Súkkurnar lengi lifi !

Þegar ég tengi inn á frétt á mbl.is til að skoða fljúgandi Súkkurnar, sem þar eru sýndar get ég borið Súkkujeppum það vitni að þeir eru aldeilis óborganlegir bílar, ódrepandi, einfaldir og ótrúlega léttir, liprir og sparneytnir. 

IMG_3014

Fyrsta Súkkan mín var Fox, 85 970cc, sem ég notaði í nokkur ár, en varð svo að beygja mig fyrir of miklu ryði í honum. Þessum litla jeppa bregður þó fyrir á Hálsinum þar sem Hálslón er nú í myndunum "Á meðan land byggist" og "In memoriam".

Keypti hann upphaflega fyrir 20 þúsund kall. 

Hann lætur ekki mikið yfir sér, sá rauði litli hér á myndinni. 

IMG_1957

 

DSC00163

Ég notaði Svartan Samurai í mörg ár út um allt land sem ferðabíl og gististað, einkum á Austurlandi, en á myndinni er hann á Egilsstðöðum.

Sagt er frá honum og lífi mínu í þeim bíl í grein um Kárahnjúkavirkjun í National Geographc 2007.

Þessi Súkka er ógangfær nú en bíður síns tíma. 

Nokkrum gömlum Súkkum hefur skolað til mín síðustu tólf ár og af þeim held ég mest upp á Suzuki Fox ´86 fornbíl, minnsta jöklajeppa landsins, með 101 hestafla Swift GTI vél, sem er meira en nóg fyrir 940 kílóa bíl.

Það er sá litli rauði efst á síðunni.  

Á 32ja tommu dekkjum án brettaútvíkkana er hann með 94% flot á snjó samkvæmt flotformúlu, sem ég hef sett fram og hefur reynst gefa rétta mynd.

Til samanburðar má nefna að nýr breyttur Toyota Hilux á 38 tommu dekkjum er með ca 75-80% flot.

P1013572

Á meðfylgjandi mynd sést Súkkutítlan við hliðina á "eðlilegri stærð" af jeppa, sem þó ætti ekkert í þann stutta í snjó eða á jökli, þyrfti að vera á 38 eða 44 tommu dekkjum til þess.  

Þessi litla jöklasúkka hefur farið í tvær langar ferðir þvers og kruss um Vatnajökul með Jöklarannsóknafélaginu og hefur á stundum gefið þrefalt og fjórfalt þyngri og stærri bílum langt nef.  

Af jeppum síðustu aldar tel ég Fox og Mercedes Benz G best hönnuðu jeppana. Þá tek ég mið af mikilvægasta hluta jeppa, sem er undirvagninn.

Þegar horft er undir Fox og Benz G er líkt og hönnuðirnir hafi dregið línu þvert á milli hjólanna og ákveðið að enginn hluti undirvagnsins skagaði niður fyrir öxlana þegar bíllinn væri hlaðinn, en einnig að allir hlutar driflínunnar og undirvagnsins væru samt í sem minnstri hæð frá jörðu til þess að hjálpa til við að halda þyngdarpunkti bílsins sem neðst.

Þess vegna standast drifkúlurnar að framan og aftan á, sem og svinghjólið. Pústkerfi og bensíngeymri eru nákvæmlega nógu hátt frá jörðu til þess þau skagi samt ekki niður fyrir öxlahæðina þegar bílinn er hlaðinn.

Einn bíll, Range Rover, var svona hannaður 1970, og var afburða vel gerður, mið svipaðri grunnhugsun og Fox og Benz G. En því miður var eins og hönnuðirnir hefðu gleymt einum litlum hlut, þannig að þegar þeir sýndu undirvagninn í fyrsta sinn, hafi komið maður hlaupandi og sagt:

"Afsakið þið, en hér er ég með millibilsstöngina sem hefur gleymst. En hún liggur lægra en framöxullinn." Að öðru leyti er undirvagninn fullkominn.  

Suzuki Vitara var á grind þegar hann kom fram en samt léttari en jafnstórir grindarlausir jepplingar. Tær snilld, Súkkan sú.

En því miður hljóðkútuirinn illu heilli aðeins nður fyrir öxulinn. Og á lang flestum jeppum síðari ára er of lágt undir bensíngeymana á jeppum, þegar þeir eru hlaðnir.

Suzuki Fox er með fjaðrirnar undir öxlunum, en þær eru svo næfurþunnar, að þær skaga ekki meira niður en venjuleg demparafesting á bíl, sem er með fjöðrunina ofan á. Ég tel alrangt og óþarfa að setja fjaðrirnar upp á öxlana, - þá verður bíllinn of valtur og missir grip í halla. 

P1010219

Ég á einn af 2-3 blæju Vitarabílum landsins, amerísku gerðina (Geo Tracker).

Hann er styttri gerðin að sjálfsögðu, aðeins 1220 kíló og er á 35 tommu dekkjum, sem gefur honum flot á snjó á við það allra besta sem þekkist í bransanum, 100% flot.  

P6240128

Hann er ekki í umferð núna en sést hér á mynd í Öxnadal árið 2011 á leið til Sauðárflugvallar í samfloti við Jimny Helgu, konu minnar, en þar þjónaði hann það sumar sem flugvallarbíll.  

Einnig á ég Vitara´92 styttri gerðina, á 33ja tommu dekkjum sem gefur honum nægt flot (85%) til að vera samferða flestum jöklajeppum.  

P6220056

Eins og áður sagði á Helga minnsta alvöru jeppann sem er á markaðnum, Jimny 2006, arftaka Fox og Samurai.

Ég er stoltur af því að konan mín skuli vera jeppastelpa með góðan smekk.

Á meðfylgjandi mynd sjáumst við á lftadalsleið austan Fagradals og Herðubreiðar í fyrrasumar á leið á Sauðárflugvöll til að skilja þann svarta þar eftir sem flugvallarbíl og samtímis í vikmyndatökuferð fyrir myndina "Akstur í óbyggðum." 

 

 


mbl.is Að stökkva á Súkku er góð skemmtun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gott oft sýnir Ómar agn,
sinn undirvagn,
ætíð mikið gerir gagn,
það gríðarmagn.

Þorsteinn Briem, 7.3.2013 kl. 22:29

2 identicon

Sæll Ómar!

Ég veit að þú átt safn af bílateikningum, bílum sem þú hannaðir. Hefur þér aldrei dottið í hug að gefa þessar teikningar út með umfjöllun og skýringum. Þú hefur sýnt (finnst mér) að hægt er að skrifa um bíla með svo margvíslegum og áhugavekjandi hætti að ég tali nú ekki um þegar menn tala orðið af tæplega sextíu ára reynslu. Ymiskonar vatnaskil í framleiðslu eru áhugaverð eins og óslítanlegi krossliðurinn, rafkveikjan, gleymd snilld eins og Citroen DS, lárétta dúnfjöðrunin á rússajeppunum. stangafjöðrun og minibílar sjötta og sjöunda áratugarins eins og Prinsinn þinn osfrv. osrfv. 

stefan benediktsson (IP-tala skráð) 8.3.2013 kl. 00:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband