Svipað og 18. ágúst, - nema 7 stigum kaldara.

Í dag, síðasta vetrardag, er sólargangur álíka og hann er 18. ágúst. Milli sólarupprásar og sólarlags líða um 16 klukkustundir og sólin kemst upp í 38 gráðu hæð á hádegi.

Samt er enn vetur í dag, en í miðjum ágúst er enn hásumar, því að meðalhitinn þá í Reykjavík er rúmlega 10 stig, hærri en í júní og álíka hár og í júlí.

En meðalhitinn í vetrarlok slefar hins vegar rétt yfir 3 stig.

Hverjar eru þá slæmu fréttirnar varðandi þessar staðreyndir og hverjar góðu fréttirnar?

Slæmu fréttirnar: Meðalhitinn er enn svo lágur að það telst vera vetur.

Góðu fréttirnar: Sólargangurinn gefur okkur álíka tækifæri til að njóta sólar og birtu og um hásumar. Njótum þess og kveðjum veturinn með stæl.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Frá 1961 hefur aðeins tvisvar verið alhvít jörð í Reykjavík að morgni sumardagsins fyrsta.

Hinn makalausa fyrsta sumardag 1949 var alhvítt og snjódýpt talin 4 cm í Reykjavík."

Vísindavefurinn - Hvers konar veður er yfirleitt á sumardaginn fyrsta?

Þorsteinn Briem, 23.4.2014 kl. 09:26

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég er orðinn það gamall að ég man eftir vorinu 1949, sem kom fólki í opna skjöldu, því að eftir samfellt hlýindaskeið síðan upp úr 1920 voru þessi snjóalög eitthvað, sem hafði ekki sést í þrjá áratugi.

Hellisheiði varð ófær í marga daga enda voru enn mörg ár þangað til Þrengslavegurinn kom.

Var mikið talað um snjógöngin á heiðinni, en þetta vor var ég í sumardvöl að Ósgerði í mánuð um vorið áður en ég fór í Kaldársel.  

Ómar Ragnarsson, 23.4.2014 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband