Er hægt að auka alin við hæð sína eða verða hundrað ára?

Hún er 100 ára og blöskrar heimtufrekjan enda úr nógu að moða. Allar viðmiðanir í þjóðfélaginu miðast við það að ná aftur sömu stöðu og var 2007.  2006 og 2005 nægja ekki, nei, - allt verður að vera sama blóma og var 2007, allar viðmiðunartölur.

Einhvern tíma var sagt að enginn gæti aukið alin við hæð sína með kröfum og í viðtalinu við hundrað ára konu í dag kemur í ljós að ekki hefur hún getað náð þeim aldri með því að heimta það.

Margir öfunda sjálfsagt hana af því að vera þetta hress og hafa átt svona marga góða daga án þess að sækjast eftir peningum eða öfunda aðra.

Um allan heim er heimtað að hagvöxtur sé svo og svo mikill og að annars fari allt til fjandans. 

Þetta gengur á fullu á meðan útblástur gróðurhúsalofttegunda fer sívaxandi og koltvísýringur í andrúmloftinu er á tiltölulega stuttum tíma í jarðsögunni, aðeins nokkrum áratugum, orðinn meiri en þekkst hefur í mörg hundruð þúsund ár.

 Nú er talað um það hér á blogginu að tölur sem sýna hlýnun loftslags á jörðinni séu "fúsk" og að allt talið um hlýnun sé runnið af pólitískum rótum.

Eru þeir, sem vara við hlýnun af völdum áhrifa gróðurhúsalofttegunda kallaðir "hlýnunarsinnar" en samkvæmt íslenskri málkennd táknar það menn sem vilji stefna að sem mestri hlýnun!  

Þetta er sagt upp í opið geðið á manni þótt maður hafi horft á það sjálfur síðustu áratugi og einkum síðustu áratugi og ár hvernig íslensku jöklarnir fara hraðminnkandi. Það er bara "fúsk" og væntanlega af pólitískum nótum.  

Sem og myndir og mælingar helstu jöklavísindamanna af áhrifum hlýnunar og mælingar sem sýna mikla minnkun hafíssins í Norður-Íshafinu og þau sóknarfæri, sem mikið er talað um í því sambandi.  


mbl.is 100 ára og blöskrar heimtufrekjan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já. Tók eftir þessu á blogginu. Þegar fúskarar eru farnir að tala um fúsk - þá er nú fokið í flest skjól.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 17.4.2014 kl. 17:43

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Alin hann við ístru jók,
alltaf stækkar maga,
Sigmundur með síðan lók,
sauður alla daga.

Þorsteinn Briem, 17.4.2014 kl. 19:26

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Katrín Ólafsdóttir lektor í hagfræði - Viðskiptablaðið 26. apríl 2007:

"Á árunum 2004 og 2005 var hagvöxtur hér á landi yfir 7% tvö ár í röð. Samkvæmt mati Seðlabankans var slaki í þjóðarbúskapnum á árinu 2003 og framleiðsla því undir framleiðslugetu.

Uppbygging á þessum árum var mikil og aukning fólksfjölda hröð. Því er ekki óeðlilegt að gera ráð fyrir að hagkerfið myndi þola hagvöxt umfram 3%, allavega um tíma.

Þróunin var hins vegar sú að strax á árinu 2004 var slakinn horfinn og gott betur. Því leiddi megnið af 7% hagvextinum á árinu 2005 til aukningar á þenslu.

Þar var því um að ræða hagvöxt umfram framleiðslugetu, sem er því ekki vöxtur til frambúðar.

Afleiðingin af þessu hagvaxtartímabili blasir við í dag, þar sem viðskiptahalli hefur aldrei í sögu þjóðarinnar verið meiri, mælist fjórðungur af landsframleiðslu, og verðbólga nálgast 8%, að undanskilinni skattalækkun.

Atvinnuleysi mælist varla. Þvert á móti hefur innflutningur vinnuafls aldrei verið meiri. Með öðrum orðum, ójafnvægið í þjóðarbúskapnum er gífurlegt og öllum ætti að vera ljóst að þetta ástand stenst ekki til frambúðar."

Þorsteinn Briem, 17.4.2014 kl. 19:38

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Hagvöxtur til frambúðar veltur á því að landnæði er nýtt betur, tæki og tól eru endurnýjuð til hins betra og vinnuafl nýtist betur, annaðhvort með því að láta fólki í té betri tæki eða með því að auka menntun og þar með virði vinnuframlags hvers einstaklings."

Er meiri hagvöxtur alltaf betri? - Katrín Ólafsdóttir lektor árið 2007


Menntun Íslendinga 11% undir meðaltali OECD

Þorsteinn Briem, 17.4.2014 kl. 19:43

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ekki í fyrsta sinn sem ég sé þig hafa efasemdir um "hagvöxt", Ómar, líkt og hann sé eitthvað sem við ættum að íhuga að láta eiga sig... jafnvel um aldur og ævi.

Ef hagvöxtur er enginn og íbúum fjölgar og/eða aldurssamsetning breytist, eins og mun gerast þegar stærstu árgangar Íslandssögunnar, 1957-1965, kemst á eftirlaunaaldur, þá munu kjör versna ef enginn er hagvöxturinn. Svo einfalt er það.

Það má vera að umhverfisverndarsinnar láti sér það í léttu rúmi liggja að kjör aldraðra og sjúkra versni frá því sem nú er, en ég deili ekki því áhyggjuleysi með þeim.

Gunnar Th. Gunnarsson, 18.4.2014 kl. 07:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband