Þurfum á þekkingu að halda.

Margt af því sem illa tekst til með í stjórnmálum stafar af því að viðeigandi þekking er ekki til staðar. Uppi vaða alls konar fullyrðingar sem stangast á við þau atriði sem máli skipta. Það er til dæmis  rangt að borgar- og sveitarstjórnarmálefni séu margfalt einfaldari en landsstjórnmál, af því að um minni svæði sé að ræða.

Í litlu borgarsamfélagi geta viðfangsefnin verið jafn flókin og í stórum borgarsamfélögum af því að í megin atriðum gildir sama regluverkið um þau bæði.  

Sem dæmi um fullyrðingar, sem vaða uppi, er sú, að fjöldi borgarfulltrúa og þingmanna eigi að vera í réttu hlutfalli við fjölda íbúa.

Í undirbúningsstarfi stjórnlagaráðs var leitað eftir ítarlegustu erlendu rannsóknum og staðreyndum varðandi þetta efni og þá kom í ljós þetta er alrangt.

Niðurstöður vönduðustu erlendu rannsóknanna á þessu efni leiddu af sér nokkurs konar formúlu, sem tók mið af því að í litlum samfélögum eins og Íslandi eru viðfangsefni stjórnsýslunnar að mestu leyti jafn flókin og í margfalt stærri samfélögum.

Dæmi um það eru reglugerðir í sambandi við EES sem eru jafn flóknar og margar á Íslandi og í Noregi.

Það sparar því ekkert þótt því fólki sé fækkað stórlega sem á að kynna sér þessar reglugerðir og taka afstöðu til þeirra, heldur er hættulegt þegar þekkingarleysið á þeim er látið afskiptalaust.

Samkvæmt bestu erlendu könnunum á heppilegum fjölda stjórnsýslufulltrúa á borð við borgarstjórnir, þyrftu borgarfulltrúar í Reykjavík að vera á bilinu 20-30 og 63 þingmenn telst vera lágmark fyrir 320 þúsund manna samfélag.

Enda hefur komið í ljós, að hinn mikli fjöldi óreyndra sveitarstjórnarfulltrúa sem kom til starfa í síðustu kosningum kvartar sáran yfir því að starfið hafi reynst miklu tímafrekara og erfiðara en því hafði verið talin trú um í yfirborðskenndum áróðri og alhæfingu um "bitlinga" og "ofurlaun" á þessu sviði.

Í Reykjavík hefur reynslan orðið sú að borgarfulltrúarnir eru of fáir og verkefni hlaðast á varaborgarfulltrúana. Þeir bera hins vegar ekki sömu ábyrgð og aðalfulltrúarnir og í raun sparast ekkert, heldur er meiri hætta á ákvörðunum, sem eru ýmist ekki nógu vandaðar eða erfitt er að rekja hvernig voru til komnar.

Dæmi um það er sú risastóra ákvörðun um Landsspítalann, sem ég reyndi að rekja til baka þegar ég var starfandi fréttamaður en enginn virtist muna nákvæmlega hvernig hefði raunverulega orðið til.  

Mér koma í hug tveir frambjóðendur sem reynt hafa fyrir sér við þessar borgarstjórnarkosningar, Guðrúnu Bryndísi Karlsdóttur og Ólaf Guðmundsson.

Ólafur býr yfir líkast til einni mestu sérþekkingu á umferðarmálum og öryggis- og hagkvæmnisatriðum þeirra en nokkur annar hér á landi.

Hann fékk ekki nægt brautargengi í prófkjöri Sjálfstæðismanna og sérþekking hans fellur því óbætt hjá garði. Nú er Gísli Marteinn Baldursson á leið í háskólanám erlendis sem vonandi mun nýtast hér heima þegar hann kemur til baka og yrði það vel.

Hinn frambjóðandinn er Guðrún Bryndís Karlsdóttir sem virðist eiga erindi í borgarmálefnin, ef miðað er við sérþekkingu hennar. En vegna þess hve borgarfulltrúar eru fáir, benda fylgistölur ekki til þess að listinn, sem hún er á, fái kjörinn fulltrúa, heldur muni fylgið detta niður dautt.

Hún vitnar í norskar niðurstöður í spítalamálum. Það vill svo til að á sínum tíma fór ég í sérstaka ferð um Noreg til að kynna mér spítalamálin þar í landi og skoðaði þau tvö sjúkarhús, sem þar voru talin lærdómsríkust, sjúkrahúsið í Osló og sjúkrahúsið í Þrándheimi.

Þeir Norsku læknar og íslensku þar í landi, sem ég ræddi við, töldu Oslóarsjúkrahúsið hafa yfirburði en Þrándheimssjúkrahúsið vera víti til varnaðar, skaðlegan "bútasaum".

En hvað var gert hér á landi? Ákveðið var að gera það sama og í Þrándheimi og öll fjölmiðlun og upplýsingar um þetta mál hefur verið keyrð einhliða í þá átt í tvo áratugi !  

Á ráðstefnu lækna um málið var fenginn bandarískur sérfræðingur í "bútasaumi" sjúkrahúsa til að fjalla um málið og koma fram í öllum fjölmiðlum.

Og eini erlendi sérfræðingurinn, sem fenginn var síðar í sjónvarp til að fjalla um málið, var sá sem hafði séð um "bútasauminn" og "vítið til varnaðar" í Þrándheimi !

Nú varpar Guðrún Bryndís Karlsdóttir fram efasemdum um framgang málsins, sem hún byggir á sérþekkingu sinni. En fær enga athygli af því að gamall þungavigtar flokkshestur bankar á dyrnar.

Ef hann kemur og gerir kraftaverk á Guðrún Bryndís þó eina von: Að henni skoli inn eins og þegar Hannibal Valdimarsson skolaði Karvel Pálmasyni inn á þing hér um árið.     


mbl.is Skorast ekki undan ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sagt er að lítil þekking sé hættuleg þekking.

Blaðamaður veit ekki allt eftir að hafa varið skottúr til Noregs til þess að kynna sér rekstur sjúkrahúsa.

Það er vissulega rétt að fjöldi stjórnarmanna þarf ekki að vera sem hlutfall af fjölda starfsmanna, eða bæjarfulltrúa sem hlutfall af íbúafjölda.

en svo kemur gullmolinn ...Samkvæmt bestu erlendu könnunum á heppilegum fjölda stjórnsýslufulltrúa á borð við borgarstjórnir, þyrftu borgarfulltrúar í Reykjavík að vera á bilinu 20-30 og 63 þingmenn telst vera lágmark fyrir 320 þúsund manna samfélag.

Set marga fyrirvara við þessa fullyrðinu.

Minni á að Lilja Mósesdóttir var ekki nothæf sem fræðimaður í ríkisstjórninni ykkar Ómar, það var Atli Gíslason heldur ekki. Þess vegna vilduð þið samþykkja Svavarssamninginn varðandi Icesave. ...og senduð ykkar ,,besta" fólk til samningsgerðarinnar.

Sigurður Þorsteinsson, 20.4.2014 kl. 10:35

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Einkavæðing bankanna 2002 var einkavæðing sem fór fram árið 2002 með sölu á ríkisreknum bönkum, Landsbankanum og Búnaðarbankanum, í hendur einkaaðila.

Einkavæðingin var alla tíð nokkuð umdeild og varð enn umdeildari eftir bankahrunið 2008.

Bent hefur verið á að ef öðruvísi hefði verið farið að hefði þenslan í hagkerfinu ekki orðið jafn mikil á jafn skömmum tíma.


Einnig hefur verið gagnrýnt að ekki var fylgt upprunalegri settri stefnu um að bankarnir skyldu verða í dreifðri eignaraðild.

Steingrímur Ari Arason sagði sig úr einkavæðinganefnd Landsbankans í september 2002 og viðhafði þau orð að hann hefði aldrei kynnst öðrum eins vinnubrögðum."

Geir H. Haarde
, þáverandi fjármálaráðherra, 12.9.2002:

"Við erum ekki sammála Steingrími [Ara Arasyni] þegar hann segir önnur tilboð vera hagstæðari á alla hefðbundna mælikvarða.

Þessu erum við einfaldlega ósammála og það er um þennan ágreining sem málið snýst.

Við byggjum afstöðu okkar á mati HSBC-bankans og einkavæðingarnefnd sendir málið áfram til ráðherranefndar sem tekur þessa ákvörðun eins og henni ber.

Hún er hinn pólitískt ábyrgi aðili í málinu.
"

Þorsteinn Briem, 20.4.2014 kl. 11:47

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Icesave er arfleifð Sjálfstæðisflokksins.

"Icesave var vörumerki innlánsreikninga á Netinu í eigu Landsbankans í Bretlandi og Hollandi."

"Lykilstjórnendur í Landsbankanum á því tímabili sem Icesave varð að veruleika voru Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson.

Í bankaráði sátu Björgólfur Guðmundsson, Kjartan Gunnarsson, Þór Kristjánsson, Þorgeir Baldursson, forstjóri Odda og einn af eigendum Þórsmerkur ehf. (sem er eigandi Árvakurs sem gefur út Morgunblaðið) og Guðbjörg Matthíasdóttir, afhafnakona í Vestmannaeyjum."

Þeir sem tapað hafa fé vegna Icesave-reikninganna ættu því að senda reikninginn í Valhöll og til Vestmannaeyja.

Þorsteinn Briem, 20.4.2014 kl. 11:49

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

4.2.2014:

"Samkvæmt sveitarstjórnarlögum sem tóku gildi fyrir tveimur árum þurfa sveitarfélög með yfir hundrað þúsund íbúa að hafa 23 til 31 fulltrúa í sveitarstjórn.

Reykjavík, eina sveitarfélagið sem er yfir þessum mörkum, er með fimmtán borgarfulltrúa, átta færri en þarf að lágmarki samkvæmt lögunum.

Tillaga verður lögð fram í borgarstjórn í dag um að borgarfulltrúum verði ekki fjölgað á næsta kjörtímabili.

Þar er vísað í bráðabirgðaákvæði í lögunum þess efnis að ekki sé skylt að breyta fulltrúafjölda í sveitarstjórnarkosningum fyrr en við aðrar kosningar frá gildistöku laganna, sem sagt við kosningarnar 2018."

Borgarfulltrúum fjölgað eftir fjögur ár

Þorsteinn Briem, 20.4.2014 kl. 12:20

5 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Það er mjög áhugavert hvernig vinstri menn ,,ritskoða" sjálfan sig. Það er hárrétt að skólabróðir minn Steingrímur Ari Arason sagði sig úr einkavæðingarnefndinni og fékk virðingu margra fagmanna fyrir. Þessi einkavæðing var mjög ámælisverð.

Steini þá kemur að því sem þú ,,gleymir" eða ritskoðaðir.

1. Það voru fyrst og fremst VG sem voru á móti einkavæðingu bankanna, ekki aðrir.

2. Af öllum mönnum var það Davíð Oddson sem vildi að bankarnir yrðu seldir í dreyfðri sölu. Meira að segja voru hugmyndir upp um að allir landsmenn fengju send hlutabréf í bönkunum. Það var of alþýðlegt fyrir smekk vinstri manna. Illu heilli varð þessi stefna ofaná.

3. Til þess að bæta stráknum með skítuga hárið, slæmt gegni færði vinstri stjórnin honum meira en helming af fjölmiðlum landsins án útboðs, svo hann gæti varið flótta sinn. Þessum fjölmiðlum er óspart beitt þessa dagana enda strákurinn fyrir dómi.

4. Eftir hrun gerði vinstri stjórnin það eitt af sínum fyrstu verkum að selja bankana erlendum útrásarvíkingum og þar í forystu var Steingrímur Sigfússon. Full ástæða er á opinberri rannsókn þá þeim gjörningi og má þá fyrsta einkavæðing bankana gjarnan fylgja með.

Hver bar ábyrgð á Svavarssamningum, jú Steingrímur Sigfússon og VG flótti ykkar frá þessu óhæfuverki er aumkunarverður.

Sigurður Þorsteinsson, 20.4.2014 kl. 12:21

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Jöklabréf eða krónubréf (e. Glacier bonds) eru skuldabréf sem gefin voru út í íslenskum krónum af erlendum aðilum frá ágúst 2005.

Áætlað er að erlendir fjárfestar eigi krónubréf að andvirði 300-400 milljarðar króna, sem er um fjórðungur af landsframleiðslu Íslands.

Forsendur viðskipta sem þessara er mikill munur á vöxtum í hagkerfum viðkomandi landa, hátt sögulegt gengi þess gjaldmiðils sem bréfin eru gefin út í og mikil eftirspurn í því landi eftir lánsfé.

Stýrivextir
Seðlabanka Íslands voru komnir í 13,3% í júní 2007, 15,5% í maí 2008 og 18% í október 2008."

Jöklabréf

Þorsteinn Briem, 20.4.2014 kl. 12:26

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Samkvæmt OECD er beinn kostnaður íslenska ríkisins vegna bankahrunsins 2008 sá mesti sem nokkurt ríki tók á sig í bankahruninu, að írska ríkinu undanskildu.

Stofnunin segir að þyngsta höggið hafi átt sér stað nokkuð fyrir hrun þegar Seðlabanki Íslands lánaði gömlu bönkunum gegn veði af vafasömum gæðum, ástarbréfin svokölluðu, sem aðallega voru kröfur á aðra íslenska banka."

Ástarbréf Seðlabanka Íslands voru þyngsta höggið í hruninu

Þorsteinn Briem, 20.4.2014 kl. 12:29

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

11.4.2014:

"Fjármálaráðuneytið opnaði reikning í Sparisjóði Keflavíkur stuttu eftir fall stóru bankanna haustið 2008 og lagði inn skattgreiðslur sveitarfélaga á Suðurnesjum, alls um milljarð króna.

Þetta var gert til að láta líta út fyrir að sparisjóðurinn hefði meira laust fé til umráða en í raun.
"

Ekki eðlilegt hvernig farið var að

Þorsteinn Briem, 20.4.2014 kl. 12:31

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gæti best trúað að glæpamennirnir í bönkunum og sparisjóðunum hafi kosið Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn.

Þorsteinn Briem, 20.4.2014 kl. 12:32

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég veit ég ekki til þess að Sigurður Þorsteinsson hafi farið með mér í kjörklefann í alþingis- og sveitarstjórnarkosningum eða þjóðaratkvæðagreiðslum.

Og veit heldur ekki til þess að ég hafi lagt til að íslenska ríkið greiddi eitthvað vegna Icesave-reikninganna eða verið félagi í stjórnmálaflokki.

Sjálfstæðisflokkurinn mærir sífellt ríkisfyrirtækið Landsvirkjun og Leifur Þorsteinsson hefur ásamt fjölmörgum sjálfstæðismönnum og framsóknarmönnum fundið íslenskri ferðaþjónustu allt til foráttu.

Fyrirtæki í ferðaþjónustu hér á Íslandi eru hins vegar einkafyrirtæki.

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn vilja láta reisa hér á Íslandi erlendar verksmiðjur, svo stórar að enginn komist yfir þær nema fuglinn ljúgandi og taka verði með sér nesti þegar menn fara þar í ferðalög stafna á milli, eins og í sovéskum verksmiðjum.

Fasistar
sækja ýmislegt til bolsévismans, svo sem mikil afskipti ríkisvaldsins af atvinnulífinu.

Og orðræða fasismans einkennist af mikilli þjóðernishyggju.

Þorsteinn Briem, 20.4.2014 kl. 12:40

11 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Það vekur athygli að þú Steini og margir vinstri vinir þínir vilja draga þau Jóhönnu og Steingrím fyrir Landsdóm, þar sem þau þurfa að svara fyrir meint þjðníð. Eflaust fengju þau æfilanga dvöl á Kvíabriggju þar sem þau gætu dundað sér við að fitla við steina, rétt eins og Árni Johnsen gerði hér forðum. Þess vegna minnið þið okkur landsdóm á óhæfuverk þeirra í tíma og ótíma. Takk fyrir það.

Sigurður Þorsteinsson, 20.4.2014 kl. 12:41

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég á fimm þúsund vinstri vini, hægri vini og miðjuvini og kannast ekki við að Árni Johnsen hafi fitlað við undirritaðan eða Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, hafi verið í fangelsi, þrátt fyrir að að hafa verið dæmdur af Landsdómi, til að mynda hæstaréttardómurum, fyrir brot á stjórnarskránni.

Þorsteinn Briem, 20.4.2014 kl. 13:00

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Blautan gaf hann kúnum koss,
Kristur góður sé með oss,
eins og sunnlenskt hlær hann hross,
hann er þungur þeirra kross.

Þorsteinn Briem, 20.4.2014 kl. 13:05

14 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Á nú ekkert sérstaklega von á að Árni Johnsen hafi fitlað við þig, og á heldur ekki von á að Jóhanna hafi til þess sérstakal lögnun. Hins vegar yrðu þau að dúlla sér við eitthvað eins og steinlistaverkagerð eins og Árni eyddi tíma sínum í .

Glæpur Geirs var talinn léttvægur af Landsdómi, og því þurfti hann hvorki að borga, eða sitja inni. Ólíklegt verður að teljast að þau hjúin Steingrímur og Jóhanna sleppi svo vel og því gætu þau eytt síðustu æfiárunum í alls kynns fitl til þess að drepa tímann bak við rimlana.

Sigurður Þorsteinsson, 20.4.2014 kl. 13:24

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

19.5.2001:

"Lög um Seðlabanka Íslands og heimild til að selja hlut ríkissjóðs í Landsbanka og Búnaðarbanka voru samþykkt á Alþingi í gærkvöldi."

"35 þingmenn stjórnarflokkanna greiddu atkvæði með frumvarpinu en fimm þingmenn Vinstri grænna voru á móti. Nítján greiddu ekki atkvæði.

Þrír þingmenn gerðu grein fyrir atkvæði sínu og sagði Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, að Samfylkingin hefði lagt fram breytingartillögur við frumvarpið sem miðað hefðu að því að standa með eðlilegri hætti að sölu á ríkisbönkunum miðað við markaðsaðstæður, m.a. í því skyni að þjóðin fái hámarksverð fyrir eign sína og koma í veg fyrir einokun og markaðsráðandi stöðu í bankakerfinu og tryggja starfsöryggi starfsmanna.

Þessar tillögur hefðu allar verið felldar
og því treystu þingmenn Samfylkingarinnar sér ekki til að styðja málið í óbreyttum búningi og sitji því hjá við lokaafgreiðslu málsins."

Samþykkt að selja hlut ríkissjóðs í Landsbanka og Búnaðarbanka

Þorsteinn Briem, 20.4.2014 kl. 13:35

16 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Farðu rétt með, Sigurður. Ég er með það skjalfest að nafn mitt er á lista yfir þá sem skoruðu á forseta Íslands að nota málskotsréttinn varðandi Icesave.

Bloggpistlar mínir frá þeim tíma sýna allt annað en þú leyfir þér að fullyrða varðandi afstöðu mína þá.

Ómar Ragnarsson, 20.4.2014 kl. 14:01

17 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Auðvitað vissi ég ekki allt um rekstur sjúkrahúsa eftir ferð til Oslóar og Þrándheims til að kynna mér málið þar í landi. Hitt vissi ég að það sem sagt var þar í landi um sjúkrahúsin rímaði alls ekki við það sem sagt var á Íslandi.

Og ég veit líka sem fjölmiðlamaður, að í allri umfjöluninni hér heima var aldrei talað í fjölmiðlum við neina erlenda sérfræðinga, sem töldu réttast að hanna nýtt sjúkrahús frá grunni án "bútasaums" við fjölda byggina, sem væru fyrir á staðnum, heldur einungis rætt við þá, sem voru sérfræðingar í bútasaumnum.   

Ómar Ragnarsson, 20.4.2014 kl. 14:07

18 identicon

kanski örlítið minni þekkíngu en meiri skinsemi því nóg vorum við uppfull af þekkíngu fyrir hið svo kkallaða run ekki hjálpaði öll sú þekkíng heldur jók hún á vandræðin. eftir hrunið var hver höndin upp á móti annari efðu menn beitt meiri skinsemi þá en þekkíngu væri staðan önnur í dag.

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 20.4.2014 kl. 14:52

19 identicon

kanski örlítið minni þekkíngu en meiri skinsemi því nóg vorum við uppfull af þekkíngu fyrir hið svo kkallaða run ekki hjálpaði öll sú þekkíng heldur jók hún á vandræðin. eftir hrunið var hver höndin upp á móti annari efðu menn beitt meiri skinsemi þá en þekkíngu væri staðan önnur í dag.

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 20.4.2014 kl. 14:53

20 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Því miður, Kristinn Geir, það vantaði einmitt þekkingu fyrir Hrunið á því hvað var að gerast.

Beitt var linnulausum blekkingum, staðreyndum leynt og öðru sópað undir teppið. Þegar Þjóðhagsstofnun birti óþægilegar upplýsingar eða álit, var hún einfaldlega lögð niður.

Fyrst nú, sjö árum eftir Hrunið, fáum við nær daglega að vita um staðreyndir, sem ekki voru uppi á yfirborðinu hjá Sparisjóðunum þegar allt var á leið til fjandans.

Það var ekki fyrr en sjö árum síðar sem það vitnaðist, að í raun stefndi bankakerfið í hrun haustið 2006.

Skynsemin er gagnlaus ef menn neyðast til að álykta á grundvelli vanþekkingar, skorts á staðreyndum eða röngum staðreyndum.  

Ómar Ragnarsson, 20.4.2014 kl. 17:25

21 Smámynd: Ívar Pálsson

Ómar, ég fór á fund sparisjóðanna 2007 þar sem ljóst var að almennur rekstur langflestra þeirra (utan Exista- hlutabréfaeignar osfrv.) væri neikvæður eða í besta lagi í járnum. Þar var stöðu Sparisjóðsins í Keflavík sérstaklega lýst sem dæmi um þessa stöðu. Menn sáu það að þessi eltingaleikur við Exista- bréfin var það helsta sem byggt var á, en að gamaldags útlán skiluðu engu. Ofur- útþanið sparisjóðakerfið var þá þegar sprungið.

En auðvitað þögðu stofnfjáraðilar þunnu hljóði, sbr. í SPRON, þar sem selja átti hlutabréf í dýrðinni á yfir- matsverði sem var alveg út úr kú hátt. En ég var á þeim fundi þar Sovétskt samþykki fékkst fyrir hlutafjárvæðingunni, sem sprakk á fyrstu mínútunum, sérstaklega þar sem aðalhluthafarnir seldu þá, í algerri vantrú á bréfunum vegna þekkingar sinnar á stöðunni.

Ívar Pálsson, 21.4.2014 kl. 14:03

22 Smámynd: Ívar Pálsson

Ómar, Steingrímur J. og allt bankakerfið þekkti stöðuna í Keflavík. Hann (og Jóhanna?) bara ákvað að ríkið skyldi taka þetta á sig. Enda kom í ljós í flestum verkum Steingríms J. að hann skilur ekki stórar upphæðir, eins og í þessu og Icesave. Tugir eða hundruð milljarða króna virðist bara vera það eina núll sem er á milli í hans huga. En hvort að bankastjórinn sé á Range Rover eða á Daihatsu Cuore, það skilur hann!

Ívar Pálsson, 21.4.2014 kl. 14:17

23 identicon

ómarþ, það var ekki vegna þekíngarskorts sem bankarnir hrundu þar var fólk með heilu doktorgráðurnar. verkfræðínga eigilega flestir sem höfðu þekkíngu á reikníngi. held að það hafi ekki skort þekkíngu í bönkunum. geir h haarde hafði til að mynda 2.dr. í hagfræði. einn bankastjórinn átti að fara að kenna í háskóla íslands. svona gétum við haldið áfram. plekkíngar kemur þekkíngu ekkert við menn eru bara ílla inrætir. þjóðhaqgstofnun kom í sjálfu sér ekki með nýjar upplýsíngar heldur madreidi þær öðruvísi heldur en stjórnvöld vildu. án skinsemi er alveg sama hversu mikla þekkíngu þú hefur þú munt níta þá þekkínguna ílla einsog gerðist í hruninu. ég hætti að kjósa framsókn um leið og valgerður skrifaði undir sölu bankana því ég taldi það enda ílla það gerir mig ekki að snillíngi í fjármálum. að mínu mati var það einföld skinsemi sem var alveg laus við þekkíngu með því að fylgast með fréttum þurfti ég ekki að bíða í mörg ár til að sjá árið 2006 það kom strax 2008 svpo ef ég á að velja á milli skinsemi og þekkíngar mun ég velja skinsemina

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 21.4.2014 kl. 19:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband