"Vondu kallarnir" hefðu ekki átt að koma á óvart.

Af yfirlýsingu utanríkisráðherra nú má ráða að ESB sé vondi kallinn í því að samkomulag ESB, Norðmanna og Færeyinga hefur tekist um skiptingu makrílkvótans. Heyra má stuðningsmenn hans hér á blogginu úthrópa ESB og hvetja til þess að "við sýnum þeim fingurinn".

Fyrir aðeins viku sagði utanríkisráðherra samt að Norðmenn væru vondi kallinn, og það meira segja svo vondur kall, að af bæri.

Fjölmiðlar hentu þetta á lofti því að þar áður hafði ESB alltaf verið vondi kallinn.

Nú er ekkert eftir nema að við segjum að Færeyingar séu vondi kallinn svo að við getum úthrópað allar þessar samningaþjóðir. Því að mestu virðist skipta að allir séu vondir við okkur, jafnvel Færeyingar.

Það hefur verið löngu vitað hve snjallir og harðdrægir samningamenn Norðmenn eru og hafa margir fyrrum ráðherrar og samningamenn okkar borið vitni um það.

Þeir eru til dæmis mjög slungnir og mikilvirkir í því að koma ár sinni fyrir borð í þeim illnauðsynlega lobbyisma, sem verður að stunda í Brussel vegna tilskipana sem streyma þaðan til þeirra og okkar.

Norðmenn vita hve mikilvægt það er að sinna þessu og eru ekkert feimnir við að setja í það mannskap og peninga.

Íslendingar hafa notið góðs af þessu með því að nýta sér árangur Norðmanna og gera þá að einhvers konar erindrekum og brimbrjótum fyrir okkur.

Enda eins gott, því að allt fram undir þetta hefur það verið talin nauðsyn fyrir Íslendinga að vera sem minnst á ferli í hinni vondu borg Brussel.

Að vísu var utanríkisráðherra að tilkynna nýjar áherslur í þessu, en nú er allt eins líklegt að hinn fyrri söngur verði tekinn upp á ný og ekki aðeins muni þess krafist að við gefum sem mestan skít í Brussel heldur hættum að láta Norðmenn vinna nauðsynleg verk þar fyrir okkur í að halda sjónarmiðum okkar stíft fram.

Það, að Norðmenn og Færeyingar hafi ákveðið að ganga frá þessu máli án frekari ýfinga við Íslendinga átti ekki að koma neinum á óvart, sem kynnst hefur öflugum, slungnum og harðdrægum samningamönnum Norðmanna fyrr á tíð.

 

 


mbl.is Makrílsamkomulag staðfest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Við gefumst aldrei upp þó móti blási/ á Íslandi við getum verið kóngar allir hreint/ tra, la la..."

Stöndum einhuga að baki Gunnari Braga, Sigurði og Þórólfi við að losa okkur frá ESB...Já og Noregi og Færeyjum líka !!!

Trump (IP-tala skráð) 13.3.2014 kl. 00:19

2 identicon

Já, frekju- og valdníðslusinnar Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks sem fara fyrir LÍÚ-leppstjórninni þurfa að víkja fyrir mönnum sem vita hvað þeir eru að gera. Hinn reynslu- og úrræðalausi hrokagikkur sem situr í stóli utanríkisráðherra hefur sýnt að hann er stórhættulegur þjóð sinni, enda munu valdníðsluviðhorf hans ekkert gera annað en að grafa enn frekar undan orðspori Íslands á alþjóðavettvangi. Það verður að losa þjóðina undan þessum skríl sem skipar nú ríkisstjórn Íslands og náði völdum með blekkingum.

Steinþór eldri (IP-tala skráð) 13.3.2014 kl. 00:23

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Færeyingar eru líka alveg öflugir samningamenn. Eg segi fyrir minn hatt, sem mikil Færeyja og færeyingavinur, að eg hef aldrei skilið þetta tal hér uppi (sem hefur orðið áberandi síðustu misseri) um eitthvað sérstakt ,,bandalag íslands og færeyja" varðandi fisk eða efnahagsmál.

Þetta er að mínu mati tal sem gengur enganvegin upp. Óraunsætt og hreinlega bara verið að segja fólki ósatt eða leiða á villustígu.

Færeyingar eru vissulega mikil vinaþjó íslands og góðgjarnir og hjálpsamir svo af ber - en þeir auðvitað hugsa um sína hagsmuni rétt eins og Ísland.

Færeyjar eru í Danska Ríkisfélagsskapnum. Það er eins og sumir íslendingar fatti ekki hve það skiptir miklu máli fyrir Færeyja. Þeir eru með menn á danska þinginu! Halló. Þeir eru í Ríkisfélagsskap með Danmörku og Grænlandi.

Með fisk sérstaklega, þá eru hagsmunir Færeyja soldið annars eðlis en Íslands. Þeir eiga td. mikið undir góðum samskiptum við Noreg. Það fylgir þessum samningi núna heimildir Færeyja til að veiða makríl í Norskum sjó - þegar makríllinn er hvað verðmætastur.

Í heildina með samninginn, þá virðist sem ESB hafi einna helst gefið eftir. Danskir fiskimenn eru óánægðir. Telja að þeir hafi verið látnir gefa eftir til færeyinga.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.3.2014 kl. 00:37

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

SS hælum saman small,
seldi ESSO bensín,
verulega vondur kall,
vill nú fá hann til sín.

Þorsteinn Briem, 13.3.2014 kl. 00:44

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hefurðu skroppið til Brussel, Ómar Ragnarsson?

Hefur þér verið boðið þangað eins og ýmsum blaðamönnum, sveitarstjórnarmönnum, embættismönnum, fulltrúum verkalýðsfélaga o.s.frv. o.s.frv. og þegið þar ókeypis ferðir og gistingu, risnu og dagpeninga?

Finnst þér þeir sveitarstjórnarmenn marktækir í ESB-umsóknar/inntöku-umræðu, sem þegið hafa slíka bitlinga af stórveldinu?

Jón Valur Jensson, 13.3.2014 kl. 01:03

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Margir hafa heimsótt undirritaðan og fengið hjá honum ókeypis kaffi og kökur.

Þorsteinn Briem, 13.3.2014 kl. 01:11

7 identicon

Mætti halda að ómar sprellari,ætti von á IPA-styrkjum,,,ja mér datt þetta svona í hug.Vonandi hef ég rangt fyrir mér.

Númi (IP-tala skráð) 13.3.2014 kl. 01:17

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Mér dettur alltaf í hug Andsinnar þegar eg sé eftirfarandi:

http://www.youtube.com/watch?v=R8L-qXJbFoI

Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.3.2014 kl. 01:27

9 identicon

Jón Valur, þú sem dæmigerður valdníðslusinni, hvað er það við lýðræðið sem þið þolið ekki?

Steinþór eldri (IP-tala skráð) 13.3.2014 kl. 04:59

10 identicon

Það er ekkert lýðræði að  þurfa að sitja og standa eftir ákvörðunum heimsvaldasinna í Brussel.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 13.3.2014 kl. 06:39

11 identicon

Þetta er lítið mál, og heimurinn er stór.

Það væri kannski vel að við sýndum ESB bara fingurinn, og leituðum hófana með aukin viðskipti við önnur svæði í heiminum.

ESB svæðið, og þá sérstaklega evru hlutinn er í langvarandi kreppu, með litlum augljósum batamerkjum, og eru því kannski ekki þau viðskipðtalönd sem við eigum að eyða tíma í. Við skulum muna það, að ESB hefur einungis um 7% mannkyns innanborðs, auk þess sem raunverulegur möguleiki er á að Bretland yfirgefi það á næstunni. Þess utan eru litlar líkur á að sambandið vaxi umfram þá stærð sem það er í.

Sem sagt, ESB er steinrunnið apparat sem er fast í kreppu.

Það eru sætari stelpur á ballinu.

Hilmar (IP-tala skráð) 13.3.2014 kl. 07:07

12 identicon

Rafn Haraldsson, þú ert líka dæmigerður valdníðslusinni. Gjammar og gjammar en veist ekkert út af hverju. Gjammar bara með öðrum sem gjamma. "Heimsvaldasinnar í Brussel"? Þvílík firra. Þú hefðir vafalaust gjammað með áróðri nasista á sínum tíma.

Steinþór eldri (IP-tala skráð) 13.3.2014 kl. 08:04

13 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Frabært að sjá nýjan og rökfastan evrópusinna bætast í bloggher evrópubandalagssinna. Áfram Steinþór, meira af þessu. Það léttir okkur andstæðingum róðurinn.

Jón Steinar Ragnarsson, 13.3.2014 kl. 09:00

14 Smámynd: Sigurður Antonsson

Ef krónan væri ekki jafn ónýt og hún er væru ESB umræður ekki jafn frjósamar og raun er á. Úkraína vill ESB viðræður því þeir eru hræddir við Rússa. Smáríki Evrópu vilja sameinast í ESB vegna ótta við stríð og til að eiga sameiginlegan gjaldmiðill. Horft er hjá því að aðaláhugi Íslendinga beinist að því að eiga traustan gjaldmiðill með öðrum þjóðum.

Flestir vita að lýðræðishalli er hjá Evrópusambandinu og að ESB mun aldrei samþykkja lengi einhliða fiskveiðistefnu íslenskra stjórnvalda. Undanþágur munu falla út. Því er ekki meirihluta fylgi fyrir Evrópuaðild.

Ríkisstjórnin segir að hún ætli að styrkja samvinnu við Evrópu með viðræðum við EES. Hún á að nota það samband til að tengja krónuna evru. Þá munu sáttir verða í nokkur ár um ESB meðan við náum tökum á efnahagsmálum.

Sigurður Antonsson, 13.3.2014 kl. 09:06

15 identicon

Ekki vondir eða góðir

Þetta er bara veruleikinn

sem Össur og fleiri hafa viljað

sveipa í ímyndaðan pakka frá jólasveini

Grímur (IP-tala skráð) 13.3.2014 kl. 09:28

16 identicon

Jú, það er lýðræðishalli hjá ESB. Menn þurfa bara að vera duglegir að ausa peningum í lobbýistana. Þeir eru mjög slyngir og mikilvirkir í að koma ár sinni vel fyrir borð.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 13.3.2014 kl. 09:36

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

Enginn lýðræðishalli hér á Íslandi.

Þorsteinn Briem, 13.3.2014 kl. 10:23

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

Útlendingar, til að mynda Kínverjar, geta nú þegar átt helminginn af öllum aflakvóta íslenskra fiskiskipa en útlendingar hafa mjög lítið fjárfest í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum.

23.11.2010:


"Nefnd um erlenda fjárfestingu hefur að undanförnu fjallað um málefni sjávarútvegsfyrirtækisins Storms Seafood sem er að hluta til í eigu kínversks fyrirtækis, Nautilius Fisheries.

Eignarhlutur Kínverjanna er
um 44%, beint og óbeint.

Og niðurstaða nefndarinnar er að það sé löglegt."

Ef einhverjar útgerðir í Evrópusambandsríkjunum ættu að fá ókeypis aflakvóta hér á Íslandsmiðum yrðu þau að fá hluta af aflakvóta sem er í eigu íslenskra útgerða.

Eignarrétturinn er hins vegar friðhelgur
, bæði hér á Íslandi og í Evrópusambandsríkjunum.

Útgerðir
og aðrir í Evrópusambandsríkjunum geta hins vegar nú þegar keypt hluti í útgerðarfyrirtækjum hér á Íslandi, rétt eins og Samherji hefur keypt hluti í útgerðarfyrirtækjum í Evrópusambandsríkjum.

Þorsteinn Briem, 13.3.2014 kl. 10:24

20 identicon

Það duga engin rök á ykkur valdníðslusinna, Jón Steinar Ragnarsson, ekkert frekar en að rök dygðu til að koma vitinu fyrir nasistana forðum. Engar málamiðlanir, bara valdníðsla og aftur valdníðsla. Það er ykkar stefna. Lýðræði skal í engu virt heldur viljið þið valta með valdi yfir þjóðina svo þið náið ykkar heimskulegu þjóðernisrembingsstefnu fram. Það eru bara þjóðníðingar og valdníðslusinnar sem þannig hugsa. Þú ert valdníðslusinni og þjóðníðingur Jón Steinar Ragnarsson, og þínir líkar.

Steinþór eldri (IP-tala skráð) 13.3.2014 kl. 11:15

21 identicon

Kannski er þetta fyrst og fremst spurning um ímynd. Vesturlönd þurfa greinilega að vinna svolítið í sinni. Utan frá séð virðist þau vera að kafna úr frekju. Sjálfir kyndilberar friðarins. Laun heimsins eru vanþakklæti.

http://www.theguardian.com/commentisfree/2014/mar/06/us-greatest-threat-to-peace-asia-survey

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 13.3.2014 kl. 11:45

22 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég hélt að Ísland tilheyrði Vesturlöndum.

Þorsteinn Briem, 13.3.2014 kl. 11:55

23 identicon

Í guðana bænum, hendið þessum aulum út áður en tjónið verður óbætanlegt.

 

Öll ríkisstjórnin eins og hún leggur sig er ein katastrófa.

Eitruð blanda af arrogance og asnaskap.

 

Kveðja frá Grikklandi.

 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 13.3.2014 kl. 12:50

24 identicon

Samkvæmt mbl.is ætla þessir aðilar að taka samtals 1.047.000 tonn eða nær 18% umfram ráðgjöf ICES (Alþjóðahafrannsóknarráðsins).

Var ekki einmitt aðal markmið Norðmanna að veiða miklu meira en ICES og Ísland ráðlagði?

Norðmenn vita svo að Íslendingar koma svo með sinn kvóta ofaní.

Ert þú virkilega að halda því fram að Íslendingar hefðu átt að sjá framhjá ráðgjöf ICES og samþykkja kröfur Norðmanna?

Richard Ulfarsson (IP-tala skráð) 13.3.2014 kl. 14:15

25 identicon

"Ef krónan væri ekki jafn ónýt og hún er"

Krónan er verkfæri.

Meðhöndlun og umgengni verkfæra er á ábyrgð handhafans.

Skuggi (IP-tala skráð) 13.3.2014 kl. 14:29

26 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég hef farið eða verið boðið sem fréttamaður, skemmtikraftur og flugmaður, til að þiggja viðurkenningar o. s. frv. og er listinn yfir höfuðborginar eftirfarandi:

Washington, Lissabon, París, Luxemborg, Brussel, London, Þórshöfn í Færeyjum, Osló, Kaupmannahöfn, Stokkhólmur, Helsinki, Berlín, Tangier, Cetuan og Marrakesh í Marokkó, Addis Ababa, Maputo, Tokyo, Nýja Dehli og Colombo á Shrilanka.

Langoftast hef ég komið til Washington, Parísar, Luxemborgar, London, Osló, Kaupmannahafnar og Stokkhólms.

Af því að Brussell virðist vera miklu hættulegri fyrir sálarheill mína og skoðanir en allar hinar borgirnar til samans má geta þess að ég hef farið þangað eina boðsferð á ráðstefnu frjálsra félagasamtaka um ýmis mál, svo sem um beint lýðræði, netlýðræði og þáttöku almennings í stjórnmálum og hef farið þangað eina aðra ferð sem ég borgaði sjálfur til að heimsækja son minn og tengdadóttur, en hann vinnur sem fjölmiðlafulltrúi Karitas, hjálparsamtaka Kaþólsku kirkjunnar og skal því væntanlega úthrópaður sem landráðamaður vegna þess hvar höfuðstöðvar þeirra samtaka eru.

Ég áskil mér rétt til að hafa skoðanir á heimsmálunum án þess að vera vændur um vanhæfi í málefnum allra þeirra landa, sem ég hef komið til.

Ég tel mig óverðugan í ágætum félagsskap því að Jón Sigurðsson forseti bjó í Kaupmannahöfn mestallan starfstíma sinn og var haldið uppi af Dönum.

Nú er hann sennilega fallinn í ónáð hjá Jóni Val Jenssyni.

Svar við annarri athugasemd: Ég hef enga styrki hlotið frá ESB og á ekki neina í vonum.

Ómar Ragnarsson, 13.3.2014 kl. 14:37

27 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Gleymdi Moskvu 2006, en þangað fór ég vegna kvikmyndagerðar minnar á eigin kostnað.

Kom líka Lissabon 1967 sem skemmtanastjóri á skemmtiferðaskipi á kostnað ferðaskrifstofunnar Landa og leiða, en hinn illræmdi Lissabonsáttmáli er kenndur við þá borg.

Hef líka á langri ævi komið til mun fleiri landa en höfuðborgirnar fyrrnefndu eru í,  þannig að hægt er að lengja vanhæfislista minn verulega.

Heima hjá mér er stór öskubakki með eftirlíkingu af merki SS-sveitanna, sem ég erfði ókeypis eftir foreldra mína, gerður af Íslendingi sem fór á kostnað Heinrichs Himmlers til að nema höggmynda- og leirkerasmíði 1938. 

Þar með er ég hugsanlega orðinn vanhæfur við gerð heimildarrits og kvikmyndagerðar um "alternate history" varðandi möguleika Þjóðverja á að ná Íslandi á sitt vald 1940-42.

Nasistalykt af þessu hjá mér.

Fann týnt byrgi Hitlers í Eifelfjöllum í Þýskalandsferð 2010 til að taka myndir og stand-up á þeim stað þar sem foringinn ákvað að gera innrásaráætlun í Ísland.

Verulega grunsamlegt af mér að hafa fyrir þessu. Of seint að iðrast. Er búinn að gera þetta.

Fór líka til Moskvu 2006 til að standa í sömu sporum og þýskir hermenn 35 kílómetra frá Kreml í desember 1941 og ók líka norður til Demyansk til að afla mynda og gagna um loftbrú Lufwaffe sem hélt lífi í 100 þúsund manna innilokuðum her Þjóðverja þar frá janúar til maí 1942 uns hann bjargaði sér með því að brjótast út úr herkvínni.

Verulega grunsamlegt athæfi þetta að feta í fóspor þýskra nasista víða um lönd.   

Ómar Ragnarsson, 13.3.2014 kl. 14:54

28 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það var sjálfsagt mál fyrir þig, Ómar, að svara fyrirspurn minni, og það gerðirðu einkar skýrt og vel framan af innlegginu kl. 14:37 (kærar þakkir fyrir það) -- en ferð síðan alveg að óþörfu -- vegna augljóss sakleysis þíns -- út í alls óþarfan æsing og vífillengjur í framhaldinu.

En það eru ekki allir jafn saklausir og þú í þessum málum. Og þú átt að vita það eins vel og ég, að Brusselvaldið þrengir sér með margvíslegum hætti inn á okkur Íslendinga (m.a. sveitarstjírnarmenn) til að narra þjóðina til að gefa upp sitt fullveldi í hendur valdsstofnunum í Brussel og Strassborg.

En hvað þig snertir, er ég mest hissa á því, að þú getir unað við að vera meðlimur í þessari fullveldis-fjandsamlegu Samfylkingu.

Jón Valur Jensson, 13.3.2014 kl. 17:17

29 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég vildi bara upplýsa ítarlega um málið hvað mig snerti og tel hvorki felast í því æsingur né vífillengjur.

Ómar Ragnarsson, 13.3.2014 kl. 20:20

30 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Fólk hlýtur nú að átta sig á að þetta mál á sér nokkurra ára aðdragenda. Ísland hlustaði ekki á neinar fortölur í fjölda ára og veiddi langt fram yfir vísindaráðgjöf á brútal hátt og í byrjun fór mest allt í bræðslu hjá þeim.

Nú, það er ljóst að makríllinn hefur gengið mun vestar og nrðar en áður þekktist, allavega á seinni tímum - og m.a. í auknum mæli í norskan sjó.

Ok. þessi lönd, m.a. Noregur hefur langa hefð í veiðum á makríl. Líka Færeyjar. Ísland hefur hinsvegar enga hefð.

Að menn skuli halda það að Norðmenn segi bara já og amen gagnvart hegðan Íslands - er hreinlega barnalegt.

Það var margbúið að vara Íslendinga og LÍÚ við þessu - m.a. af mér.

Ef Ísland vill enga samninga og veiðir bara frjálst eða eins og þeim sýnist eða það sem þeir geta mokað upp með stórtækum tvíbyratrollum og gríðarlegri keyrslu - nú, þá finnst öðrum þjóðum þær geti það líka!

Þetta er alltaf hættan við óábyrga hegðan ríkja eins og Ísland hefur sýnt af sér í ótal málum undanfarin ár.

Að önnur ríki fái nóg af frekjunni, ábyrgðarleysinu og ósvífninni og setji þeim einfaldlega stólinn fyrir dyrnar. Eða setji stólinn útfyrir dyrnar í raun.

Ísland hefur augljóslega ofmetið stöðu sína gjörsamlega og framsjallar láta landið standa uppi útá berangri algjörlega útá þekju og skaðakostnaðurinn bankar á dyr.

Að leika alltaf svona glæfralega eða kæruleysislega - endar yfirleitt með því að vikomandi fellur á eigin bragði. Samanber; Dramb er falli næst.

LÍÚ virðist alveg hafa stólað bara á það að þeir gætu sett allt í uppnám hjá öllum þjóðum með því einu að vilja ekki sjá samninginn. Það reyndist kolrangt stöðumat.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.3.2014 kl. 22:52

31 Smámynd: Jón Valur Jensson

Orð þín um mig í sambandi við Jón Sigurðsson voru t.d. alls óþarfur þvæluspuni, Ómar Ragnarsson!

Jón Valur Jensson, 15.3.2014 kl. 02:51

32 identicon

Mikill er hitinn.....og spuninn.
En komi maður að aðal-atriðinu, þá ætlar ESB að ráða því hvað við veiðum mikið (lítið altso) úr fiskstofni sem kominn er hér að stórum hluta á beit.
Fyrst þeir skammta langt niðrum nokkur eðlileg hlutföll, er ekkert að gera annað en að...
FISKA alveg farende voll.

Jón Logi (IP-tala skráð) 15.3.2014 kl. 14:37

33 Smámynd: Jón Valur Jensson

Svo gleymdirðu, ÓR, að svara þessari fyrirspurn í 1. innleggi mínu hér :

Finnst þér þeir sveitarstjórnarmenn marktækir í ESB-umsóknar/inntöku-umræðu, sem þegið hafa slíka bitlinga af stórveldinu?

Jón Valur Jensson, 15.3.2014 kl. 17:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband