Nægur tími.

Vorið 2009 sat Alþingi að störfum þangað til viku fyrir kosningarnar 25. apríl og þing var ekki rofið fyrr en á kjördegi. Bæði þá og nú þurfti að afgreiða stórmál og jafnvel enn frekar nú en þá.

Stjórnarskrármálið hófst fyrir rúmum fjórum árum fyrir kosningarnar þá og þá strax hófu Sjálfstæðismenn málþóf sem tafði það og kom í veg fyrir að hægt fara þá leið sem skilaði því best áfram.

Í fjögur ár hefur sömu aðferð og öðrum svipuðum verið beitt linnulítið til þess að tefja fyrir málinu þangað til þannig væri komið að það væri fallið á tíma, eins og nú er haldið fram.

Þó hefur líklega ekkert mál fengið jafn merkilega, ítarlega og vandaða meðferð og nýja stjórnarskráin og það er ekkert að vanbúnaði hjá þinginu að afgreiða málið fyrir kosningar, éf raunverulegur vilji er fyrir því að virða úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar um stjórnarskrána.  


mbl.is Valgerður: Mér er ómögulegt að þegja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ómar margt hann telur tuð,
tuðar mest þó sjálfur,
verst af öllu Sjallasuð,
og Saari hann er hálfur.

Þorsteinn Briem, 11.3.2013 kl. 15:53

2 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Ómar, hefur þér ekki skylist að þetta plagg sem þú nefnir drög að stjórnarskrá (stjórnarskrá er rangnefni) á að þjóna sem GRUNNLÖG fyrir íslenska lýðveldið og verður því að vera skýr og skorinorð í alla staði. Þessi óskapnaður sem borin var í hvert hús fyrir alsherjar skoðunar könnun stjórnarinar er allt annað en skýr og hægt er að hártoga næstum hverja setningu. Enda hafa allir fróðir menn innlendir sem erlendir lýst furðu sinni á fyrirbærinu.

Grunnlög eru og verða aldrei óskalisti fyrir forpokaða Sósialista.

Leifur Þorsteinsson, 11.3.2013 kl. 16:09

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

12.2.2013:

Eiríkur Bergmann Einarsson, sem sæti átti í Stjórnlagaráði:

"Langþráð álit Feneyjanefndarinnar svokölluðu, sem ráðleggur um nýjar stjórnarskrár aðildarríkja Evrópuráðsins, var birt í dag.

Þar kennir ýmissa grasa, ýmsu hrósað og athugasemdir gerðar við annað. Eins og gengur.

Nokkrar athugasemdir eru til að mynda gerðar við forsetaembættið sem nefndin telur þó að breytist lítið að eðli og inntaki í nýju stjórnarskránni.

Nefndin veltir því upp hvort betur kunni að fara á því að stjórnmálamenn og jafnvel sveitastjórnarmenn að auki velji forsetann í stað almennings, eins og nú er.

Þá telur nefndin að málskotsréttur forseta (sem hér hefur lengi verið í gildi) sé sérkennilegur og að heppilegra geti verið að hann vísi málum til lagalegrar nefndar sem meti stjórnarskrárgildi laganna eða þá aftur til Alþingis.

Svo má nefna að Feneyjarnefndin telur að betur fari á því að þingmenn einir breyti stjórnarskrá, helst með auknum meirihluta en að óþarfi sé að bera stjórnarskrárbreytingar undir þjóðina, eins og Stjórnlagaráð leggur til."

Álit Feneyjanefndarinnar á frumvarpi Stjórnlagaráðs

Þorsteinn Briem, 11.3.2013 kl. 16:12

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Þjóðfundur um stjórnarskrá var haldinn í Laugardalshöll 6. nóvember 2010.

Fundinn sóttu 950 manns af landinu öllu, frá 18 ára til 91 árs, og kynjaskipting var nánast jöfn.
"

Niðurstöður Þjóðfundar 2010

Þorsteinn Briem, 11.3.2013 kl. 16:13

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Enda þótt kosningar til stjórnlagaþings hafi verið ógildar haggar það ekki þeirri staðreyndmeirihluti kjósenda í gildri þjóðaratkvæðagreiðslu vill að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá.

Þeir sem sátu í stjórnlagaráði fylgja engan veginn allir núverandi ríkisstjórnarflokkum að málum.

Og tillögur stjórnlagaráðs eru hvorki vinstrisinnaðar né hægrisinnaðar.

"Niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslu hinn 20. október 2012 um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga og tiltekin álitaefni þeim tengd var lýst á fundi landskjörstjórnar 29. október 2012.

Engar kærur bárust um ólögmæti atkvæðagreiðslunnar.
"

Niðurstaða talningar atkvæða við þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október síðastliðinn um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga:

1. Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?


Já sögðu
75.309 eða 67,5%, rúmlega tveir þriðju.

Og hvar kemur fram að allir sjálfstæðismenn og framsóknarmenn hafi ekki tekið þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni?!

Þorsteinn Briem, 11.3.2013 kl. 16:15

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Allir fróðir menn, bæði innlendir og erlendir, hafa lýst furðu sinni." Þetta er alrangt, bæði hvað snertir innlenda og erlenda fróða menn. Eða geturðu nefnt mér einhvern erlendan fræðimann sem hefur "lýst furðu sinni."

Hingað hafa verið fengnir sumir bestu fáanlegu erlendir sérfræðingar eins og Tom Ginsburg sem hafa lýst ánægju sinni með nýju stjórnarskrána.

Ómar Ragnarsson, 11.3.2013 kl. 22:01

7 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Öll heila Feneyjanefndin og flest allir fræðimenn íslenskir sem hafa fjallað um "Óskalistan"

og eru fróðir um lagatexta.

Leifur Þorsteinsson, 12.3.2013 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband