Búin að vera líklegust síðustu árin.

Útlendingarnir sem ég hitti og spyrja mig hvar og hvenær ég haldi að gjósi næst á Íslandi fá það svar að Hekla gæti gosið eftir klukkustund en líka eftir mörg ár og að Katla gæti líka tekið upp á ýmsu.

Ekki sé að vænta goss í Grímsvötnum fyrr en eftir fimm til sjö ár. Hekla. Tungl  

Síðan koma svipaðar útskýringar varðandi Heklu og hjá Páli Einarssyni jarðfræðingi í samtali við mbl.is.

En ég bæti því líka við að í níu eldgosum og alls fjórtán umbrotahrinum í Kröflueldum 1975-84 hafi landið risið hærra fyrir hvert gos eða umbrot neðanjarðar án goss en það reist hæst fyrir næstu hrinu á undan.

Hekla virðist vera í einhvern veginn svona fasa núna og er því hið mesta ólíkindatól.

Hún gaus með 50-100 ára millibili öldum saman en byrjaði svo allt í einu að gjósa tíðar eftir 1947, fyrst 1970 og síðan 1980-81, 1991 og 2000. Og nú er goshléð hið lengsta síðan á milli gosanna 1947 og 1970.  


mbl.is Kvikusöfnun meiri í Heklu en árið 2000
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Þið sem hafið áhuga á gönguferðum á Heklu,látið ykkur ekki einu sinni detta það í hug.Drottningin er tilbúin og vísindamenn hvetja fólk að láta fjallið í friði ;)

Ragna Birgisdóttir, 17.3.2014 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband