Áhlaup áfram! Aftur stopp !

Þegar kafað var ofan í aðdraganda Hrunsins kom í ljós að hársbreidd munaði að íslenska bankakerfið hryndi haustið 2006 og að í raun var það dauðadæmt þegar þá.

Þessu var haldið reyndu og í stað þess að gera þá þegar ráðstafanir til að minnka eins og hægt væri afleiðingar fyrirsjáanlegra ófara, bætti þáverandi stjórn Sjalla og Framsóknar bara í og Framsókn tók upp slagorð fyrir kosningarnar vorið eftir, svohljóðandi: "Árangur áfram! Ekkert stopp!" 

Hvatning Hannesar Hólmsteins um að "bæta bara enn meira í" bankabóluna var útfærð á þessum dæmalausu þensluárum með því að laga skattakerfið sem mest að þörfum nýrrar stéttar ofur-auðmanna sem áttu að hella sem mestu eldsneyti á þenslubálið. Bilið milli fátækra og ríkra náði nýrri og áður óþekktri stærð á þessum árum.

Liður af þessari græðgisfíkn birtist í því siðleysi að fjórir aðilar stofnuðu til framkvæmda við risaálver í Helguvík án þess að orka væri fyrir hendi og án þess að huga að stórfelldri og óafturkræfri eyðlileggingu náttúruverðmæta. Í ofanálag bundu þeir hendur tólf annarra aðila, ss. sveitarfélaga, allt frá Reykjanestá austur í Skaftafellssýslu og upp á miðhálendið.

Stóriðju- og þenslufíklaflokkurinn Framsókn, sem hvað mest hellti olíu á eldinn sem olli Hruninu, einkavinavæddi bankana og hratt af stað húsnæðislánaflóði sem fjórfaldaði skuldir bankanna á örfáum árum, þykist nú hvergi nærri hafa komið og býður upp á svipuð gylliboð, sem á yfirborðinu geta hljómað "árangur áfram! Ekkert stopp!" en eins og 2007 geta alveg eins verið efni í "áhlaup áfram! Aftur stopp!"

Það á að fara í nýtt fjárhættuspil með fjármuni aldraðra og öryrkja og fjármuni í eigu útlendinga  sem ekki er fyrirfram hægt að tryggja að skili sér áfallalaust til okkar.

Framsókn hefur ekkert lært síðan 2002 og 2007 heldur vill stofna til sama áhættuspilsins enn og aftur, vitandi það hvað það getur verið auðvelt til að fá fólk til að spila með fjármuni sína þegar vinningarnir virðast geta dottið inn tímabundið þótt afleiðingarnar verði stórkostlegt tap á endanum.


mbl.is Tillögur Framsóknar valda bólgu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Páll Vilhjálmsson skrifar sem lokaorð á bloggi sínu í dag undir yfirskriftinni "SS-bandalaginu slátrað":

"SS-bandalagið skilaði okkur síðast hrunstjórn Geirs H. Haarde. Vitanlega vill þjóðin ekki endurtaka þann ,,kalda veruleika."

Það er ekki rétt að kenna Framsóknarflokknum um aðgerðir né aðgerðaleysi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar 2007-2009, né heldur um gjörðir eigenda og gerenda í einkabönkunum sem ollu hruninu í fjármálakerfi landsins 2008.

Það er heldur ekki rétt að kenna Framsóknarflokknum um landeyðandi hávaxtastefnuna sem hér hefur verið rekin í tíð núverandi ríkisstjórnar Samfylkingar og VG og árin þar á undan, sem þó keyrði um þverbak um það leyti sem núv. stjórn tók við með verðbólguhvetjandi áhrifum og sem lögðu mörg heimili að velli vegna verðtryggðra lána og verðbólgu.

Kristinn Snævar Jónsson, 6.4.2013 kl. 14:27

2 identicon

Framsókn segist ætla að hirða fé af erlendum hrægammasjóðum, en vill ekki snerta hár á höfði innlendra hrægamma, þ.e.a.s. bankanna, sem hafa brotið lög á viðskiptavinum sínum í stórum stíl með þöglu samþykki ríkisvaldsins. Framsókn gerði Finn Ingólfsson, Halldór Ásgrímsson og marga aðrar virðingarmenn flokksins að auðmönnum. Það er sennilega þetta, sem Framsókn á við með orðunum: "Við setjum manngildi ofar auðgildi."

Þorvaldur Gylfason (IP-tala skráð) 6.4.2013 kl. 14:31

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Árið 2006 var hér eftirspurnarverðbólga, um 8%, þar sem gengi íslensku krónunnar var þá mjög hátt og Íslendingar keyptu nánast allt sem þá langaði til að kaupa, sama hvað það kostaði.

Stýrivextir
Seðlabanka Íslands voru því mjög háir, 14,25%, til að fá Íslendinga til að leggja fyrir og reyna að minnka hér kaup- og byggingaæðið, viðskiptahallann við útlönd og eftirspurnarverðbólguna.

Og útlendingar keyptu mikið af Jöklabréfum, sem hækkaði gengi íslensku krónunnar enn frekar.

Jöklabréf


En eftir gjaldþrot íslensku bankanna haustið 2008 var hér mikil verðbólga vegna gengishruns íslensku krónunnar, þar sem mun fleiri krónur þurfti nú til að kaupa erlendar vörur og aðföng en árið 2006.

Þorsteinn Briem, 6.4.2013 kl. 14:59

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

15.5.2012:

"Á síðastliðnum 18 árum hafa stýrivextir Seðlabanka Íslands verið á bilinu 4,25% til 18%.

Bankinn hefur fjórum sinnum á tímabilinu hafið hækkunarferli sem staðið hefur frá 3 mánuðum upp í rúm 4 ár.

Óverðtryggð lán næm fyrir vaxtahækkunum


Ef vextir væru hins vegar mjög neikvæðir hætta Íslendingar að leggja fyrir og íbúðarkaupendur fá stórfé ókeypis frá börnum og gamalmennum, líkt og á áttunda áratugnum.

Þorsteinn Briem, 6.4.2013 kl. 15:02

5 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Sæll Þorvaldur. Hvað meinar þú með orðunum "... en vill ekki snerta hár á höfði innlendra hrægamma, þ.e.a.s. bankanna, sem hafa brotið lög á viðskiptavinum sínum í stórum stíl með þöglu samþykki ríkisvaldsins."
Undanfarin fjögur ár hefur ríkisstjórn Samfylkingar og VG setið við völd og horft á þennan fláráða leik bankanna gagnvart skuldurum landsins sem þú ert að vísa til. (Það er reyndar spurning hvaða atriði þú átt þar nákvæmlega við). Áttu við að núverandi ríkisstjórn hafi ekki getað eða ekki viljað gera það sem þú ert að væna Framsóknarflokkinn um að vilja ekki? Flokk sem hefur ekki haft aðstöðu til þess undanfarin sex ár utan ríkisstjórnar! Það blasir svo sem við að núverandi ríkisstjórn hefur sannarlega ekki aðhafst í þá veru heldur þvert á móti slegið skjaldborg sinni um lánveitendur/fjármagnseigendur og sett skuldara og þar með stóran hluta heimila landsins í umsátursástand eins og formaður Framsóknarflokksins orðaði það svo lýsandi í framúrskarandi góðu ávarpi sínu á landsfundi flokksins í febrúar s.l.

Vonandi komast engir eiginhagsmunaseggir til valda í neinum flokki framvegis til að sinna öðru en almannahagsmunum. Fyrri framámenn Framsóknarflokksins vefjast fyrir þér og ekki ætla ég mér á neinn hátt að verja þá, en þeir eru horfnir af vettvangi í Framsóknarflokknum í dag, fyrir mörgum kjörtímabilum síðan, og nú eru komnir nýir fulltrúar til forystu og framboðs þar, sem þú ættir að kynna þér betur. Einnig er baklandið, almennir flokksmenn og velunnarar Framsóknarflokksins, virkara en áður var eins og vera ber til aðhalds og eftirfylgni.
Nú erum við að kjósa til framtíðar en ekki fortíðar, um það fólk sem er en ekki það sem var.

Kristinn Snævar Jónsson, 6.4.2013 kl. 15:11

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér á Íslandi hefur verið mesta verðbólga í Evrópu, hæsta matvælaverð í Evrópu og miklu hærri vextir en á evrusvæðinu.

Stýrivextir
Seðlabanka Íslands hafa verið miklu hærri en á evrusvæðinu og voru komnir í 13,3% í júní 2007, 15,5% í maí 2008 og 18% í október 2008.

Og verðbólgan var 18,6% í janúar 2009, þegar Davíð Oddsson var ennþá bankastjóri Seðlabankans.

Stýrivextir hérlendis og á evrusvæðinu 2002-2007

Þorsteinn Briem, 6.4.2013 kl. 15:12

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þrátt fyrir allar niðurgreiðslurnar á landbúnaðarvörum hérlendis var hlutfallslegt matvælaverð hér hæst í Evrópu árið 2006, borið saman í evrum, eða 61% hærra en í Evrópusambandinu.

Hagstofa Íslands - Evrópskur verðsamanburður á mat, drykkjarvörum og tóbaki


Við kaupum hins vegar mat og drykkjarvörur hér á Íslandi í íslenskum krónum en ekki evrum og frá ársbyrjun 2006 til ársloka 2011 hækkaði hér vísitala neysluverðs, sem verðtrygging lána er miðuð við, úr 249,7 í 386 stig, eða 54,6%.

Þorsteinn Briem, 6.4.2013 kl. 15:16

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

19.12.2012:

"Fara þarf aftur til 1. júní 2007, sem er talsvert fyrir hrun, til að finna sambærilega skuldastöðu heimilanna og nú.

Íbúðaskuldir heimila eru nú svipaðar og þær voru í upphafi eignabólunnar árið 2004
sem hlutfall af þjóðarframleiðslu."

Þorsteinn Briem, 6.4.2013 kl. 15:27

9 Smámynd: P.Valdimar Guðjónsson

Hraunrennslið er hafið. Hjá þér Ómar. Yfir Framsókn. Her lúðrablástur á mörgum vígstöðvum í dag. Hjá mörgum.

Enginn sérfræðingur í frömmurum. Tek þó eftir að Framsókn er eini fjórflokkurinn sem hefur endurnýjað sig algjörlega.

Ný framboð fá lítinn hljómgrunn. Angist víða af þeim sökum.

P.Valdimar Guðjónsson, 6.4.2013 kl. 15:27

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Endurnýjun" Framsóknarflokksins:

Áfram
hæsta matvælaverð í Evrópu.

Áfram
mestu verðbólgu í Evrópu.

Nýja
eignabólu.

Nýja
eftirspurnarverðbólgu.

Gamalt
vín á nýjum belgjum.

Þorsteinn Briem, 6.4.2013 kl. 15:40

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Samkvæmt grófum útreikningum mínum, miðað við verðbólguspár, myndu óverðtryggðir vextir íbúðalána [hér á Íslandi] til skamms tíma verða 15-20%," segir Elvira Méndez Pinedo, kennari í lögfræði við Háskóla Íslands.

Ef við verðum áfram með íslenska krónu
myndu vextir hér á Íslandi því hækka ef verðtryggingin yrði aflögð.

Þorsteinn Briem, 6.4.2013 kl. 16:15

12 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Útskýrðu þetta síðasta sem þú segir Steini"Ef við verðum áfram með íslenska krónu myndu vextir hér á Íslandi því hækka ef verðtryggingin yrði aflögð".Held þetta sé ekki rétt.Þessi svokölluðu óverðtryggðu lán sem mér skilst að bankar séu að bjóða nú séu með hærri vöxtum.Mjög skiljanlega vegna þess í hinu verðtryggða umhverfi verða þeir að ná í verðtrygginguna með öðrum hætti.þ.e. viðbótarvöxtum.Ef við segjum að viðbótarvextirnir séu 2% eiga þessi 2% að dekka hækkunina vegna verðtryggingarinnar.Eru þessi lán ekki síðan með breytilegum vöxtum?Ef verðtrygging yrði tekin af(vísitölur afnumdar)þyrfti ekki þessa 2% viðbótarvexti,enda tengjast vextir ekki verðbólgu.Þeir stjórnast af framboði og eftirspurn,samkeppni,tryggingum og stærð(magnafsláttur) eins og allar aðrar vörur.

Jósef Smári Ásmundsson, 6.4.2013 kl. 17:25

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jósef Smári Ásmundsson,

Ef verðtryggingin yrði aflögð koma óverðtryggð lán í staðinn fyrir verðtryggð.

Enginn hefur hins vegar hugmynd um hver verðbólgan hér á Íslandi yrði að fimm árum liðnum
ef við yrðum áfram með íslenskar krónur.

Lánveitendur vilja því að sjálfsögðu hafa vexti af óverðtryggðum lánum í íslenskum krónum hærri en sem nemur hugsanlegri verðbólgu hér á Íslandi á því tímabili.

Í löndum þar sem verðbólgan hefur lengi verið mun lægri en hér á Íslandi og nokkuð stöðug í langan tíma treysta lánveitendur sér hins vegar til að lána öðrum fé með lágum föstum vöxtum til nokkuð langs tíma.

Húsnæðislán í Svíþjóð:


Handelsbanken - Aktuella boräntor


Á evrusvæðinu, þar sem verðbólgan hefur verið mun minni en hér á Íslandi, hafa vextir verið mun lægri en hérlendis.

Afborganir af 20 milljóna króna húsnæðisláni í íslenskum krónum til 20 ára eru um einni milljón króna hærri á ári en þær væru ef lánið væri tekið í evrum hjá frönskum banka.

Á 20 árum er lánið í íslenskum krónum rúmlega 19 milljónum króna dýrara en það franska.


Raunvextir eru vextir umfram verðbólgu.

Og þeir sem lána öðrum fé vilja að sjálfsögðu fá raunvexti af láninu.

Skynsamir einstaklingar og heimili leggja fyrir þegar vextir eru hærri en verðbólgan, til dæmis til að kaupa íbúð í fyrsta skipti eða stærri íbúð.

Fyrirtæki fá hins vegar lán hjá heimilum í gegnum banka til að kaupa húsnæði, vélar og tæki.

Og fyrirtækin greiða hluthöfum sínum arð en eiga yfirleitt ekki háar innstæður á bankareikningum, enda þyrftu þau þá ekki að fá lán í bönkum.

Ef heimili fá hins vegar ekki raunvexti af því fé sem þau eiga fjárfesta þau í steinsteypu eins fljótt og auðið er, eins og gerðist hér á Íslandi á áttunda áratugnum.

Og íslensk heimili reyna þá strax að fá lán í bönkum
, þar sem raunvextirnir eru neikvæðir, vextirnir sem sagt lægri en verðbólgan hér á Íslandi.

Við Íslendingar kaupum frá evrusvæðinu mest af þeim vörum sem við flytjum hér inn og lækki gengi íslensku krónunnar gagnvart evrunni hækkar hér verð á vörum og aðföngum sem við kaupum frá evrusvæðinu.

Hækki hins vegar gengi íslensku krónunnar töluvert gagnvart evrunni kaupa Íslendingar mun meira en áður af vörum frá evrusvæðinu, til að mynda alls kyns tæki og bifreiðar, sem skapar hér eftirspurnarverðbólgu, eins og árið 2006, þegar verðbólgan var um 8% hérlendis.

Við Íslendingar flytjum mest af okkar vörum til evrusvæðisins og kaupum einnig mest þaðan.


Við eigum því að fá greidd laun okkar hér á Íslandi í evrum og greiða hér fyrir vörur og þjónustu í evrum, rétt eins og erlendir ferðamenn hér á Íslandi, sem búa á evrusvæðinu.

Við Íslendingar höfum enga góða ástæðu til að skipta hér evrum í íslenskar krónur og þeim svo aftur í evrur með tilheyrandi gríðarlegum kostnaði.

Þorsteinn Briem, 6.4.2013 kl. 19:15

14 identicon

Þessi áróður þinn er orðinn innantómur og leiðinlegur Ómar.

Ef þú villt fjalla um spillingu hjá hinu opinbera,hvernig væri að skrifa svo sem einn pistil um hvernig yfirstjórn RÚV og starfsmenn þess skipulögðu undanskot frá skatti í áratugi í formi gerviverktöku. Þar sem fastráðnum starfsmönnum var borgað sem verktökum og þeir gátu í skjóli þess lækkað skatta sína með því að gjaldfæra það sem þeim datt í hug, t.d kaup á gluggatjöldum og sófasettum. Þú veist þetta betur en ég, enda starfandi í miðju spillingargreninu.

Á meðan starfsmenn RÚV voru að elta uppi þá sem þóttust ekki eiga sjónvarp, til að fá þá til að borga afnotagjaldið, þá voru allir helstu starfsmenn RÚV á kafi í stórfelldum skattsvikum. En auðvitað ekki þú, eins heiðarlegur og þú ert, eins og allir vita.

Bjarni (IP-tala skráð) 7.4.2013 kl. 01:51

15 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Landeyðandi hávaxtastefnan" var rekin hér sem helsta innspýtingaraðferðin fyrir erlenda fjárfesta allan tíma aðdraganda Hrunsins, hruns sem þegar var leynd staðreynd haustið 2006.

Stefnan til 2007 var svona: Að skapa mestu mögulegu þenslu með stóriðju- og virkjanaframkvæmdum jafnframt samþættingu einkavinavæðingu bankanna og loforðum um 90% húsnæðislán, sem leiddu af sér fjórföldun skulda heimilanna á örfáum árum.

Afleiðing af þessu var alltof hátt skráð gengi krónunnar og háir vextir sem bjuggu til neyslu- og lánakapphlaup af áður óþekktri stærð sem færði inn í landið fjármagnið sem nú er þekkt undir nafninu "snjóhengjan."

Það er rétt að í það rúma ár, sem Samfylkingin kom í stað Framsóknar í stjórnarsamvinnu með Sjálfstæðisflokknum, breyttist stefnan ekkert enda flotið hratt sofandi að feigðarósi.

En að fría Framsóknarflokkinn við því að hafa í raun stefnt öllu í hrun á árunum 2002-2007 er fáránlegt í ljósi ofangreindra staðreynda.  

Ómar Ragnarsson, 7.4.2013 kl. 18:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband