Hver græðir á upplausnarástandi í Úkraínu? Enginn.

Hver hefði grætt á því ef Kúbudeilan 1962 hefði stigmagnast og hleypt af stað 3ju heimsstyrjöldinni? Enginn.

Kúbudeilan leystist af því að báðir aðilar hennar sýndu blöndu af staðfestu, sveigjanleika og raunsæi.

Annar aðili deilunnar, Nikita Krústjoff, gerði að vísu ýmis mistök á öðrum sviðum, og ein þeirra hafa kynt undir því ástandi sem nú hefur myndast við norðanvert Svartahaf.  

Á okkar tímum eru hefur svonefnd alþjóðavæðing orðið til þess að skapa bæði jákvæð og neikvæð fyrirbæri.

Neikvæðu fyrirbærin felast í ofurvaldi risafyrirtækja til að stunda rányrkju og arðrán og í veikleikum í fjármálakerfi heimsins sem hrinda af stað fyrirbærum eins og fjármálakreppunni 2008.

Jákvæðu fyrirbærin eru til dæmis þau að menning, efnhagslíf og fjármálakerfi ríkja heims eru orðin svo samtvinnuð og samofin að þau ná inn í alla kima hjá hverri þjóð.

Af þeim sökum tapa allir ef upplausnarástand eða stórfelld átök brjótast út. 

En ástandið á þessu svæði minnir á ástandið sem skapaðist í Júgóslavíu eftir lát Títós og falls kommúnismans í Austur-Evrópu.

Í ljós kom að gömlum ásteytingarefnum og átökum menningarheima, trúarbragða og þjóða, hafði einungis verið sópað undir teppið en ekki leyst til frambúðar.  

Þá brutust út gamlar væringar, sumar margra alda gamlar, sem þrýstu á uppgjör. Vonandi verður svipað uppgjör í Úkraníu ekki eins blóðugt og illvígt eins og þar.    


mbl.is Hafa „engan áhuga“ á að senda hermenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

22.9.2009:

"En viti menn, fyrir um 40 árum átti ég erindi í "Höllina" í leit að "kjarnorkubyrgjum" fyrir Reykvíkinga.

Í ljós kom að "pappírskjallarinn" í Morgunblaðshöllinni var með hæsta s.k. "Protection Factor" sem fundist hafði í Reykjavík eða um 240.000."

Guðjón Petersen fyrrverandi framkvæmdastjóri Almannavarna ríkisins - Morgunblaðið frá Austurstræti í Hádegismóa

Þorsteinn Briem, 18.4.2014 kl. 14:59

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.12.1979:

"Í þessum umræðum kom í ljós að herinn lét ekkert af mörkum til almannavarna hér á landi, sem þó hafði verið samið um í upphafi.

Eina húsið í bænum
, sem nokkurn veginn væri öruggt skjól í, væri kjallari Morgunblaðshússins, en þar er vart skjól fyrir fleiri en þingflokk Sjálfstæðisflokksins og ritstjóra Morgunblaðsins."

Aronska og ættjarðarást

Þorsteinn Briem, 18.4.2014 kl. 15:04

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Bandaríski herinn er úti um allar heimsins koppagrundir til að verja eigin hagsmuni en ekki til dæmis íslenska.

Rétt eins og breski herinn kom hingað til Íslands í Seinni heimsstyrjöldinni til að gæta breskra hagsmuna en ekki íslenskra.

Enda sást undir iljarnar á bandaríska hernum þegar hann hafði sjálfur ekki hag af því að vera hér lengur árið 2006.

Þrátt fyrir að Davíð Oddsson grátbæði bandarísk stjórnvöld um það.

George W. Bush og Davíð Oddsson í Hvíta húsinu í júlí 2004.

Þorsteinn Briem, 18.4.2014 kl. 15:14

4 identicon

Sæll Ómar og þakka þér eljuna við pistlaskrifin.

Um það hverjir græddu á þessum hamagangi í Úkraínu, þá kom það allavega mér, mikið á óvart að laun, réttindi og almenn velferð væru þar um þriðjungur af sama hjá almenningi í Rússlandi.

Ég stóð í þeirri trú að þetta landsvæði væri sérlega gjöfult og smjör á hverju strái. Svo velja þeir til forustu gegnum spillta glæbona og samverkaflokkurinn eru nasistar.

Það kann að hljóma ótrúlega en að líkindum er almenningur mun betur settur undir Rússlenskum lögum þó svo að þar ráði furðulegur Pútin þessa dagana.

Konráð Eyjólfsson (IP-tala skráð) 18.4.2014 kl. 15:55

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þjóðverjum og Japönum hefur vegnað vel eftir Seinni heimsstyrjöldina með miklum viðskiptum við aðrar þjóðir en ekki með því að leggja undir sig lönd þeirra.

Og það væri nú harla einkennilegt ef Vestur-Evrópuríkin, sem flest áttu aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu þegar Berlínarmúrinn féll árið 1989 og Sovétríkin hrundu árið 1991, hefðu ekki átt nokkurn þátt í hruni kommúnismans í Austur-Evrópu.

Austur-Evrópubúar vissu að sjálfsögðu að efnahagsleg lífsgæði í Vestur-Evrópu, og þar með ríkjum Efnahagsbandalags Evrópu, voru mun meiri en í Austur-Evrópu.

Þeir vildu því öðlast svipuð efnahagsleg lífsgæði og íbúar Vestur-Evrópu.

Og að sjálfsögðu einnig lýðræði, þannig að þeir gætu kosið fleiri en einn stjórnmálaflokk í þingkosningum.

Hrun kommúnismans í Austur-Evrópu snerist því engan veginn fyrst og fremst um trúarbrögð.

Og Austur-Evrópuríkin vildu sjálf fá aðild að Evrópusambandinu, fyrst og fremst til að auka sín lífsgæði.

Þorsteinn Briem, 18.4.2014 kl. 16:20

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Kjör þeirra sem búa í Úkraínu batna nú ekki við það að Úkraína sameinist Rússlandi.

Nokkur dæmi árið 2013:

Share of world wealth:


Evrópusambandið 36,7%,

Bandaríkin 29,91%,

Frakkland 5,91%,

Þýskaland 5,35%,

Ítalía 4,92%,

Bretland 4,88%,

Kanada 2,83%,

Spánn 1,92%,

Rússland 1,51%
,

Indland 1,5%,

Brasilía 1,31%.

Þorsteinn Briem, 18.4.2014 kl. 16:36

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

18.8.2012:

"All major political parties in Ukraine support full eventual integration into the European Union."

"The current Azarov Government continues to pursue EU-integration.

During May and June 2010 both Prime Minister Mykola Azarov and Ukrainian Foreign Minister Kostyantyn Hryshchenko stated that integration into Europe has been and remains the priority of domestic and foreign policy of Ukraine."

Ukraine–European Union relations


Króatía fékk aðild að Evrópusambandinu 1. júlí í fyrra
og Serbía sótti um aðild að sambandinu 22. desember 2009.

Þorsteinn Briem, 18.4.2014 kl. 16:42

8 identicon

Sæll Ómar og aðrir gestir þínir hérna

Ef marka má fréttir frá Rússlandi og öðrum vissum fjölmiðlum, þá er Pútin búinn að fá nóg af þessum yfirgangi og svikum NATO gagnvart Rússum, og því hafi Pútin karlinn farið leynt til Argentínu og samið sérstaklega við stjórnvöld þar um að setja upp rússneskar eldflaugavarnastöðvar sem beint er gegn Bandaríkjunum. 

Argentina to Host Russian Military Bases While America Sleeps http://guardianlv.com/2014/03/argentina-to-host-russian-military-bases-while-america-sleeps/

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 18.4.2014 kl. 17:58

9 identicon

Það eru til þeir sem kjósa enn eftir sinni "hugsjón"

en flestir aðrir kjósa eftir sínum nánustu hagsmunum 

ef þeir á annan borð nenna að kjósa um t.d. kjarasaminga eða Alþingi

svo hvað vill almenningur í Úkraníu ekki það asam og allir aðrir

 stöðugleika og góðar efnhagshorfur  óháð einhverri pólitík

Grímur (IP-tala skráð) 18.4.2014 kl. 18:19

10 identicon

"Hver græðir á upplausnarástandi í Úkraínu? Enginn."

Það er ekki rétt að enginn muni græða á þessu upplausnarástandi, því að þeir sem græða á þessu eru kleptocrats, en allur almenningur í Úkraníu mun hins vegar tapa á þessu öllu og hljóta talsverðan skaða.
M Hudson J Sommers: Who In Ukraine Will Benefit From An IMF Bailout ?

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 18.4.2014 kl. 20:00

11 identicon

David Icke - World War III - A New World Order & Iran

 http://www.youtube.com/watch?v=Ji_QLK9EBS8

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 18.4.2014 kl. 23:17

12 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Einhverjir telja sig græða, það er nokkuð ljóst. Heimsveldi hreyfa sig ekki án þess að það a.m.k líti út fyrir að vera arðbært:

Rússar eru að búa sig undir að taka iðnaðar-hlutann. Hann er einhvers virði, og er að auki fullur af Rússum síðan á dögum Stalíns. Easy pickings.

Afgangurinn af landinu er líka einhvers virði, en ekki eins mikils, og það svo um munar.

Evrópusambandið vill Úkraínu, vegna aðallega iðnaðarhlutans. Þeir framleiða alveg nóg af mat ofaní sjálfa sig, þurfa ekki fleiri engi. Bara maturinn sem þeir henda vegna einhverra reglugerða er nóg til að brauðfæða alla í eþíópíu. Tvisvar.

Ef Rússar ná iðnaðarhlutanum áður en landið verður innlimað í EB, þá græðir EB ekkert, vegna þess að fátæktin þarna er svo mikil.

Þess vegna er allur þessi pirringur út í rússana. Þeir eru að taka alla bestu bitana. Og það friðsamlega, sem er náttúrlega skammarlegt. Eyðileggur svo áróðurinn.

Ásgrímur Hartmannsson, 19.4.2014 kl. 02:21

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Austur-Evrópuríkin vildu sjálf fá aðild að Evrópusambandinu, fyrst og fremst til að auka sín lífsgæði.

18.8.2012:

"All major political parties in Ukraine support full eventual integration into the European Union."

Þorsteinn Briem, 19.4.2014 kl. 02:44

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

"In the 2001 Ukrainian census, 8,334,100 identified as ethnic Russians (17.3% of the population of Ukraine [þar af um 5% á Krímskaganum]), this is the combined figure for persons originating from outside of Ukraine and the autochthonous population declaring Russian ethnicity."

Um fjórðungur íbúa Eistlands og Lettlands er hins vegar af rússnesku bergi brotinn.


Þorsteinn Briem, 19.4.2014 kl. 03:17

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/6/66/Ukraine_ethnic_2001_by_regions_and_rayons.PNG

Þorsteinn Briem, 19.4.2014 kl. 03:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband