samgöngunefndar um að skoða forsendur Vaðlaheiðarganga.  Í framhaldi yfirtók fjármálaráðuneytið að troða Vaðlaheiðargöngum í gegn í samvinnu við atvinnumálaráðuneyti, sem er stýrt af þingmanni kjördæmisins sem göngin eru í, ásamt formanni fjárlaganefndar, sem einnig er úr sama kjördæmi.  Já, ekki gleyma því að stjórnarþingmaðurinn í Vaðlaheiði hf. er einnig úr því kjördæmi. 

 Ráðuneyti vegamála og þingnefnd samgöngumála er haldið utan við málið, þar sem þaðan komu faglegar athugasemdir.  Það væri fróðlegt ef Kastljós eða aðrir fjölmiðlar köfuðu aðeins í ástæður og stöðu Vaðlaheiðarganga í framhaldinu.  Mig grunar að framúrkeyrslan sé nú þegar komin í gang, umfram heimildir Alþingis.

Það er kominn tími til að við tökum upp opin og fagleg vinnubrögð í stjórnsýslunni og á Alþingi.  Svonalagað verður að hætta og það strax. 

Höfum við virkilega ekkert lært af hruninu...

Ólafur Guðmundsson (IP-tala skráð) 25.9.2012 kl. 11:56

8 identicon

Þarna hefur spillingin og yfirhylming grasserað í áratug eða svo, 4 þúsund milljónir í það minnsta farnar í kjaftinn á Advania.
Gamla ísland er í fullu fjöri, hefur faktískt aldrei verið sprækara en einmitt núna

DoctorE (IP-tala skráð) 25.9.2012 kl. 11:56

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Upp er runninn tími "litla ríkisendurskoðandans"!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.9.2012 kl. 12:54

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"Þess má raunar geta að tölur þær sem nefndar voru í umfjöllun Kastljóssins er að finna í fjárlögum og ríkisreikningi og hafa því lengi verið opinberar upplýsingar."

Segir Ríkisendurskoðun. Upphæðin var opinber en ekki að hún fór í að borga rekstrarkostnað sem var ekki til. Með þessu svari sínu gerir Ríkisendurskoðun sig að grunuðum sakborningi fyrir yfirhilmingu.

En samanburður þinn Ómar á ýmsum lekum er ekki raunhæfur. Sagt er að sumt af. því sem wikileaks hefur látið frá sér, ógni öryggi, lífi og limum fólks, jafnvel ættingja þeirra sem málið varðar. Það getur ekki verið réttlætanlegt

Gunnar Th. Gunnarsson, 25.9.2012 kl. 12:56

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hvað ætli leynist margir svona tréhestar í stjórnsýslunni?  Það þarf að fara í gegnum það algjörlega, fólk sem hefur fengið vinnuna út á klíku, frændsemi en ekki þekkingu, reynslu eða dugnað?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.9.2012 kl. 13:38

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

"24. October 2005

Least corruption in Iceland


Iceland ranks #1 of 159 countries
included in the Transparency International Corruption Perceptions Index 2005.

Iceland's CPI 2005 score of 9.7 and CPI 2004 score of 9.5 is the top score overall."

News - Least corruption in Iceland

Þorsteinn Briem, 25.9.2012 kl. 14:25

13 identicon

Það er ekki neinn einn maður á bakvið svona svínarí. Þarna taka einhverjir höndum saman og raka að sér almannafé.
Litli endurskoðandinn r búinn að kæra leka um glæpastarfssemina, hann telur lekann verri en glæpinn.. að auki vann bróðir hans við hugbúnaðraþróun hjá Skýrr og annar bróðir hans hjá fjármálaeftirliti.
Málið verður meira og meira spúkí

DoctorE (IP-tala skráð) 25.9.2012 kl. 14:28

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íslendingar álitu sjálfa sig nær ekkert spillta fyrr en haustið 2008, þegar íslensku bankarnir og Seðlabanki Íslands urðu gjaldþrota undir "stjórn" Hádegismóra.

Þá fyrst urðu Íslendingar gjörspilltir, eins og hendi væri veifað.

"Manntal var tekið fyrir allt Ísland árið 1703.

Íbúar voru þá 50.358, margir mjög fátækir."

Og Íslendingar hafa aðallega átt börn með öðrum Íslendingum, enda langflestir náskyldir hver öðrum
.

Þorsteinn Briem, 25.9.2012 kl. 15:01

15 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Já hver er lekandinn?

Er e.t.v. íslenskur Bradley Manning í uppsiglingu?

Guðmundur Ásgeirsson, 25.9.2012 kl. 15:36

16 identicon

Reka alla þessa greindarskertu blýantsnagara og ráða Pólverja í þeirra stað.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 25.9.2012 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband