Lögmálið um "neysluhvata."

Að sjálfsögðu ber hver maður ábyrgð á því sjálfur hvað hann borðar. En hinu er ekki að leyna að matarlyst og matgræðgi lúta að sumu leyti svipuðum lögmálum og neysla fíkniefna, þ. e. að því sýnilegri og aðgengilegri sem fíkniefnið er, því meiri hætta er á því að fíkillinn falli fyrir freistingunni.

Þess vegna er í fullri alvöru rætt um það að mataskammtar á veitingastöðum og skyndibitastöðum séu of stórir og freisti fólks til að borða meira en hollt er fyrir það.

Þekkt er, að fyrst eftir "meðferð" þarf fíkillinn að forðast eftir því sem unnt er að lenda í aðstæðum þar sem fíkniefnin og neysla þeirra er mikil.  


mbl.is Þótti bjóða upp á of góðan mat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

jújú =)

Sleggjan og Hvellurinn, 7.10.2012 kl. 05:16

2 identicon

Einhvern veginn finnst mér þú alveg missa af grunnpunktinum í fréttinni.  Þarna er jafnaðarmennskan niður á við en ekki upp á við. Frumkvæði og dugnaður einstaklings er troðinn í svaðið. Allir eiga að vera eins, lægsti samnefnarinn er að lokum það sem gildir!    Í stað þess að önnur skólamötuneyti bættu sig og reyndu að gera eins vel, þá er slegið á puttana á því sem skarar fram úr.

   Minnir dálítið á sögur af íslenskum sem fara í vinnu til Noregs og eru vinsamlegast beðnir um að klára ekki verkefni dagsins fyrir hádegi! 

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 7.10.2012 kl. 09:05

3 identicon

Bjarni - mikið rétt. Sænska samfélagið er grátlegt og einmitt út af þessari aumingjastefnu sem hefur ríkt í áratugi. Jantelagen.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 7.10.2012 kl. 09:52

4 identicon

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 7.10.2012 kl. 10:48

5 identicon

Þarna er greinilega duglegur og sniðugur kokkur á ferð, og er að bjóða upp á hollt og heimagert. Sem kokksi myndi ég segja tilmælendum að éta það sem úti frýs, svo lengi sem ekkert hankast á að fara fram úr kostnaðaráætlun. Og hananú!

Get reyndar nefnt það að sjálfur ég, sem er í gistiþjónustu, hef fengið pillur fyrir að vera of ódýr miðað við kostinn.......

Jón Logi (IP-tala skráð) 7.10.2012 kl. 13:10

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gaman að þessum ofurmennishugmyndum Íslendinga um sjálfa sig.

Íslendingar almennt afkasta litlu á hverri klukkustund og framleiðni hér á Íslandi er því ekki mikil.

Laun í dagvinnu eru hér lág og því hafa menn viljað vinna sem mesta yfirvinnu en eru orðnir þreyttir á kvöldin.

Íslendingar almennt hafa því haft mun minni tíma með fjölskyldu sinni en aðrir Norðurlandabúar, sem kunna að skipuleggja sína vinnu, þannig að þeir afkasti sem mestu á hverri klukkustund.

Þar af leiðandi er hægt að greiða þeim mun hærra tímakaup í dagvinnu en menn fá greitt hér á Íslandi.

Og frægar eru sögurnar af Íslendingum sem héngu fram á skóflurnar í Bretavinnunni hér á Íslandi í Seinni heimsstyrjöldinni.

En sem betur fer eru til harðduglegir Íslendingar, sem kunna að skipuleggja sína vinnu eins og til að mynda Svíar og Norðmenn.

Og þeir eru að sjálfsögðu eftirsótt vinnuafl hvar sem er í heiminum.

Þorsteinn Briem, 7.10.2012 kl. 14:41

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Í skýrslu forsætisráðherra frá sl. vori kom skýrt fram að ástæða launamunar milli Danmerkur og Íslands er að framleiðni er mun meiri í Danmörku.

Þetta kom meðal annars fram í áætlunum um landsframleiðslu á vinnustund.

Í ljós kom að Ísland var í svipuðu sæti meðal OECD-ríkja bæði þegar tímakaup var skoðað og áætluð landsframleiðsla á unna klukkustund."

(Á Alþingi 1996-1997.)

Þorsteinn Briem, 7.10.2012 kl. 15:04

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Athugasemd mín snýst ekki um hollustu matarins og því fer fjarri að ég amist við því að maturinn sé hollur og góður.

En stærsta heilbrigðisvandamál samtímans er offita og þess vegna hafa menn, ekki í Svíþjóð, heldur í landi frelsisins, Bandaríkjunum, komist að því að það hefur áhrif að fita, orka og magn sé ekki í alltof stórum mæli í matarskömmtum, sem reiddir eru fram.

Ómar Ragnarsson, 7.10.2012 kl. 15:06

9 identicon

Þarna var um að ræða GRÆNMETI framreitt á skemmtilegan hátt, og heimagert brauð. Sumsé, minnka grænmetið, auka hvítu (t.d. með kjöti eða eggum kannsk?i!), og taka verksmiðjuframleitt brauð inn í staðinn fyrir heimabakað.
Þetta er fáheyrður fávitaskapur, og í raun aðhlátursefni. Það verður þarna að líkindum fórnað hollara fæði og lystugra fyrir verra, bara svo að það geti bragðast verr.

Ó, - ég var í námi í Svíþjóð og þá í mötuneyti. Var alltaf hissa á því hvað það var mikill sykur í bakaríisbrauðinu. Það virtist vera standard og erfitt að finna leið framhjá. Mjólk var að skornum skammti, og alltaf svert sykurskert, en mikið af framleiðslubakkelsi með morgunkaffinu (sem bauð upp á dísæta djúsa í ómældu magni, en kannski bara 2 l af mjólk oní 100 manns, - og það á landbúnaðarháskóla!!!!). Komst að því þá og þegar að mötuneytismenning þeirra kóna væri eitthvað mikið áfátt.

Jón Logi (IP-tala skráð) 7.10.2012 kl. 17:21

10 identicon

Kalkskortur og beinþynning er landlæg hjá svíum. Mólk hefur veri talin ein mesta óhollusta þar í áratugi og súpa gamlingjar seyðið af því í dag. Þeir eiga heimsmet í beinbrotum. 2 l. fyrir 100 pers. og trúlega afgangur eftir máltíðir. Annað merkilegt var, að ég fann aldrei ætt brauð í landinu og hvað þá kökur í öll ár. Það eina sem var ætt var Napolion-rjómakaka og Prinsessuterta. Annað var óætt. En svo eru þeir snillingar í sjávarréttar-salödum og brauðtertum.

Það er margt skrýtið í Svíaríki.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 7.10.2012 kl. 18:40

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Ísland var með þeim Evrópulöndum þar sem tíðni ofþyngdar/offitu var hvað hæst (Yngve o.fl., 2007).

Ofþyngd/offita barna er vandamál á Íslandi en á heimasíðu Landlæknisembættisins kemur fram að gróflega megi áætla að um fimmtungur íslenskra barna sé of þungur (Landlæknisembættið, 2009)."

Samkvæmt "rannsókn Janssen og félaga (2005) [...] er tíðni ofþyngdar/offitu barna í Norðurlandaríkjunum Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð á bilinu 10-15%."

Ofþyngd og offita grunnskólabarna

Þorsteinn Briem, 7.10.2012 kl. 19:24

12 Smámynd: Matthildur Jóhannsdóttir

Steini það er hár rétt hjá þér með Íslendinga. Hluti af vandanum er að Þeir koma illa sofnir í vinnuna og eru á hálfum snúning þess vegna. Þegar ég var í námi sá ég fólk sem hafði vakað tvo sólahringa við að klára verkefni á seinustu mínótu og gerði svo óteljandi villur og hreifðu sig eins og Zombiar í bíómindum.

Ég er í miklum vanda með annað barnið mitt. Að minka sykur í fæðunni hjá honum er hrikalega flókið mál. Sykurinn í matnum kallar á meira át. Og barnið er orðið 50kg. bara 9 ára gamall. Ég er sendi þau alltaf í skólan með ávexti og tók þau úr skólamatnum, það var einfaldlega og mikið af upphituðum mað fullum af aukaefnum og enginn stýring, þau gátu borðað óhollt og sleppt hollu.

Svo rámar mig að fossætisráðherran Sænski og ríkistjórninn séu hægri menn. Svo ég er ekki að skilja umræðuna um jafnaðarmensku niður á við. Er það ekki eitthvað sem var fyrir nokkrum áratugum? Skrepp næstu helgi til Stokkhólms og skoða menninguna.

Matthildur Jóhannsdóttir, 11.10.2012 kl. 11:25

13 Smámynd: Matthildur Jóhannsdóttir

Ómar ég hef alltaf haft mikla virðingu fyrir þér, þú þorir, villt og getur.

Flest af okkur þora ekki.

Örfá vilja ekki (stangast á hagsmuni) og svo erum við nokkur sem höfum ekki getu til. Þinn hópur er mjög fámennur.

Svo ég sendi þér stórt knús. (Og ef það er ekki leifilegt að senda ókunnugum manni knús á netinu, þá er það hér með gert leifilegt.)

Matthildur Jóhannsdóttir, 11.10.2012 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband