Af hverju að afþakka boðið?

Það er sagt í fréttum að íslenska íþróttahreyfingin hafi boðið forsetahjónunum að vera viðstödd upphaf Vetrarólympíuleikanna í Sochi og ýmsir krefjast þess að þau afþakki þetta boð vegna mannréttindabrota sem viðgangist í Rússlandi.

Þessi krafa hefur oft heyrst varðandi Ólympíuleika en ekki er víst að alltaf hafi verið gætt að því hvað hefði gerst ef af slíku hefði orðið.

Minnst átta sinnum í sögu Ólympíuleikanna hafa þeir verið haldnir í landi, þar sem viðgekkst kúgun og mannréttindabrot á þeim tíma sem leikarnir voru haldnir þar.

Skoðum listann yfir Ólympíuleika sem vestrænar lýðræðisþjóðir hefðu átt að sniðganga:

Peking 2008 í einræðisríki með miklum mannréttindabrotum. Forsetahjónin voru þar og "strákarnir okkar" í handboltanum komu heim með silfur. 

Moskva 1980 í einræðisríki með miklum mannréttindabrotum. Við vorum þar með okkar fólk.

London 1948 í heimsveldisríki nýlendukúgunar. Við vorum þar með okkar fólk og aðrar lýðræðisþjóðir líka.

Berlín 1936 í einhverju alversta ríki kúgunar og mannréttindabrota í sögunni. Við vorum þar og aðrar lýðræðisþjóðir líka.

Los Angeles 1932 í Bandaríkjunum, þar sem mannréttindi voru brotin á blökkufólki í Suðurríkjunum.

Amsterdam 1928 í landi, sem stundaði nýlendukúgun.

París 1924 í landi, sem stundaði nýlendukúgun.

Antwerpen 1920 í landi, sem stundaði nýlendukúgun.

Af þess má sjá að ef sniðganga vestrænna lýðræðisþjóða hefði verið samkvæm sjálfri sér frá upphafi Ólympíuleikanna hefðu þeir líklega lognast fljótlega útaf.  

 


mbl.is Forsetahjónin fara til Sochi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekkert óeðlilegt við að mörlenski presidentinn hlæi við Pútín og kínverskum kommúnistum, sínum hjartans vinum.

Þorsteinn Briem, 1.2.2014 kl. 21:06

2 Smámynd: Sigurður Antonsson

Íþróttahreyfingin er ekki að sniðganga leikana þótt ekki fari 4 íslensk fyrirmenni til Sotsjí. Fáir vestrænir leiðtogar munu verða viðstaddir leikana. Þess í stað hafa þeir vakið athygli á ýmsu sem betur má fara í Rússlandi. Rök má færa fyrir því að tugþúsundir fanga hafi fengið frelsi fyrir leikana til að fegra ásýnd Rússlands. Þar á meðal fjölmargir pólitískir fangar.

Sotsjí er ekki á hefðbundnu rússnesku landi. Kákasusþjóðir og Úkraínumenn hafa gert tilkall til lands í kringum Sotsjí. Þjóðir Kákasus hafa þurft að sæta miklum yfirgangi Rússa í gegnum aldir og öllum mótmælendum þeirra er haldið víðsfjarri. Hvernig liði mótmælendum okkur ef Danir væru að halda vetraleika í Bláfjöllum eða á Dalvík, það er að segja ef við værum enn undir konungstjórn?

Ef ekki væru Ólympíuvetrarleikar nú væri alls eins víst að Rússar sýndu mótmælendum í Kænugarði svart á hvítu mátt rússneska björnsins. Allir muna þegar þeir lokuðu fyrir gasið í vetrarkuldum fyrir nokkrum árum.

Sigurður Antonsson, 1.2.2014 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband