Andlát heimsfrægra útlendinga á Íslandi.

Pathé-myndirnar, sem birtar hafa verið á Youtube frá Íslandi, leiða hugann að því, að þrír heimsfrægir útlendingar hafa borið hér beinin, því að enda þótt Bobby Fisher hafi verið íslenskur ríkisborgari, þegar hann dó hér, var hann í augum heimbyggðarinnar Bandaríkjamaður.

Ein Pathé-myndin er sögð vera af fjölmennri miningarathöfn hér á stríðsárunum, og þar hlýtur að vera um að ræða athöfn vegna fráfalls Frank M Andrews, yfirhershöfðingja alls herafla Bandaríkjamanna í Evrópu.

Hann fórst við 14 mann í flugslysi á Fagradalsfjalli á Reykjanesskaga 3. maí 1943. Þetta var ein af þremur flugvélum sem fórust á þessu fjalli á stríðsárunum, og hefur ekkert íslenskt fjall tekið eins mörg mannslíf, eða 28 alls.  

Fráfall hans hafði þau áhrif, að í stað þess að hann hefði stjórnað innrásinni í Normandy 1944 og sókninni inn í Þýskaland, sem yfirmaður alls herafla Vesturveldanna í Evrópu, kom það í hlut Dwigth D. Eisenhowers, sem í framhaldinu varð yfirhershöfðingi NATO og forseti Bandaríkjanna 1953 til 1961.

16. september 1936 fórst hinn heimskunni franski vísindamaður og landkönnuður Jean-Babtiste Charcot á skipi sínu Pourqui pas? við Mýrar við 39. mann.

Það slys vakti heimsathygli sem og minningarathöfnin mikla, sem fram fór í Reykjavík í kjölfarið og var útvarpað beint til Frakklands.

Þriðji heimsfrægi útlendingurinn sem lést hér var síðan Bobby Fisher, fyrrum heimsmeistari í skák.  


mbl.is Gamla Ísland birtist á Youtube
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband