Endilega að breyta þessu og þekja landið með virkjunum og mannvirkjum!

Bandarísku tunglfararnir komu til Íslands og fóru í Öskju 1967 til að æfa sig fyrir lendingar og göngur á tunglinu.

Samtök áhugamanna um marsferðir völdu sér stað í Gjástykki árið 2002 til að marsfarar gætu æft sig þar fyrir ferðir til mars.

Nú hefur nefnd um skipulag miðhálendisins ákveðið einróma að svæðið Leirhnjúkur-Gjástykki verði iðnaðar/virkjanasvæði.

Líka búið að leggja til að "mannvirkjabelti" virkjana, vega og risa háspennulína verði lögð um Kjöl og Sprengisand.

Á morgunverðarfundi Orkustofnunar síðastliðinn föstudag upplýsti Stefán Gíslason verkefnisstjóri rammaáætlunar, að til verkefnisstjórnarinnar streymdu óskir um nýjar stórar virkjanir og inn væru komnar 30 stykki. Í landinu hafa nú verið reistar 30 virkjanir.

Miðað við ásóknina í mannvirki og virkjanir um gervallt land er svo að sjá sem ráðandi öfl í landinu vilji með engu móti þyrma einstæðri náttúru Íslands sem þáttastjórnandi Cosmos sjónvarpsþáttanna lýsir svo fjálglega, heldur verði endilega að breyta þessu, þekja sem mest af landinu með vegum og hraðbrautum, mannvirkjum og virkjunum með tilheyrandi stöðvarhúsum, skiljuhúsum, gufuleiðslum, stíflum, miðlunarlónum og háspennulínum.

Og halda áfram að selja þetta á spottprís og með rauntapi.

Ég hvet fólk til að fara inn á náttúrukortið hjá Framtíðarlandinu og sjá það, sem búið er að stilla upp sem mannvirkjalandinu Íslandi, en á endanum myndu virkjanir á landinu, þær sem þegar eru komnar og hinar, sem sem endilega þarf að reisa, verða á annað hundrað.


mbl.is „Eins og Ísland hafi orðið til í gær“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það á ætti að leggja alla áhersluna á sjávarfalla-virkjanir, sem eru komnar vel á þróunarveginum, ásamt sólarorkuvirkjun og vindmyllum.

Það er lítið rætt um vatnsskortinn austur á fjörðum núna, og tapið sem sá skortur veldur hjá Fjarðaráli.

Sjórinn, sólin og vindurinn verða á sínum stað, svo framarlega sem heimsendir heimsækir ekki jörðina. Eða það er alla vega líklegast. Enginn veit þó tæplega með neinni vissu, hvað verður lengi Móðir Jörð, fyrir okkur molbúana á jörðinni.

Kannski best að haga sér sæmilega siðmenntað og skikkanlega, meðan enn er möguleiki á betri heimi fyrir heimsbyggðar-heildina.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.3.2014 kl. 01:50

2 identicon

Það eru margir kostir til. Smærri vatnsaflsvirkjanir, sjávarföll, vindur, bæði í smærri og stæri deild. Það væri hægt að kynda þúsundir heimila víða um land með vindorku, með till þess að gera "penum" einingum.
En að ætla að hlunka stærri virkjunum út um allt, og eyðileggja fyrir iðnaði sem er hraðvaxandi og gefur betur en orkusala er náttúrulega bara heimska.

Jón Logi (IP-tala skráð) 11.3.2014 kl. 07:05

3 identicon

Það ætti kannski að huga að því að breyta nafni landsins í " Virkjanaland "..

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 11.3.2014 kl. 08:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband