Afganistan ´79, Súdetahéruðin ´38 og Serbía 1914.

Ekki hefur farið neinum sögum af því að rússneskumælandi fólk í Úkraínu hafi verð kúgað eða beitt mismunun síðan landið varð sjálfstætt ríki þegar Sovétríkin liðuðust í sundur. 

Eftir stjórnarskiptin í Kænugarði á dögunum er heldur ekki vitað til þess að slíkt hafi tíðkast.

Greinilegt er að þrýstingur frá hinum stóra nágranna kyndir nú undir óróanum í suðausturhluta Úkraínu á sama hátt og þrýstingur frá stórum nágranna kynti undir óróa meðal þýskumælandi fókst í Súdetahéruðum Tékkóslóvakíu árið 1938.

Sá þrýstingur knúði leiðtoga Bretlands, Frakklands og Ítaliu að samningaborði þar sem Tékkar áttu ekki eini sinni neinn fulltrúa Þjóðverjar fengu nær allt sitt fram og gátu marsérað inní héruðin og lagt þau undir sig án mótspyrnu.

Hitler lék sér að eldinum 1938 og Pútín virðist gera það nú. Rétt er að taka það fram að með því að nefna þessi tvö nöfn í sömu andrá er á engan hátt verið að líkja þessum tveimur mönnum saman, heldur einungis hliðstæðum aðstæðu í megindráttum.

Hertaka Krimskaga var sérstæð að því leyti að Rússar höfðu gefið Úkraínu skagann fyrir hálfri öld og vildu fá hann til baka til sín í ljósi breyttra aðstæðna eftir fall Sovétríkjanna.

Það útskýrir mun veikari viðbrögð annarra þjóða við hernáminu en mátt hefði ætla miðað við það að verið var í fyrsta sinn frá stríðslokum verið að breyta landamærum ríkis, sem lá að Rússlandi.

1979 steyptu hin múslimsku Muhaheddin samtök, fyrirrennarar Talibana,  stjórn, sem var afar hliðholl Rússum í Afganistan, nánast handbendi þeirra. Rússar brugðust við með því að ráðast inn í landið og fara í hernað til að koma hinni hliðhollu stjórn aftur til valda.

Stríðið varð Sovétmönnum ofviða og þeir drógu herliðið til baka sjö árum seinna.

Alþjóðasamfélagið brást við með þvingunum af ýmsu tagi og Sovétríkin féllu.

1938 kom í ljós að friðurinn var aðeins stundarfriður og heimsstyrjöld brást á ári seinna.

1979 braust slíikt stríð ekki út enda um að ræða eitthvert afskekktast fjallaland heims.

Öðru máli gegnir nú. Ukraína er Evrópuríki og stríð milli hennar og Rússa gæti farið á svipaða lund og gerðist fyrir réttum hundrað árum, þegar fyrri heimsstyrjöldin braust út vegna keðjverkana skuldbindinga og aðgerða þjóðanna sem deildu.

Það yrði hörmulegt og raunar skelfilegra en orð fá lýst ef svipað gerist á aldar afmæli stórstyrjaldar af áður óþekktri stærð.

Því að þriðja heimsstyrjöldin yrði margfalt stærra risastökk en sú fyrsta var fyrir 100 árum.      

 


mbl.is Segir Rússa vilja „kveikja í“ suðausturhlutanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Án þess að hafa nokkurn áhuga á að skipa mér í einhverjar fylkingar varðandi sorgleg átök í Úkraínu sem stefnir í að geta orðið alvarleg borgarastyrjöld - þá er fyrsta setning þessarar færslu röng.

Tungumálaspurningin hefur verið bitbein í Úkraínu frá stofnun landsins. Þar var strax í upphafi tekin sú afstaða að viðurkenna aðeins eitt opinbert tungumál: úkraínsku. Rússneskan sem þó er fyrsta tungumál 40% íbúa hefur ekki formlega stöðu. Ekkert annað ríki í Evrópu neitar að viðurkenna tungumál sem talað er af svo stórum hluta þjóðarinnar. Til samanburðar hefur sænska opinbera stöðu í Finnlandi þótt aðeins um 8% fólksins tali hana sem fyrsta mál.

Eitt fyrsta verk (og stórkostlega vanhugsað) hjá nýju stjórninni í Úkraínu eftir byltingu var að hlaupa til og breyta lögum sem hertu verulega að stöðu rússneskunnar. Blessunarlega tókst ESB og Bandaríkjunum að stoppa stjórnina í Kiev og lögin voru ekki fullgilt - en það er engum blöðum um það að fletta að setning þeirra hafði verulega skaðleg áhrif fyrir sambúð málahópanna í landinu.

Fyrstu tvær málsgreinar þessa pistils eru því ónákvæmar eða rangar. Um það sem á eftir kemur og sagnfræðilega samanburðinn þar getur svo hver haft sína skoðun.

Stefan Palsson (IP-tala skráð) 16.4.2014 kl. 00:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband