Táknræn myndin af vélinni í þokunni: Röng vél.

Hvarf malasísku þotunnar verður æ dularfyllra.

Kannski er myndbirtingin af skugga vélar í þokukenndu umhverfi, sem kemur frá AFP, táknræn, því að hún er af fjögurra hreyfla skrúfuþotu en ekki af tveggja hreyfla þotu eins og Boeing 777 vél malasíska flugfélagsins var.

Undir myndinni stendur: "Hvar er hún", en ætti kannski að standa: "Hver er hún?"  

Kannski er verið að leita með röngum aðferðum að rangri vél á röngum stað.   


mbl.is Er leitað á röngum stað?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Þorgeir Magnússon

Ég hygg að ljóst hafi verið frá fyrsta degi, að vélinni var vísvitandi flogið til einhvers staðar á þurru landi og henni lent þar. Spurningarnar eru hvar og hvað varð af fólkinu sem var um borð.

Kristján Þorgeir Magnússon, 22.4.2014 kl. 17:51

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í Framsókn loks er fullkomnað,
í flokknum mörg nú huðna,
en rangan sá á röngum stað,
ræfilinn hann Guðna.

Þorsteinn Briem, 22.4.2014 kl. 18:08

3 identicon

Ef svona flugvél er lent á sjónum Ómar og í framhaldinu sekkur vélin í heilu lagi  eftir að flugvélin fyllist af sjó rólega getur þá vélin verið á 4000 metra dýpi án þess að skrokkurinn leggist saman?

Ég er að reyna skilja afhverju ekkert finnist sem flýtur sem tilheyrir þessari vél miðað við að ferðin hafi endað í hafi?

Baldvin Nielsen

B.N. (IP-tala skráð) 22.4.2014 kl. 23:29

4 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Fyrir þá sem eru að semja bók um málið, að þá eru ýmsar áhugaverðar tillögur á þessari "fréttasíðu" http://beforeitsnews.com/conspiracy-theories/2014/04/why-is-the-worlds-media-attention-focused-away-from-diego-garcia-deleted-message-says-370-was-a-bomb-aimed-at-the-us-military-base-there-2461618.html

Kjartan Pétur Sigurðsson, 23.4.2014 kl. 00:22

5 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Mér sýnist útilokað að stefnunni hafi verið breytt nema einu sinni áður en flugmennirnir örmögnuðust. Þeir virðast hafa slegið inn stefnu á næsta fluvöll, sem er nokkurn vegin í vestur. Síðan hefur vélin að sjálfsögðu haldið áfram í vestur. Flugvél sást við Maldive- eyjar um þetta leyti, sem er nákvæmlega í réttri stefnu og einnig kann vél að hafa sést við Seychelles- eyjar, norður af Madagaskar. Einhvers staðar þar ætti að leita.

Það er alveg ljóst, að mikið af því sem sagt hefur verið um ferðalag vélarinnar er afar illa rökstutt auk þess að vera mjög ólíklegt, því þetta voru engir hryðjuverkamenn.

Vilhjálmur Eyþórsson, 23.4.2014 kl. 03:35

6 identicon

á myndin ekki að sýna leitarflugvél tekin frá sjónarhorni hinnar týndu vélar, þ.e. úr hafinu?

Ríkharður Sveinsson (IP-tala skráð) 23.4.2014 kl. 08:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband