Sparnaður upp á innan við þúsund dollara hefnir sín.

Það er einkennandi fyrir leitir að flökum flugvéla, sem týnst hafa í gegnum tíðina, að leitarmenn hafa orðið að hamast við leitirnar í kapphlaupi við þann knappa tíma sem þeim er skammtaður á meðan svörtu kassarnir senda út merki sín.

Þessi tími hefur um í áratugi verið aðeins 30 dagar þótt komin sé bætt tækni og betri rafhlöður sem ættu að geta minnsta kosti þrefaldað þennan tíma.

Sparnaðurinn af því að viðhalda gamla laginu er hugsanlega ekki meiri en þúsund dollarar á hverja flugvél eða rúmlega 100 þúsund krónur í þotum sem kosta tugi milljarða króna.

Reynslan af flugslysarannsóknum allt frá því er fyrstu Cometþoturnar fórust 1953 er sú, að niðurstöður rannsóknanna hafa leitt til endurbóta í öryggisátt sem hefur sparað tugþúsundir mannslífa og óheyrilegar fjárhæðir.

Þegar um er að ræða jafn dularfullt pg óupplýst slys og hvarf MH370 geta verið milljarðatugir í húfi að finna út orsakirnar svo að hægt sé að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur.  


mbl.is Hringnum lokað um flug MH370
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki ódýrasta og skilvirkasta leiðin að streyma upplýsingunum sem svarti kassinn geymir jafnóðum í gegnum gervihetti í miðlæga gagnagrunna?

Halldór Árnason (IP-tala skráð) 21.4.2014 kl. 02:35

2 identicon

Það kostar fáránlega peninga að streyma um gervihnetti ef þú átt hann ekki sjálfur.

Stebbi (IP-tala skráð) 21.4.2014 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband