Svipað ástand og hjá okkur 2008.

Bankakerfið á Kýpur er að stærð sem nemur áttfaldri landsframleiðslu. Kannast einhverjir Íslendingar við þetta? Jú, þetta hljómar kunnuglega, en við heyrðum þessa tölu fyrst þremur vikum fyrir Hrun, og þá hafði íslenska bankakerfið í raun verið hrunið í tvö ár, en ástandinu leynt fyrir þjóðinni.

Hefði komið til greina 2008 að leggja drjúgan skatt á innistæður umfram tvær milljónir í íslenskum bönkum, en það hefði jafngilt að verðgildi tæpum fjórum milljónum nú ?

Nei, örugglega ekki. Vegna þess að þær stóru inneignir áttu helstu burðarásar þáverandi stjórnarflokka en heimili venjulegs fólks ekki.


mbl.is Umdeild skattlagning á sparnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Venjulegt fólk" átti einmitt innistæður í bönkum hér á Íslandi árið 2008.

En "burðarásar þjóðfélagsins" skulduðu þá gríðarlegar fjárhæðir, eins og dæmin sanna.

"Venjulegt fólk" hélt því þjóðfélaginu gangandi, rétt eins og nú.

Skynsamir einstaklingar leggja fyrir þegar vextir eru hærri en verðbólgan, til dæmis til að kaupa nýja eða stærri íbúð.

Fyrirtæki fá hins vegar lán hjá einstaklingum í gegnum banka til að kaupa húsnæði, vélar og tæki.

Og fyrirtækin greiða hluthöfum sínum arð en eiga yfirleitt ekki háar innstæður á bankareikningum, enda þyrftu þau þá ekki að fá lán í bönkum.

Þorsteinn Briem, 17.3.2013 kl. 11:16

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Heildarskuldir íslenskra fyrirtækja voru 22.675 milljarðar króna í árslok 2008, andvirði 170 Kárahnjúkavirkjana, en 15.685 milljarðar króna í árslok 2007.

Þorsteinn Briem, 17.3.2013 kl. 11:25

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Frá ársbyrjun 2008 hefur verðbólgan hér á Íslandi verið 45%, þannig að tvær milljónir króna þá væru 2,9 milljónir að núvirði en ekki tæpar fjórar milljónir króna.

Þorsteinn Briem, 17.3.2013 kl. 11:41

4 identicon

En hvað gerðist á skerinu. Gengi krónunnar lækkaði gagnvart alvöru gjaldmiðlum um meira en 50%. Sem þýddi auðvitað að verðgildi innistæðna rýrnaði um helming, 50%. Eitthvað til að vera hreikin af? Flestur hefðu fremur kosið að borga einu sinni þennan 6.75 eða 9.9% skatt.

Það var nefnilega aðeins auðmannaklíkan í Reykjavík, sem hafði réttar upplýsingar, innherjaupplýsingar, og var búin að skipta krónum í t.d Evrur. Þeir voru einnig ófáir sem tóku stór lán hjá vinum sínum í bönkunum til að kaupa gjaldeyri. Og veðið? Gjaldeyririnn.

Eftir gengishrunið þurfti aðeins að selja 50% af þessari erlendu mynt, til að greiða upp skuldina við bankann. Sem sagt 100% gróði á mettíma. Það er að segja, ef hún var þá ekki afskrifuð. Hvað gerir maður ekki fyrir vini sína og flokksbræður.

 Fyrir neðan góð grein um málið í NZZ. http://heimssyn.blog.is/blog/heimssyn/entry/1288311/#comment3420164 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 17.3.2013 kl. 14:06

5 identicon

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 17.3.2013 kl. 14:23

6 identicon

Venjulegt fólk er burðarásinn nú eins og þá nú .Sníkjudyýin sníkja og láta aðra safna fyrir skuldum sínum.

Óskar Jónsson (IP-tala skráð) 17.3.2013 kl. 22:27

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þú ert semsagt að mæla með eignaupptöku hjá einstaklingum til að greiða sukk einkabanka. Ykkur er ekki alls varnað þessum krötum og skápakrötum. Mikið eigum við gott að hafa þig ekki á þingi Ómar.

Jón Steinar Ragnarsson, 18.3.2013 kl. 03:00

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Talandi svo um svipað ástand og hjá okkur og 2008. Hvernig skýrir Steini Briem að slíkt geti hreinlega átt sér stað í sæluríki ESB fimm árum síðar? Og þeir með töframyntina Evru ofan á allt.

Jón Steinar Ragnarsson, 18.3.2013 kl. 03:03

9 identicon

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, sem er nú í opinberri heimsókn í Króatíu, segir að ef Ísland væri hluti af Evrópusambandinu og evrusvæðinu þá hefði ekkert efnahagshrun orðið á landinu fyrir tveimur árum.

6.7.2010 | 13:37

Össi (IP-tala skráð) 18.3.2013 kl. 07:13

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stýrivextir Seðlabanka Íslands voru komnir í 18% haustið 2008 og verðbólgan hér á Íslandi var 18,6% í janúar 2009, þegar Davíð Oddsson var ennþá bankastjóri Seðlabankans.

Og verðbólgan hér var 84% árið 1983 þegar Ragnar Arnalds, átrúnaðargoð Jóns Vals Jenssonar, var fjármálaráðherra.

Grikkir og Írar hafa því engan áhuga á að leita í hans smiðju varðandi "sjálfstæði" smárra gjaldmiðla og 80% Íra eru ánægð með evruna.

Ef
Írar og Grikkir vildu hins vegar segja sig úr Evrópusambandinu og hætta að nota evruna sem gjaldmiðil sinn væru þeir löngu búnir að því.

Áttatíu prósent Íra ánægð með evruna

Þorsteinn Briem, 18.3.2013 kl. 12:01

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Peningar eru eign, rétt eins og til að mynda húsnæði og tæki, sem eru keypt fyrir peninga til að einstaklingar og fyrirtæki geti haft af þeim einhvern ávinning.

Heimilin leggja fyrir, til dæmis til að geta keypt stærra húsnæði, og fyrirtækin fá hjá þeim lán í gegnum banka til að geta keypt húsnæði og tæki.

Og fólk vill að sjálfsögðu fá raunvexti, einhvern ávinning, af peningum sem eru þeirra eign.

Raunvextir eru vextir umfram verðbólgu
og nú er hún 4,8% hér á Íslandi, mun meiri en á evrusvæðinu.

Þorsteinn Briem, 18.3.2013 kl. 12:16

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Árið 2006 var hér eftirspurnarverðbólga, um 8%, þar sem gengi íslensku krónunnar var þá mjög hátt og Íslendingar keyptu nánast allt sem þá langaði til að kaupa, sama hvað það kostaði.

Stýrivextir
Seðlabanka Íslands voru því mjög háir, 14,25%, til að fá Íslendinga til að leggja fyrir og reyna að minnka hér kaup- og byggingaæðið, viðskiptahallann við útlönd og eftirspurnarverðbólguna.

Og útlendingar keyptu mikið af Jöklabréfum, sem hækkaði gengi íslensku krónunnar enn frekar.

Jöklabréf


En eftir gjaldþrot íslensku bankanna haustið 2008 var hér mikil verðbólga vegna gengishruns íslensku krónunnar, þar sem mun fleiri krónur þurfti nú til að kaupa erlendar vörur og aðföng en árið 2006.

Þorsteinn Briem, 18.3.2013 kl. 12:26

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

15.5.2012:

"Á síðastliðnum 18 árum hafa stýrivextir Seðlabanka Íslands verið á bilinu 4,25% til 18%.

Bankinn hefur fjórum sinnum á tímabilinu hafið hækkunarferli sem staðið hefur frá 3 mánuðum upp í rúm 4 ár.

Óverðtryggð lán næm fyrir vaxtahækkunum


Ef vextir væru hins vegar mjög neikvæðir hætta Íslendingar að leggja fyrir og íbúðarkaupendur fá stórfé ókeypis frá börnum og gamalmennum, líkt og á áttunda áratugnum.

Þorsteinn Briem, 18.3.2013 kl. 12:32

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Danska krónan, og þar með færeyska krónan, er bundin gengi evrunnar.

Og þúsundir Íslendinga hafa fengið starf í Evrópusambandsríkjunum Danmörku og Svíþjóð undanfarin ár og áratugi.

Pólland
er einnig Evrópusambandsríki og þúsundir Pólverja hafa haldið íslenskri fiskvinnslu gangandi, enda er Evrópska efnahagssvæðið sameiginlegur vinnumarkaður.

Þar að auki á olíuríkið Noregur eins og Ísland aðild að Evrópska efnahagssvæðinu og hefur engan áhuga á að segja upp þeirri aðild frekar en Ísland.

Króatía fær aðild að Evrópusambandinu 1. júlí næstkomandi.


Og Eistland tók upp evru árið 2011.

Gjaldmiðlar Lettlands og Litháens hafa einnig verið bundnir gengi evrunnar og þessi Evrópusambandsríki taka einnig upp evru á næstunni.

4.3.2013:


"Lettar sóttu í dag formlega um aðild að evrópska myntsamstarfinu og vonast til að geta tekið upp evru fyrir næstu áramót.

Seðlabankastjóri Lettlands sagði Letta nú uppfylla Maastricht-skilyrðin um verðstöðugleika, vaxtamun, stöðugleika í gengismálum, afkomu hins opinbera og skuldir þess.

Valdis Dombrovskis, forsætisráðherra, er vongóður um áhrif evrunnar. Vextir yrðu lægri, enginn kostnaður við gjaldeyrisviðskipti og erlendar fjárfestingar vænlegri."

Lettar vonast til að geta tekið upp evru fyrir næstu áramót


19.2.2013:


"Guardian hefur eftir Butkevicius, forsætisráðherra Litháens, að Litháar stefni að því að sækja um aðild að myntbandalaginu á næsta ári og taka upp evru árið eftir.

Litháar stefna að því að taka upp evru eftir tvö ár

Þorsteinn Briem, 18.3.2013 kl. 14:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband