Því betra aðgengi, því meiri sala.

Það er þekkt fyrirbrigði úr markaðsfræðum að því aðgengilegri sem vara sé, því meiri sé salan.

Í hinu griðarlega auglýsinga- og kynningaráreiti nútíma þjóðfélags er slegist um að vera með það sem verið er að kynna, hvort sem það er vara eða eitthvða annað.

Nú er vitað að sumar vörur eru óhollari en aðrar og skapa meiri freistingar hjá sumum en annað og að þess vegna sé kannski ástæða til að rekar fram öðru, sem hollara er og hagkvæmara.

Sælgætisbarir og aðrar óhollar vörur, sem höfða til barna, eru því á lista yfir það, sem síður eigi að setja í forgang á sölustöðum, og um það gildir líka að það er þar að auki talið lágkúrulegt að nýta sér óþroska barna til að halda slíku að þeim.

Rökræður um framboð og aðgengi að vörum hafa lengi verið í gangi varðandi áfengi því að sumir halda því fram að það skipti engu varðandi áfengisvandann þótt áfengi sé á boðstólum sem allra víðast og á sem allra flestum tímum.

En niðurstaða rannsókna á vegum alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar sýna að markaðslögmálið um aðgengi skiptir líka máli hvað snertir áfengi.

Í þeim fræðum, sem fjalla um fíkniefni af öllu tagi, er viðurkennt, að umhverfi fíkilsins skipti oft sköpum, einkum fyrst eftir að hann fer í meðferð.

Hann verður að forðast umhverfi þar sem neysla er í gangi eða áreiti sem leiðir hugann að fíkniefninu. Viðurkennt er líka að félagslegi þátturinn varðandi reykingar skiptir afar miklu máli.

Bubbi Morthens sagði mér að fyrst eftir að hann hætti að reykja hefði það verið kvöl fyrir sig að sjá bíómyndir, einkum þessar gömlu, þar sem persónurnar reyktu.

Til eru dæmi um að aukið aðgengi hafi ekki virkað. Upp úr 1950 voru framleiddir ódýrustu bílar Ameríku Kaiser Henry J., - síðar einnig undur heitinu Allstate, og var hægt að kaupa Allstate í stórverslunum Sears.

Samt seldust þeir ekki, mest af því að einfaldleiki þeirra og smæð virkaði öfugt á fólk. Það reyndist til dæmis ekki söluvænt að hafa ekkert skottlok, engar armhvílur og ekkert hanskahólf.

Hins vegar var álíka stór Rambler með öllum sömu svona hlutum og stærri bílar og hann seldist vel.    


mbl.is Byrjaðir að taka niður nammibarina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ómar Ragnarsson hefur graðgað í sig Prins Póló og kók fyrir 16 milljónir króna á núvirði, miðað við 50 þúsund 39 gramma Prins Póló á 70 krónur stykkið og 50 þúsund kók fyrir 250 krónur flöskuna.

Þorsteinn Briem, 29.4.2014 kl. 14:26

2 identicon

Það vita ekki allir, en þetta sælgætisdrasl sem selt er á nammibörunum (bland í poka) er framleitt úr sláturúrgangi. Ekki hæft til að leggja sér til munns, en vegna verulegs sykurinnihalds (fructose syrup = sykurdrulla) mjög vanabindandi. Gríðarlega óhollt í alla staði, sérstaklega fyrir börn og unglinga. Það er til sælgæti sem er mun skaðlausara en þessi úrgangur á nammibörunum.

Pétur D. (IP-tala skráð) 29.4.2014 kl. 14:29

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Karlinn fékk sér kók og prins,
kvölds og alla morgna,
sláturúrgang svína kyns,
á snúru látinn þorna.

Þorsteinn Briem, 29.4.2014 kl. 15:10

4 Smámynd: Stefán Þ Ingólfsson

Af hverju er ekki hægt að gera íslenskar kvikmyndir öðru vísi en persónurnar séu sífellt reykjandi ? Þetta er úr takti viða allt og algjörlega úrelt. Er verið að koma því inn hjá áhorfendum að það sé ákveðin persónugerð sem reykir ?

Stefán Þ Ingólfsson, 29.4.2014 kl. 15:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband