Leikir - en brauðið vantar.

Rómversku keisararnir höfðu að leiðarljósi aðferðina "brauð og leikir" til að viðhalda stöðugleika og völdum.

Herferðir þeirra, svo sem til Egyptalands, voru farnar til að tryggja að nægilega mikið af korni væri til í Róm.

Colosseum og stórbrotnar sýningar þar voru til þess að lýðurinn gæti drepið tímann og gleymt sér við að horfa á spennu og trylling í blóðugum bardagasenum, sem jafngiltu knattspyrnleikjum og bíósýningum nútímans.

Knattspyrnan er dæmi um íþrótt sem virkar eins og segull á fólk af öllum stigum, allt frá götubörnum stórborga þriðja heimsins til ríkustu þjóðfélagshópanna í öflugustu ríkjum heims.

Hún er dæmigerð fyrir "leiki" rómversku keisaranna og sameinar oft ólíka þjóðfélagshópa í löndum, þar sem ríkir mikil óánægja með sárt misrétti, örbirgð og sult.

En rómversku keisararnir stóðu að því leyti framar ýmsum valdhöfum nútímans að hinum síðarnefndu hefur allt of oft mistekist að tryggja öllum þegnunum ígildi brauðsins hjá Rómverjum.

Og í nútíma þjóðfélagi er það fleira en fæða, sem telst nauðsyn fyrir alla. Heilbrigðisþjónusta, mannsæmandi húsnæði og lágmarks menntun eru líka hluti af því sem svo sárlega vantar í mörgum löndum eins og Brasilíu.

Þegar við bætist að í krafti auðlinda, stærðar og mannfjölda ætti Brasilía að geta staðið mun betur að vígi en raun ber vitni er skiljanlegt að ólga ríki í landinu, jafnvel þótt stærstu leikar ársins fari þar fram.  

Einmitt núna voru Hollendingar að komast yfir á móti Spánverjum og þá gleymist margt á meðan. En enginn svangur fátæklingur verður saddur af því.  


mbl.is Myndin sem segir allt sem segja þarf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skildi vera hægt að rekja fall Rómaveldis og velmegunar þeirra til komu kristininar sem eru frekar lokaðir fyrir frelsi kynjana einsog var í Rómarríki til forna, að allmen hnignun og fáfræði hafi aukist með tilkomu Kristninar, hver veit?

Gunnlaugur Hólm (IP-tala skráð) 13.6.2014 kl. 20:36

2 identicon

Sæll.

@1: Almenna hnignun og fáfræði er ekki hægt að skrifa á reikning kristninnar enda hvetur kristni til vísinda- og fræðaiðkunar - raunar gyðingdómur líka. Lestu þér svolítið til áður en þú slengir svona frá þér. Svo ættir þú að kynna þér hvað Rómverjar gerðu til að eyðileggja sinn gjaldmiðil - líkt og menn keppast við að gera í dag :-( Það á eftir að verða massíf hrun innan fárra ára og bankahrunið verður eins og hurðarsprengja við hliðina á því hruni. Hverjir haldið þið svo að fari verst út úr því hruni?

@ÓR: Ágætt að á þetta er bent. Eins og þú nefnir er Brasilía auðugt land og ætti því að vera mun betur statt. Hvað ætli valdi?

Sósíalistar og vinstri sinnar hafa lengi átt upp á pallborðið í ýmsum S-Ameríku ríkjum og skýrir það ansi margt. Venesúela er líka auðugt land en þar hefur sósíalismi skilið eftir sig sviðna jörð. Þar er skortur á öllu og miki óánægja með stöðu mála. Hvers vegna halda menn að USSR hafi hrunið á sínum tíma? USSR urðu gjaldþrota - fyrr eða síðar eyða sósíalistar líka annarra manna peningum. Annars spáði Mises fyrir um hrun sósíalismans áratugum áður en allt hrundi með braki og brestum.

Frjáls markaður er besta leiðin til að koma í veg fyrir misskiptingu og bæta efnahagslega stöðu íbúa. Heldur þú t.d. að almennileg samkeppni ríki á fjármálamarkaði hérlendis? Af hverju ættu sósíalískar tilraunir í dag að heppnast betur en sósíalískar tilraunir fyrir örfáum áratugum?

Helgi (IP-tala skráð) 14.6.2014 kl. 05:35

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég vissi ekki að allt hafi verið í blóma í Suður-Ameríku á tímum herforingjastjórnanna þar en þær voru að sjálfsögðu allar vinstrisinnaðar.

Þorsteinn Briem, 14.6.2014 kl. 10:30

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Upphaf þessa má rekja að nokkru leyti rekja til einhverrar verstu ákvörðunar herforingjastjórnarinnar sem sat að völdum í Brasilíu á árunum 1964-1985 og gerði sannarlega mörg slæm axarsköft á þeim tíma.

Ein af örvæntingarfullum tilraunum þeirrar stjórnar til að styrkja efnahagslífið
var að hefja stórfellda fólksflutninga frá strandhéruðunum inn í Amazon-skógana í norðvestanverðu landinu um miðjan áttunda áratuginn.

Skógarhögg, námuvinnsla og landbúnaður í stórum stíl fyrir erlenda markaði var það sem átti að leysa vandann.

Talið er að einn sjötti regnskóganna hafi verið eyðilagður síðan þá."

Þorsteinn Briem, 14.6.2014 kl. 11:44

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Milton Friedman did not criticize Pinochet's dictatorship at the time, nor the assassinations, illegal imprisonments, torture, or other atrocities that were well known by then."

Þorsteinn Briem, 14.6.2014 kl. 12:13

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það sem er einkennandi fyrir S-Ameríska pólitík síðustu um 100 ár eða svo - eru áhrif og ítök popúlískra flokka eða lýðskrums- og/eða lýðæsingaflokka.

Þetta er soldið áberandi fyrir þessa álfu, ó eitthvað sé mismunandi eftir löndum eins og gefur að skilja.

Lengi vel áttu svona flokkar lítinn hljómgrunn á Norðurlöndum nánast engan eftir seinna stríð.

Það var ekki fyrr en með til komu þjóðernispopúlista svo sem Danska þjóðarflokksinns og álíka flokks í Noregi og síðan Svíþjóð að fór að bera á slíku á N-Löndum. Framsóknarmannaflokkur er svo síðastur í þennan hóp sem kunnugt er.

Lýðskrums- og lýðæsingaflokkar, popúlískir bullu- og ruglukollar o.s.frv., geta verið mjög varasamir fyrir heildarhagsmuni ríkja.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.6.2014 kl. 14:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband