Öðruvísi var það fyrir átta árum.

Fyrir átta árum vantaði ekki að íslensk stjórnvöld hefðu samvinnu við erlend í að æfa viðbrögð við hryðjuverkum, enda kannski ekki furða eftir 11. september 2001 og þá hryðjuverkavá, sem þá var talin steðja að Vesturlöndum.

Hefði mátt ætla að eitthvað hefði verið gert sem tengdist þeirri vá en það var nú eitthvað annað.

Haldin var mikil samhæfð æfing til að bregðast við þeirri mestu hættu og vá sem steðjað gæti að Íslandi, en hún fólst þá að mati ráðamanna í því að "umhverfishryðjuverkamenn" væru þar framar sjálfum Osama bin Laden og útsendurum hans í að ógna lífi og limum landsmanna.

Voru æfð mikil og víðtæk viðbrögð við því að umhverfishryðjuverkamenn væru að störfum á Íslandi.

Ég hef áður greint frá rökstuddum grun um að símar ótrúlegustu manna hér á landi hefðu verið hleraðir síðsumars 2005 sem hluti af þessum mikla viðbúnaði en af viðbrögðum við þeim upplýsingum mínum að dæma virðist mönnum finnast sama um það og láta sér vel líka tilhugsunin um símhleranir hjá hverjum sem er.

Það er því varla að undra að útsendurum FBI hafi fundist það sjálfsagt mál að taka þráðinn upp, hafi hann þá nokkurn tíma slitnað. Hljóta þeir að hafa orðið steinhissa á því að rekast á tregðu gagnvart þeim að þessu sinni.


mbl.is Stöðvaði samstarf við FBI
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Einhverjum umhverfisnötturum var og er jafnvel enn trúandi til að sprengja Kárahnjúkastífluna. Það þurfa að vera til úrræði til að koma í veg fyrir slíkt.

Það er fullt af kjánum þarna úti sem halda að þeim verði klappað á bakið líkt og þeim er sprengdu Laxárstífluna.

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.1.2013 kl. 02:12

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Til Ömma frænda komu Kanar,
kynbombur frá FBI,
sögðust góðu vera vanar,
vildu bara Andra Snæ.

Þorsteinn Briem, 31.1.2013 kl. 03:11

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þeir komu ekki hingað með fyrirfram vitun íslenskra stjórnvalda, sem er lykilatriði.

Hugsanlega leituðu þeir aldrei upplýsts samþykkis. Höfðu þá ekki séð "Fáðu Já".

Staðreyndin er að Ögmundur gerði rétt og kom í veg fyrir njósnir erlendra útsendara innan íslenskrar lögsögu, en annars hefði hann líklega gerst brotlegur við landráðakafla íslenskra hegningarlaga.

Svo bláköld og opinská tilraun erlendra útsendara til að komast inn fyrir lögsögu Íslands og stunda þar njósnir, er gróf móðgun við fullveldi Íslands.

Guðmundur Ásgeirsson, 31.1.2013 kl. 04:06

5 identicon

Er það nú síðasta hálmstráið eftir tapað Icesave og stjórnlagaruglið á leið í vaskinn að hefja upp upphrópanir um símahleranir. Hélt þessi fillirísfyrra Jóns frænda væri orðin úrelt.

Karl Jónsson (IP-tala skráð) 31.1.2013 kl. 09:44

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Karl Jónsson,

Þú heldur náttúrlega að íslenska ríkisstjórnin og Ómar Ragnarsson hafi tapað Icesave-málinu og fagni því ekki niðurstöðunni í því máli.

Reyndu nú að tjúnna greindarvísitöluna upp í skóstærð, elsku kallinn minn.

Íslendingar vissu ekki hvernig dómur EFTA-dómstólsins yrði í þessu Icesave-máli og virtust almennt vera mjög undrandi á niðurstöðunni.

Þorsteinn Briem, 31.1.2013 kl. 10:05

7 identicon

Mikið hlýtur Ómar að vera stoltur af hirðfíflinu sínu. Þessi gáfnabrekka og röksemdagnátt, loðir við hann eins og manni Gustafsberg.

Karl Jónsson (IP-tala skráð) 31.1.2013 kl. 11:54

8 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Mjög óraunhæfur tel eg ótta Gunnars um að Kárahnjúkastíflan verði rofin. Til þess þyrfti að komast inn í innviði stíflunnar og koma fyrir töluvert miklu magni af öflugu sprengiefni til þess að tjón geti orðið af.

Eigi veit eg hversu veikleikar stíflunnar eru enda enginn fagmaður á þessu sviði.

Guðjón Sigþór Jensson, 31.1.2013 kl. 17:26

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Á suðupunkti kom hér Karl,
og kveðju sendi fagra,
hann í steypu herti jarl,
og Helga einnig magra.

Þorsteinn Briem, 31.1.2013 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband