"Aðeins örfáar Samfylkingarhræður".

Daginn eftir fyrstu mótmælin á Austurvelli mátti sjá hörðustu fylgismenn ríkisstjórnarinnar halda því enn fram á vefmiðlum að aðeins 600 hefðu verið þar en ekki 3500 eins og lögreglan giskaði á, og að þessir 600 hefðu verið stúdentar og "örfáar Samfylkingarhræður."

Í Búsáhaldabyltingunni var því haldið fram að alþingismenn Vinstri grænna smöluðu fólki skipulega til að fylla Austurvöll og stjórnuðu því beint úr þinghúsinu í gegnum farsíma.

Svo vildi til að í báðum tilfellum hef ég verið á vettvangi og séð með eigin augum að fólk af öllum stigum og úr öllum flokkum hefur myndað þessa hópa.

Í nýjustu skoðanakönnunum er hins vegar erfitt að tala um örfáar Samfylkingarhræður og er nýjasta útspilið að kenna fjölmiðlunum, einkum Ríkisútvarpinu, um afhroð stjórnarflokkanna í skoðanakönnunum, bæði afhorð þeirra sjálfra og einnig varðandi þá útkomu að tvöfalt fleiri vilji halda viðræðum við ESB á floti en vilja slíta þeim.  

 

 


mbl.is Fylgi stjórnarflokkanna undir 40%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Var alla dagana nema í dag föstudag. ´Mér þykir athyglisvert hve mun meira af eldri borgurum komi og taki sér stöðu meðal mótmælenda. Þetta er fólkið sem tapaði hlutabréfunum sínum og sparnaði í hendur þeirra braskafla sem nú stýra Stjórnarráðinu.

Guðjón Sigþór Jensson, 28.2.2014 kl. 21:37

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Einum kennt og öðrum bent,
æði dýrt er hvert hér cent,
yfir bráðum allt það fennt,
elskar sjalla eitt prósent.

Þorsteinn Briem, 28.2.2014 kl. 21:44

3 Smámynd: Óskar

Mér fannst nú áberandi hvað voru margir sjálfstæðismenn í mótmælunum. -  Þekkti miklu fleiri nafntogaða sjalla þarna heldur en samfóa.

Óskar, 28.2.2014 kl. 22:04

4 identicon

Hvað segir það fólki þegar Ólafur Stefánsson mætir , og segir að fólk þurfi að standa við orð sín ?

Hvers vegna voru svona margir sjálfstæðismenn þarna ?

JR (IP-tala skráð) 28.2.2014 kl. 23:03

5 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Hversu margir eru mættir til að lýsa almennri óánægju með ríkisstjórnina?  Svona mótmæli snúast sjaldan um 1 mál.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 28.2.2014 kl. 23:13

7 identicon

Sæll Ómar.

Vonandi ber ekki að skilja skrif þín svo að þú óskir
eftir því upplausnarástandi sem hér ríkti 2008???

En hvort þar voru 6 eða 6000 á Austurvelli er aukaatriði
og skiptir engu hjá því að málslyktir verða þær að menn munu
kjósa um þessa aðild með einföldu nei eða já í haust
og eftir það gengur annað fram einsog áætlað hefur verið.

Snjóhengjan verður ekki hrist niður með því skaki og
brölti sem menn hafa í frammi, - og þeir Íslendingar sem tóku
afstöðu gegn eigin þjóð í auðsöfnun og græðgi mega um
aldur og ævi eta það sem úti frýs!

Húsari. (IP-tala skráð) 1.3.2014 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband