Við erum að ala upp plágu um alla borg.

Ég á heima í blokk við Háaleitisbraut. Með hverju árinu fjölgar mávunum, sem nú koma hingað í stórum hópum hvenær sem er sólarhringsins og raða sér á grasflatir eins og þá, sem er við Fjölbrautarskólann við Ármúla.

Þar má stundum sjá þá í hundraðatali eins og hvíta breiðu.

Þessir fuglar eru stundum gargandi við blokkina, vekja fólk með hávaða um nætur og drita daglega á bílana á bílastæðunum.

Þeir færast oft í aukana um helgar þegar aukin umferð er við matsölu- veitinga- og skemmtistaði við Ármúla og meira er um matarleifar við götuna en aðra daga.

Óþrífnaður og slóða- og sóðaskapur borgarbúa gerir það að verkum að mávana má sjá í vaxandi mæli "að störfum" um alla borg við að gæða sér á matarleifum og fleiru sem óþrifnir borgarar henda eða missa, jafnvel á miðjum fjölförnustu gatnamótum landsins.

Fólk skilur eftir opin grill og hendir frá sér matarleifum og frán sjón mávanna lætur slíkt ekki fara fram hjá sér.   

Við erum smám saman að ala upp vaxandi kynslóð máva sem hafa lært á það hvernig megi lifa góðu lífi inni á landi í stað þess að vera við ströndina þar sem eðlilegast er að þeir væru.

Eina leiðin til þess að snúa þessu við áður en það verður orðið enn erfiðara að stemma stigu við þessum ófögnuði, er að kippa fótunum undan þessum lífsskilyrðum vargsins, hætta að gefa honum brauð, auka þrifnað og fækka mávunum með öllum tiltækum ráðum.

Þau rök að við megum ekki grípa inn í þróun náttúrunnar sjálfrar í fuglalífinu í borginni eiga ekki við, vegna þess að við sjálf höfum gripið inn í eðlilegan gang fuglalífsins með því að skapa sjávarfugli lífsskilyrði inni á landi, sem eru alveg í ósamræmi við eðlilega samsetningu í lífríkinu við ströndina. 

Nú eru orðin nokkur ár síðan heyrst hefur í öðrum fuglum en mávum hér í hverfinu, enda eirir vargfuglinn engu og étur frá öðrum fuglum.


mbl.is Þarf að skjóta mávana við Tjörnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Taldir allir til óféta,
með tossum að við hænum,
mávar fara út að éta,
í öllum Austurbænum.

Þorsteinn Briem, 27.7.2013 kl. 00:13

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

27.7.2013 (í dag):

"Matsfyrirtækið Moody's hefur sett nýútgefin skuldabréf Landsvirkjunar í ruslflokk, Ba2.

Upphæð nýju bréfanna er einn milljarður evra, eða 160 milljarðar króna.

Í rökstuðningi Moody's kemur fram að grunnmat hafi verið tveimur flokkum lægra, eða b1, en það hafi verið hækkað vegna þess hve miklar líkur eru taldar á að íslensk stjórnvöld muni hjálpa Landsvirkjun við að komast hjá greiðslufalli.

Fyrirtækinu hafi verið sýndur mikill stuðningur í gegnum árin vegna mikilvægis þess sem raforkuframleiðanda og birgis áliðnaðarins og líklegt sé að svo verði áfram."

Ný 160 milljarða króna skuldabréf Landsvirkjunar í ruslflokk

Þorsteinn Briem, 27.7.2013 kl. 00:57

3 Smámynd: Rafn Guðmundsson

má hann ekki líka vera til eins og þú og ég?

Rafn Guðmundsson, 27.7.2013 kl. 02:12

4 Smámynd: Rafn Guðmundsson

sögðu nasista ekki svona um t.d. síguna og gyðinga og .....

Rafn Guðmundsson, 27.7.2013 kl. 02:16

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Reykjavik er mjótt nes út í Faxaflóa.. fæða mávanna er að hverfa af mannavöldum og búið að urða allt rusl.. og þá fer hann þangað sem auðveldast er að fara.. upp á svalir í Háaleiti og rænir grillmatnum :)

Annars er verið að rannsaka þessa hegðun máva um allan heim skilst mér.. í noregi er hann farin að stunda ætisleit í 80 km fjarlægð frá sjó.. á svæðum þar sem aldrei hafði sést mávur fyrr en fyrir örfáum árum.. í Bretlandi hefur hegðunarmynstrið stórbreyst sl 20 ár einmitt í þessa veru sem þú lýsir hér að ofan Ómar.. svo þetta er alsl ekki eitthvað sér Háaleitiískt fyrirbæri.. næsta skref útrýma máv ?

Óskar Þorkelsson, 27.7.2013 kl. 06:36

6 identicon

Ég vill fá kríuna aftur, hún allavegana virðir lífið á tjörninni þó hún ráðist stundum á okkur mannfólkið. Endurheimta eitthvert votlendi í kringum og í nálægð við tjörnina og búa til æskilegar aðstæður fyrir kríuvarp þar sem þær geta varið lífríkið frá þessum mávum.

Einar (IP-tala skráð) 27.7.2013 kl. 06:42

7 identicon

Jahérna. Þessu hefði ég ekki búist við frá þér Ómar.

Hafðu ekki áhyggjur vinur, eins og þú veist? er þetta farfugl og hann verður farinn eftir fáeinar vikur. Þá geturðu vonandi sofið rótt.

Einar (IP-tala skráð) 27.7.2013 kl. 09:30

8 identicon

skulum vona að ekki þurfi að útrýma heilu tegundum úr fuglalífinu hér í borg til að þú náir að leggja þig.

Vonandi er hægt að finna betri lausn.

Einar (IP-tala skráð) 27.7.2013 kl. 09:42

9 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Gamlir menn sögðu mér um 1970 að máfar hefðu ekki verið svo margir í þeirra ungdæmi.   Á þeim tíma var ljóst að verstöðvar og útgerðir ræktuðu þennan fugl. 

Síðar þegar fiskvinnslur hættu að dæla öllum úrgangi í sjóinn og kröfur um nýtingu og hreinlæti fóru að skila árangri þá þurfti þessir stóru flokkar máfa að finna sér annað viðurværi og hafa aðrir fuglar fengið mjög að kenna á þeim. 

Mávar og starrar eru í þessu magni hér á meðal okkar af sömu ástæðu og rottur.  En heldur finnst mér þessar fljúgandi sískítandi rottur hvimleiðar.    

Hrólfur Þ Hraundal, 27.7.2013 kl. 09:56

10 identicon

Það er ekki svo langt síðan að mávurinn hafði aðgang að miklu magni af úrgangi frá fiskiverksmiðjum og öskuhaugum. Ég held að þetta með mat frá skyndibitastöðum sé hverfandi í samanburði við það en það er ótrúlegur sóðaskapur oft þar í kring og verst að tunnurnar eru oft löngu yfirfullar.

Ein lausn væri að það sett væri stór ruslatunna við allar hraðahindranir í Reykjavík - þá væri allavega nóg af þeim.

Grímur (IP-tala skráð) 27.7.2013 kl. 12:56

11 identicon

Sæll Ómar!

Er þetta ekki náttúruval í anda trúarbragða
þeirra Darwins og Attenborough, - má hrófla við slíku?(!)

Húsari. (IP-tala skráð) 27.7.2013 kl. 13:49

12 identicon

Ég verð að játa það á mig að hafa útrýmt mávavarpi á ca. 100. hektara landi (ferkílómeter). Þetta voru um 100 hreiður sem ég fann. Ég hef ekki hugmynd um hve margir fuglar "féllu" fyrir mér, en giska á svona 100-200 fullorðna sem ég skaut, annað eins af ungum, og egg voru bæði etin og brotin.
Það er alveg hægt að halda þessum vargi í skefjum, og það kemur miklu skemmtilegri fuglafóra í staðinn.

Jäon Logi (IP-tala skráð) 27.7.2013 kl. 14:44

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Kjartan Magnússon borgarfulltrúi segist ekki hafa séð andarunga á Tjörninni í Reykjavík nú í sumar og virðist því vera jafn blindur og Ómar Ragnarsson, sem segist varla sjá börn í Vesturbæ Reykjavíkur.

27.7.2013 (í dag):

Kjartan Magnússon borgarfulltrúi vill fækka mávum á Tjörninni og börnum í Vesturbæ Reykjavíkur


Ég geng framhjá Tjörninni nær daglega og hef séð þar fjöldann allan af andarungum nú í sumar, rétt eins og síðastliðin sumur.

Og mörg þúsund börn búa í Vesturbænum, enda eru þar fjölmargir grunnskólar og leikskólar og þar syngja börn enn um litla andarunga.

"Talið er að sílamáfar hafi fyrst orpið hér á landi á árunum upp úr 1920 en varp við sunnanverðan Faxaflóa hófst ekki fyrr en upp úr 1950 og á veturna dvelja íslenskir sílamáfar að mestu við suðurhluta Pýreneaskaga og í Norðvestur-Afríku."

"Svo virðist sem hrygning sandsíla hafi brugðist (Hafro.is) og sílin eru talin mikilvæg fæða sílamáfa hér við Ísland.

Sé þetta raunin eru ekki raunhæfar aðgerðir sem miða að því að draga úr ásókn máfa inn á höfuðborgarsvæðið með því að fækka í stofninum sjálfum."

"Margar andategundir sækjast sérstaklega eftir því að verpa innan máfavarpa og talið er að það veiti þeim vernd gegn ýmsum öðrum fuglategundum, til dæmis hröfnungum og sumum landafræningjum."

"Eitt stærsta æðarvarp landsins er við Bessastaði á Álftanesi, um þrjú þúsund hreiður árið 1990, og á sama svæði er sílamáfavarp með um 350-500 pörum."

Vísindavefurinn: Hafa alltaf verið svona margir máfar við Tjörnina?

Þorsteinn Briem, 27.7.2013 kl. 16:09

14 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Það hlýtur að vera ótrúlega óþægilegt fyrir Ómar að vera með „eltihrelli“, náunga sem gerir eina eða fleiri athugasemdir við alla pistil sem hann skrifar. Hefur í raun ekkert að segja og ekkert brageyra.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 27.7.2013 kl. 18:36

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég yrði ekki hissa ef Kjartan Magnússon myndi endurreisa Skothúsið við Tjörnina og skyti þaðan á allt kvikt, ásamt Framsóknarflokknum.

Þorsteinn Briem, 27.7.2013 kl. 19:26

16 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Maðurinn hefur gripið inn í náttúruna með því að ala mávinn á mat uppi á landi. Ef menn hættu því væri horfið aftur til þess að láta náttúruna óáreitta og það tel ég að eigi að gera sem allra mest af og hætta þessu inngripi. 

 Ef hins vegar ekki er hægt að fá það fram, er staðið frammi fyrir tveimur kostum:

Að halda áfram að skekkja eðlilegt jafnvægi og fæðuframboð í náttúrunni eða að breyta inngripinu í það að reyna að fækka mávunum í stað þess að standa að því að fjölga þeim.

Ég er alls ekki að tala um að útrýma honum eins og menn telja sumir hverjir hér að ofan.

Ómar Ragnarsson, 27.7.2013 kl. 19:52

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fuglar koma yfirleitt upp mörgum ungum á sinni ævi.

Og hver kona þarf einungis að eignast rúmlega tvö börn að meðaltali til að mönnum fjölgi.

Mávar höfðu
væntanlega hér á Íslandi mun meira æti frá mönnum en nú, til að mynda frá fiskvinnsluhúsum, einnig í Reykjavík.

Og á Tjörninni í Reykjavík er fjöldinn allur af öndum og fuglum af mörgum öðrum tegundum.

Kríur eru aðallega sunnan við Tjarnarbrúna, til dæmis í litlu tjörninni norðan við Hringbrautina, og margar tegundir verpa í friðlandinu norðan við Norræna húsið.

Þorsteinn Briem, 27.7.2013 kl. 20:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband