Bylting hugarfars allra jarðarbúa.

Það yrði mikil bylting fyrir Búrma ef hugarfari þjóðarinnar yrði bylt. En sú bylting er aðeins örlítið brot af þeirri nauðsyn á 21. öld að bylta hugarfari mannkynsins í heild, en það er eina leiðin til þess að leysa þau viðfangsefni sem blasa við.

Nú, þegar sjöttungur aldarinnar er liðinn, skýrast æ betur þær staðreyndir, sem knýja á um hugarfarsbreytinguna sem verður æ brýnni.

Hún felst fyrst og fremst í því að hverfa frá þeirri rányrkjuhugsun, sem gegnsýrir þjóðir heims og er knúin áfram af skilyrðislausri dýrkun á hinum ótakmarkaða og veldisvaxandi hagvexti sem knýr áfram neysluna, sem er drifkraftur rányrkjunnar.

Helstu auðlindir jarðar fram að þessu, svo sem olía, fosfór og helstu málmar, eru nú fullnýttar og munu fara niður á við á þessari öld, missnemma að vísu en þó allar fyrir víst.

Héðan af finnast ekki olíulindir nema þær sem miklu dýrara og erfiðara er að nýta en þær sem nú eru notaðar.

Hlýnun lofthjúpsins af mannavöldum bætist ofan á þessi tröllauknu viðfangsefni.

En  róðurinn til að breyta hugsuninni er erfiður. Þeir milljarðar jarðarbúa sem líða örbirgð, skort og hungur, eiga ekkert fjármagn til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri.

Það hugsjónafólk víða um heim, sem berjast vill fyrir umbótum í umhverfismálum, stjórnmálum og efnahagsmálum, er rægt miskunnarlaust af þeim sem ráða yfir fjármagni og völdum til að koma fram þröngum hagsmunum sínum.

Orðræðan ber þessa merki. Þannig er búið með síbylju að festa í sessi hugtökin "atvinnumótmælandi" og "öfgafólk" um þá sem fórna öllu sínu til að reyna að andæfa feigðarflani rányrkjunnar.

Það er athyglisvert að hugtakið "atvinnumeðmælandi" er ekki nefnt og virðist ekki vera til.

Eru þó helstu meðmælendur óbreytts hugarfars yfirleitt hálaunafólk, sem hefur fasta atvinnu af því að halda helstefnunni fram.

Þeir sem vilja keyra fram þá framtiðarskipan hér á landi að reistar verði alls um 120 stórar virkjanir um allt land á kostnað einstæðra náttúruverðmæta landsins kalla sig "hófsemdarmenn" og framtiðaráform sín "skynsamlega nýtingu", en þeir, sem vilja ekki feta þennan veg í botn eru kallaðir "öfgamenn."

Þessi stefna og hugarfarið að baki henni náði nýjum hæðum síðasta áratuginn fyrir Hrun og virðist vera að sækja í sig veðrið á ný.  

San Suu Kyi berst fyrir lýðræðisumbótum í landi sínu en verður lítið sem ekkert ágengt.

Þrátt fyrir að á okkar landi ríki að lýðræðisfyrirkomulag, sem gerir ástandið í Búrma lítt sambærilegt, er samt verk að vinna hjá okkur til að efla lýðræði og bæta löggjöfina sem til þess þarf.

En ráðandi öfl í þjóðfélaginu gera hvað þau geta til að koma í veg fyrir það og það virðist stefna í það að sá vilji sem kom greinilega fram í þjóðaratkvæðagreiðslunni í október árið 2011, verði hunsaður.    

  

 

  

 

  


mbl.is Boðar byltingu hugarfarsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 identicon

Eins og Steini Briem bendir á þá er ljós í myrkrinu.

Adam X (IP-tala skráð) 19.4.2014 kl. 18:57

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sem sagt, allt í lagi að drepa "Adam X" og nauðga konunni hans.

Þorsteinn Briem, 19.4.2014 kl. 19:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband