"...Af því hann er þarna, - bara af því."

Ævinlega þegar slys verða í ferðalögum fólks, ekki hvað síst þegar þau eru á hættulegum slóðum, vaknar spurningin, hvers vegna fólk sé að hætta lífi sínu og limum að því er virðist af óþörfu.

Þessar spurningar hafa verið eðlilegar allt frá upphafi vegferðar mannkynsins.

Hvers vegna sigldu norrænir menn út á að því er virtist endalaust úthafið? Af hverju gátu þeir ekki verið kyrrir á heimaslóðum sínum?

Hve margir skyldu hafa siglt og horfið áður en Naddoður og Hrafna-Flóki færu löndum sínum fregnir af óbyggðri (?) eyju langt vestur í hafi?

Allar svona ferðir hafa skapað þessar spurningar og vettvangur háskaferðanna hefur verið jörðin öll, heimskauta millum.

Lungann af síðustu öld fórust menn í tilraunum sínum til þess að klífa hæsta fjall veraldar og fleiri fjöll, og Everest var ekki sigraður fyrr en árið 1953.

Að sjálfsögðu liggur ævinlega lína á milli þess sem verjandi er að leggja í og þess sem teljast verður hreina og forkastanlega fífldirfsku. Vandinn er bara sá hvað það getur verið erfitt að draga þessa línu, hvort sem um er að ræða göngu upp á fjall eða ferð til tunglsins.  

Ég átti þess kost að fara í tvær af brautryðjendaferðum Íslendinga á jöklajeppum, annars vegar fyrstu og einu slíkri ferðinni upp á Hvannadalshnjúk, og hins vegar fyrstu og einu ferðinni fram og til baka yfir Grænlandsjökul.

Fyrri ferðin, upp á Hvannadalshnjúk í maí 1991,  skapaði mikil hughrif, enda lenti ég í þeirri sérstöðu að þurfa að yfirgefa leiðangurinn tvívegis á meðan á honum stóð og fara til að skemmta í Reykjavík.

Hnjúkurinn hafði skapað hughrif mín allt frá frumbernsku, því að á heimili afa og ömmu var mynd af Öræfajökli, eins og hann blasti við frá fyrra æskuheimili hennar, Hólmi í Landbroti, en frá sjö ára aldri ólst hún síðan upp á Svínfelli í Öræfum, undir þessu hæsta fjalli Íslands. 

Þetta fjall hefur kostað mannslíf. Þar fórust breskir stúdentar, að mig minnir árið 1954 og átti ég þess kost að ræða við Jack D´Ives fyrir nokkrum árum, en hann var á ferð með þessum Bretum en fór sjálfur ekki í þessa örlagaríku fjallgöngu.  

Afrakstur ferðarinnar 1991 var lag og ljóð með nafninu "Hnjúkurinn gnæfir", sem Pálmi Gunnarsson söng með undirleik Péturs Hjaltested, svo hljóðandi:

 

HNJÚKURINN GNÆFIR.

 

Hnjúkurinn gnæfir, til himins sig teygir, -

hamraþil þverbrýnt, ísað stál.

Ógnfagur rís hann, ögrandi þegir, -

inn í þig smýgur hans seiðandi mál.

 

Bjartur sem engill andartak er hann, -

alheiður berar sig blámanum í.

Á sömu stundu í fötin sín fer hann;

frostkalda þoku og óveðursský.

 

Hvers vegna að klirfa´hann?

Hvers vegna að sigra´hann?

Hvers vegna öll þessi armæða´og strit?

Hví eru, góði, að gera þig digran?

Gættu þín, vinur. Skortir þig vit?

 

Hvers vegna finnst þér hans ögrun til ama?

Af hverju´að hætta þér klærnar hans í?

Svarið er einfalt og allta það sama:

Af því hann er þarna, - bara af því.

 

Hnjúkurinn gnæfir, til himins sig teygir.

Hríslast um makka hans óveðursský.

Af hamrastáli öskrandi´hann fleygir

ísköldum hjarnþiljum fárviðri í.

 

Sýnist hann reiður, áfram vill ögra.

Á þá hann skorar sem líta hans mynd.

Þolraunin bíður þeirra sem skjögra

þreyttir á Íslalands hæsta tind.

 

Hvers vegna að klifra´hann?

Hvers vegna að sigra´hann?

Hvers vegna öll þessi armæða´og strit?

Hví varstu, góði, að gera þig digran?

Gastu´ekki stillt þig? Skorti þig vit?

 

Hvers vegna fannst þér hans ögrun til ama?

Af hverju að hætta sér klærnar hans í?

Svarið er einfalt en alltaf það sama:

Af því hann er þarna,-  bara af því.    


mbl.is Þurftu að hlaupa frá snjóflóðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hér er linkur sem sýnir kannski hversu langt  menn eru tilbúnir að ganga eða hanga í þessari fjallaíþrótt sinni sem klifur er 

http://www.youtube.com/watch?v=TTzHktd69TM

Baldvin Nielsen

B.N. (IP-tala skráð) 18.4.2014 kl. 13:25

2 Smámynd: K.H.S.

Það er ágætt að lesa þig Ómar þegar vartan sem þína pistla hvelur sefur enn úr sér,  en ómögulegt og fánýtt ergelsi þegar inn kemur Briemið og pistill þinn fær á sig svip fíflagangs. Fynnst samt að maður eins og þú, einhver mesti notandi Reykjavíkurflugvallar ætti að hafa sterkari meiningar um varðveislu flugvallarinns. Allavega meiri en Gálgahraunsvegalagningar.

K.H.S., 18.4.2014 kl. 14:01

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Efast ekki um að þú sért að gapa hér um mig, K.H.S., en ég fór á fætur klukkan sjö og hef fyrir löngu birt þessa færslu Ómars Ragnarssonar eins og allar aðrar hans bloggfærslur á Facebook, þar sem undirritaður á fimm þúsund vini í öllum stjórnmálaflokkum, þar á meðal fjölmarga þingmenn og ráðherra.

En það er von að þið vesalingarnir skælið úr ykkur augun með allt niður um ykkur í öllum málum.

Og ykkur fáráðlingunum hefði verið nær að læra stafsetningu en að glápa á stelpubotna í öllum kennslustundum.

Þorsteinn Briem, 18.4.2014 kl. 14:42

4 identicon

Er ekki orðið tímabært að benda K.H.S á að Ómar sjálfur skrifar færslur Steina Briem?

jón (IP-tala skráð) 18.4.2014 kl. 19:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband