15 borplön í stað 5 ?

Túrbínutrix og áunnin fáfræði virka til þess að Þeystareykjavirkjun renni ljúflega í gegn. Túrbínutrixið fólst í því að þegar í upphafi var valdið svo miklum umhverfisspjöllum þar að ekki yrði aftur snúið. 

Síbylja er í umræðunni og fólk heldur það, að virkjunin sé bara ein enn virkjuniun á hálendi Íslands þar sem ekkert sé að sjá nema urð, grjót og sand.

Hið rétta er að þarna var bújörð,  og að Þeystareykir og Bjarnarflag hafa sérstöðu sem háhitasvæði varðandi það að þar eru tún og  mikill gróður, fallegt bæjarstæði með fjöll á báðar hendur. 

Náttúruunnendur fóru fram á það að borsvæðin yrðu höfð sem fæst og að háspennulínan yrði ekki lögð beint yfir merkilegt hraun, sem er vestan við virkjunina og  hefur svipaðar gjár og í Gjástykki.

Hvorugt var tekið í mál.

Línan verður lögð beint yfir hraunstrauminn og gert er ráð fyrir að borsvæðin verði 15 í stað 5.

Ég efast um að Skipulagsstofnun hafi komist upp með það að laga þetta til. Ef farið er fram á slíkt er það flokkað undir öfgar og það "að vera móti öllu og á móti atvinnuuppbyggingu." 

Ástæðan fyrir þessari svartsýni um úrbætur er sú, að Landsvirkjun sveik loforð um að skáboranir við Víti í Kröflu yrðu þannig að sprengigígnum yrði þyrmt.

Í staðinn var borað við efri brún hans og rutt burtu viðkvæmum gróðri þar fyrir fyrir mörg þúsund fermetra borplan.

Sú tilhögun var Landsvirkjun til skammar, sem ekki verður afmáð. Túrbínutrixið svínvirkaði og afleiðingar þess munu blasa við ókomnum kynslóðum.  

Það var ekki eitt heldur allt varðandi Þeystareykjavírkjun, því að til þess að hægt yrði að selja orkuna frá Þeystareykjum svo að virkjuninn rynni ljúflega í gegn voru veittar meiri ívilnanir varðandi kísilver á Bakka en nokkur stjórn Sjalla og Framsóknar veitti á sínum tíma.

 


mbl.is Framkvæmdir í fullum gangi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 identicon

Algjörlega sammála, strax eftir fyrstu "rannsóknarboranir" var svæðið orðið þannig að ég hætti að fara þangað með fólk. Einnig var ég orðinn lítið á móti virkjuninni af því að svæðið var hvort sem er ónýtt.

Sigurður Erlingsson (IP-tala skráð) 21.7.2014 kl. 12:27

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

28.3.2013:

"Alþingi samþykkti í gær frumvarp sem veitir atvinnuvegaráðherra heimild til að gera fjárfestingasamning um byggingu 33 þúsund tonna kísilvers á Bakka við Húsavík.

Ríkið
veitir skattaívilnanir fyrir 1,5 milljarða króna.

Ef áætlanir standast gæti framleiðslan hafist 2016 og gert er ráð fyrir að hún verði aukin upp í 66 þúsund tonn síðar.

Félagið fær sérstakar skattaívilnanir
vegna nýfjárfestinga umfram aðrar heimildir í lögum hvað varðar tekjuskatt, tryggingagjald, stimpilgjöld, fasteignagjöld og fleira fyrir um 1,5 milljarða króna á tíu ára tímabili.

Ríkið
greiðir einnig nærri 800 milljónir króna vegna framkvæmda við lóðina og þjálfun nýs starfsfólks.


Alþingi samþykkti einnig frumvarp um þátttöku ríkisins í gerð vegtengingar milli Húsavíkurhafnar og Bakka fyrir 1,8 milljarða króna.

Og ríkissjóður veitir víkjandi lán vegna hafnarframkvæmda fyrir 819 milljónir króna."

Þorsteinn Briem, 21.7.2014 kl. 12:40

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það var fyrir löngu ljóst að hvorki yrði reist álver á Húsavík né í Helguvík.

En menn geta að sjálfsögðu haldið áfram að staglast á því ef þeir endilega vilja.

Kísilver
verður hins vegar reist á Húsavík og trúlega einnig í Helguvík.

Steini Briem
, 31.7.2013
kl. 01:21

Þorsteinn Briem, 21.7.2014 kl. 12:50

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég hitti marga kunnáttumenn um aldamótin sem sögðu mér að slappa af vegna Kárahnjúkavirkjunar, - hún væri svo áhættusöm og fráleit framkvæmd að hún myndi aldrei rísa.

Skömmu síðar trúðu allir loforðum sem gefin voru vegna Hellisheiðarvirkjunar um "hagkvæma, hreina og endurnýjanlega orku" þar sem öll vandamál varðandi útblástur yrðu leyst.

Enn hefur ekki verið slegin af einróma yfirlýsing núverandi ríkisstjórnar um að álver skuli rísa í Helguvík.

Ómar Ragnarsson, 21.7.2014 kl. 13:42

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hef aldrei átt von á því að ríkisstjórnin gæfi út sérstaka yfirlýsingu um að álver verði ekki reist.

Þorsteinn Briem, 21.7.2014 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband