Fleiri bilanir, - drifkraftur hagvaxtar?

Í fyrra, þegar ég fór að kafa ofan í spásögnina "Árið 2012" frá því fyrir 45 árum, hnaut ég um setningarnar: "..., það var allt orðið breytt, / því vélar unnu störfin og enginn gerði neitt".

Við samningu textans á sínum tíma átti þessi framtíðarsýn að gilda um árið 2012.

Því meira sem ég hugsa um þetta, því tortryggnari verð ég á að þessi sé raunin. Þvert á móti grunar mig að æ fleiri tæki og tól, sem nútíma fólk tekur í notkun, valdi því að bilunum fjölgi svo mjög að það sé farið að virka hamlandi á daglegt líf okkar og að æ fleiri hafi nóg að gera við að gera við þær.

Vaxandi atvinna og fjölgun starfa skapar að vísu svonefndan hagvöxt sem er orðinn trúaratriði varðandi það að nútíma samfélag fái lifað og dafnað, en spyrja má hvort hamingja okkar og hugarró vaxi við þetta.

Gott dæmi um það hve við sjálf, líf okkar og limir, eru orðin háð tækjum og tólum, er frétt um bilun á sneiðmyndatæki á fyrrum borgarspítala í Fossvogi í dag, en í frétt um þetta er talað um "miklar annir" af þessum sökum og að allt sé "vitlaust" út af þessu.

 


mbl.is Brjálað að gera vegna bilaðs tækis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Antonsson

Landsspítalinn Háskólasjúkrahús er málaður vandamálaspítali? Hversvegna hann? Í tízku er að tala niður spítalann, lýsa slæmum skilyrðum lækna og hjúkrunarfólks. Hvert blaðið á fætur öðru fer í víking og elur á tortryggni gagnvart heilbrigðiskerfinu. Ríkiskerfi sem hefur verið eitt það aðgengilegasta og fullkomnasta í heimi hér.

Þegar ég ólst upp var talað af mikilli virðingu um lækna og fólk sem vann við heilsugæsluna. Móðir mín hjúkrunarkona fékk berkla og síðan lækningu á Vífilstaðaspítala með hvíld og endurhæfingu. Margir dóu úr sama meini. Nú á allt að vera fullkomið og allir að fá aðgang að fyrirbærinu á stundinni.

Á hinum Norðurlöndunum gengur á ýmsu þegar kemur að sjúkrahúsum. Ég er ekki viss um að þar sé neitt betra að verða veikur. Á Íslandi fá allir aðstoð sem veikir eru. Meðferð við áfengissýki skilar mestum árangri hér. Geðveikir fá inn og úrlausn, en alltaf má gera betur. Á öðrum sviðum er alltaf leitast við að gera betur. Hversvegna þá þessi kórsöngur um fullkomnun þegar markvisst er unnið að endubótum.

Sigurður Antonsson, 4.10.2013 kl. 21:49

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Æði oft hann Bjarni bilar,
bætir Sigmundar vöxtinn,
Eygló vexti einnig skilar,
einkum fer á brjóstin stinn.

Þorsteinn Briem, 4.10.2013 kl. 21:55

3 Smámynd: dh

Já Sahlgrängska sjukhuset í Gautaborg er einmitt með tærnar þar sem LSP hefur hælana. Þeir líta stórum augum á Íslendinga og dreymir um jafn fullkomið kerfi. Það er orðið að einskonar orðatiltæki þar ytra og sérstaklega innan heilbrigðis-geirans, "fan at man inte är en isländing!" Það fer ekki hátt, en mikill flótti hefur verið á sænskum læknum úr landi vegna fjársveltra spítala. Flesta dreymir þá um stöður á Íslandi, en byrja á því að vinna sig upp í metorðum í Færeyjum. Ráðherrar norðurlanda ætla að hittast á neyðarfundi eftir helgina vegna þeirrar úlfúðar sem er farin að myndast á milli þjóðanna, vegna þessa kapphlaups lærðra manna um að komast í álnir hér á Íslandi. Sem betur fer fyrir okkur ætlar Ísland seint að detta úr tísku, en við getum auðvitað ekki hleypt endaulaust af læknum inn í landið með það fyrir augum að stunda hér lækningar. Nema þá að við myndum leggja grunninn að því að gera Ísland að einskonar heilsu miðstöð fyrir allan heiminn. Hingað kæmu þá sjúkir og heilsulitlir hvaðanæva af í einskonar pakkaferðir; norðurljós-Lækning-matur, og margföldunaráhrifin yrðu gríðarleg af þessum ferðamönnum, á okkar framsækna hagkerfi.

dh, 5.10.2013 kl. 13:20

4 Smámynd: Sigurður Antonsson

Svíar líta upp til Íslendinga þegar kemur að sjúkrahúsum segir DH.

Samt er hávært lið kvartandi og kveinandi um Landspítalann sem virðist kominn í blindgötur ef mark upphrópanir í fjölmiðlum.

Á Wikipedia eru aðgengilegar upplýsingar um Sahlgrangska sjúkrahúsið. Það þjónar um 900000 íbúum eða þrefalt fleirum en Landspítalinn. Er á 23000 fermetrum og með um 16000 stafsmenn. Sambærilegt ef Landspítalinn væri á 7600 m2 og með 5300 starfsmenn. Árskýrsla er á netinu og nákvæmar tölur um fæðingar, innlagnir, fjölda gesta á slysadeild og nærri allt er skiptir máli.

Upplýsingar um Landspítalann eru aftur á móti afar fátæklegar á netinu og ekki samanburðarhæfar. Gaman væri að vita hvar Landsspítalinn stendur sig best og hvað sé helst ábótavant séð frá hlutlausum aðila. Ekki frá mönnum sem hafa óbeinan hag af framtíðar staðsetningu. Hvort réttlætanlegt sé að hafa einn ríkisspítala með einum greiðanda. Á Vífilstöðum er nægt byggingarland og umferðaræðar ekki fullgerðar fyrir framtíðabyggð höfuðborgarsvæðið.

Sigurður Antonsson, 5.10.2013 kl. 22:26

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Á Landspítalanum starfa um 4.700 manns og ákveðið hefur verið að hann verði áfram við Hringbraut, samkvæmt deiliskipulagi sem samþykkt var af borgarstjórn Reykjavíkur 13. desember síðastliðinn.

Ársskýrsla Landspítalans fyrir árið 2012


Deiliskipulag fyrir Landspítala við Hringbraut samþykkt

Þorsteinn Briem, 5.10.2013 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband