"Fólk er fífl" ?

Ofangreind setning er höfð eftir manni, sem var á fundi, sem ku hafa snúist um það hvernig hægt væri að lokka neytendur og kemur í hug þegar alls konar afslættir eru sagðir veittir tímabundið á vörum eða þjónustu .

Þetta blasir við okkur á hverjum degi. Dæmi: Maður kaupir sér rafknúið tæki eins og ódýran farsíma en týnir hleðslutækinu. Þegar á að kaupa þann hlut, sem augljóslega er margfalt einfaldari og ódýrari en síminn bregður svo við að verð þess slagar hátt upp í verð símans eða tækisins, að hleðslutækinu meðtöldu.

Hafi maður verið svo óheppinn að týna rafhlöðunni líka, er verðið á henni og hleðslutækinu komið upp fyrir verð símans með rafhlöðu og hleðslutæki.

Dæmi um hliðstæður þessa eru endalaus. Allt er gert, sem hugsanlegt er til að fá fólk til að kaupa hin og þessi tæki og búnað, fá það til að bíta á krókinn, með því að selja þau á kostnaðarverði eða jafnvel undir kostnaðarverði, en ná síðan inn miklu meiri peningum ef kaupa þarf hluta þeirra eða víðbótarhluti.  "Fólk er fífl", - eða öllu heldur, "fólk er fíflað."

Síðan er undravert að sjá hve litla endingu sum nýjustu tækin eins og til dæmis tæki, sem flestir tölvu- og nettengdir verða að kaupa og mér skilst að heiti "vafrari" á íslensku.

Sá fyrsti, sem ég keypti, entist í aðeins tvö ár, svo að ég fór með hann til viðgerðar og til þess að fá útskýringar á þessu.

Sölumaðurinn var ekkert hissa á því að hlutur gerður á 21. öld entist svona illa, - sagði að þessi tæki entust jafnvel enn skemur. Já, maður heldur að tækninni hafi ekki aðeins fleygt fram sem slíkri, heldur einnig gæðum tækjanna. Nei, það "fólk er fífl" sem trúir slíku skilyrðislaust, að minnsta kosti er ég alltaf að uppgötva hvílíkt fífl og einfeldningur ég geti verið í þessu tilfelli og mörgum öðrum hliðstæðum.


mbl.is „Hafður að fífli“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Reputo

Hérna er mjög áhugaverð heimildarmynd um planlagða úreldingu hluta.

http://topdocumentaryfilms.com/light-bulb-conspiracy/

Reputo, 16.5.2013 kl. 15:05

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Jú, þetta er rétt. Það borgar sig ekki í dag að láta gera við sem kallað var í gamla daga eða kaupa varahluti. Betra að henda tækinu bara og kaupa nýtt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.5.2013 kl. 15:46

3 identicon

Það þarf ekki að kaupa mörg blekhylki til að vera kominn upp í verð á nýjum bleksprautuprentara

Aðalbjörn Þ Kjartansson (IP-tala skráð) 16.5.2013 kl. 16:20

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

16.5.2013 (í dag):

Ferðaþjónustan skapar um fjórðung af gjaldeyristekjum Íslendinga og er nú í öðru sæti á eftir sjávarútveginum


Og fljótlega sígur ferðaþjónustan hér á Íslandi framúr sjávarútveginum, jafnvel nú í ár eða á næsta ári.


En þingmaðurinn Brynjar Níelsson er náttúrlega ekki fífl.

Þorsteinn Briem, 16.5.2013 kl. 16:24

5 identicon

Steini minn, ertu ekki aðeins að ruglast á bloggum?

Gulli (IP-tala skráð) 16.5.2013 kl. 16:39

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ómar Ragnarsson segir að fólk sé fífl en Brynjar Níelsson er náttúrlega ekki fífl.

Þorsteinn Briem, 16.5.2013 kl. 16:54

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég kaupi aldrei varahluti og fer á milli staða fótgangandi, í leigubíl eða bílaleigubíl.

Þorsteinn Briem, 16.5.2013 kl. 17:05

8 identicon

Aðalbjörn,

Prentararnir eru seldir á/undir kostnaðarverði oft, þetta er svipað business model og með rakvélar og blöð. Hins vegar er iðulega mun minna blek í hylkjunum sem fylgja nýjum prentara en þeim sem eru seld í lausu....

Eyjólfur (IP-tala skráð) 16.5.2013 kl. 17:25

9 identicon

Aldous Huxley spáði þessu í snilldarbókinni "Brave new World" á 4. áratug 20. aldar.
Mottó neyslusamfélagsins var alltaf "ending is better than mending", og "Lord"  (guð) varð að "Ford".
Oh Ford......

Jón Logi (IP-tala skráð) 16.5.2013 kl. 17:30

10 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Lokaorð pistilsins að ofan er að ég sé alltaf að uppgötva æ ofan í æ hvílíkt fífl ég geti verið. Þar með ég innifallinn sem miðjan í setningunni "fólk er fífl".

Ómar Ragnarsson, 16.5.2013 kl. 21:29

11 identicon

Æi, þetta er bara sama dæmið sem endranær.  Ódýrir prentarar en dýr blekhylki.  Sama og átti við hér á 20. öld þegar "nylon" sokkar komu okkur körlum til handa.  Áttu að vera óslítanlegir, ok, gefum okkur það.  En framleiðendur áttuðu sig svo á því að ekki væri hagkvæmt að framleiða slíka vöru, og við tók framleiðsla á, í þessu dæmi, sokkum, sem slitna, og þar með þurfti að endurnýja og kaupa aftur og aftur.  Á við um of margar vörutegundir. 

Hilmar Sigurðssn (IP-tala skráð) 16.5.2013 kl. 22:54

12 Smámynd: Theódór Norðkvist

Síðan er undravert að sjá hve litla endingu sum nýjustu tækin eins og til dæmis tæki, sem flestir tölvu- og nettengdir verða að kaupa og mér skilst að heiti "vafrari" á íslensku.

Ha???

Vafrari (eða vafri) er það sem heitir browser á ensku og fæst ókeypis, fylgir annað hvort stýrikerfi tölvunnar eða er hægt að sækja á netinu. Þeir eru held ég líka ókeypis fyrir farsíma, veit ekki til að séu til önnur tæki sem þurfa vafra og þeir kosti. Útiloka það þó ekki.

Theódór Norðkvist, 17.5.2013 kl. 12:14

13 identicon

Skemmtileg grein, en það eru skýringar á öllu, þetta er einfaldlega business model og í raun ekkert að því. Það er hægt að fylla á blekhylki í prennturum ef fólk vill hafa fyrir því, hinsvegar er blekhylkið lang dýrasti hluturinn í prenntaranum og vandasamast að framleiða og skýrir verðið á blekhylkjunum. Sölumódelið á nýjum bílum er líka "svipað" þ.e. verði nýrra bíla er haldið tiltölulega ekki svo háu en umboðin taka inn talsverðar tekjur í formi eftirlitsskoðana sem þarf að mæta með bílinn í til að viðhalda ábyrgð. Ef fólk man svo langt aftur eða hefur átt rússneska bíla, þá var módelið allt annað, bílarnir reyndar ekki svo góðir né vandaðir en varahlutir í þá á mjög lágu verði enda þurti svo sem líka talsvert á þeim að halda.
Í raun eru hátæknivörur, tölvur, farsímar, GPS tæki og ég veit ekki hvað á mjög lágu verði enda gríðarleg samkeppni mili framleiðenda. Heimurinn er reyndar dáldið skondinn þegar kemur að tölvuframleiðslu, því sennilega eru flest allar fartölvur framleiddar í örfáum verktakaverksmiðjum í Kína, nánast engin af þekktu merkjunum eru framleidd af merkjafyrirtækjunum sjálfum. Toshiba framleiðir tvennt sem notað er í tölvur, geisladrif og harðadiska. Svo kemur að því sem enginn fjasar um þegar kemur að verði á tölvu og það er stýrikerfið, Windows Home Edition 7 kostar framleiand um $70 og Win 8 líklega um $100, þarna er verið að framkvæma rán um hábjartan dag en enginn talar um, Linux stýrkerfi er ókeypis og Apple kostar $25. Deila má um hvað er best að þessum stýrikerfum en Win stýrikerfi eru einfaldlega ekki notuð í Asíu sökum verðs.

Ívar Arason (IP-tala skráð) 20.5.2013 kl. 09:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband