Koma varnarliðsins hingað 1951: Hér var garðurinn lægstur.

Ein helsta röksemd íslenskra ráðamanna 1951 fyrir því að fá varnarlið til Keflavíkurflugvallar var sú að hugsanlegur árásaraðili myndi frekar ráðasta á garðinn hjá NATO-þjóðum þar sem hann væri lægstur en þar sem hann væri hæstur. 

Og garðurinn væri lægstur á Íslandi.

Ein algeng röksemd fyrir því að við Íslendingar eigum alls ekki að skipta okkur á neinn hátt af deilunum í Miðausturlöndum er sú að með því séum við að hætta á að vera látnir gjalda fyrir það á einn eða annan hátt sem þátttakendur í deilunum.

Sumir þeirra, sem halda þessu fram, töldu hins vegar sjálfsagt vorið 2003 að við skipuðum okkur í hóp hinna viljugu þjóða til að gera innrás í Írak á forsendum, sem reyndust rangar.

Þegar Thor Thors var valinn til að mæla fyrir tillögu hjá Sameinuðu þjóðunum um skiptingu Palestínu í tvö ríki, urðum við frá upphafi tengdir því máli og getum ekki þvegið það af okkur.

Fyllilega rökrétt var því að vera í forgöngu í okkar heimshluta um það árið 2011 að það sé ekki aðeins annað þessara ríkja, heldur bæði, sem séu sjálfstæð og jafn rétthá og fylgja því eftir, sem við lögðum til 1948, að bæði Ísrael og Palestína njóti sjálfstæðis.

En því fer fjarri að þannig sé það nú.  


mbl.is Hvers vegna Noregur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Þetta held ég að sé hárrétt hjá þér. En ég tel að það hafi ákveðin mistök verið gerð með þeirri ákvörun að skipta palestínu í tvö ríki. Þetta var eitt ríki áður en Bretar réðust inn í það og hefði að sjálfsögðu átt að vera áð áfram. En þetta er búið og gert og ekki hægt að færa klukkuna til baka. Íslendingar bera að sjálfsögðu mikla ábyrgð á þessu ástandi þarna vegna hluts Thors og eiga að styðja við það að rétta hlut Palestínu sem hefur misst lönd síðan skiptin voru ákveðin. Mér finnst að SÞ eigi að fara þarna inn og rétta úr hlutum.Það voru nú einu sinni þær sem rugluðu þessum málum á sínum tíma.

Jósef Smári Ásmundsson, 27.7.2014 kl. 14:45

2 identicon

Jósef: Það var ekkert ríki þarna fyrir daga Breta. Breska umboðsstjórnsvæðið var samsett úr Tyrkneska héraðinu Jerúsalem auk búta úr Sýrlands- og Beirút-héruðum og átti síðan að skiptast í þrennt. Palestína austan Jórdanár varð að Jórdaníu og svæðið vestan Jórdan átti að skiptast í ríki gyðinga og araba.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 27.7.2014 kl. 15:29

3 Smámynd: Elle_

Já Palestína á að vera sjálfstætt ríki, alls ekki síður en Ísrael.  Það á að halda uppi þrýstingi á Bandaríkjastjórnvöld sem eru of hliðholl Ísrael, alltof hliðholl.

Elle_, 27.7.2014 kl. 15:58

4 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Ísland viðurkenninr Palestínu og Ísrael sem er ágæt en hvað svo ?. Palestina viðurkennir ekki Ísrael, og ísrael viðurkennir ekki Palestínu, í verki. þannig ætti mönnum að vera ljóst að hugmyndin um tvö ríki í palestínu er dáin fyrir löngu síðan vegna þess að hvorugur aðilinn hefur þroska til að umbera hinn.

þeir sem eru nógu vitlausir til að standa með öðrum aðilanun í þessu bulli auka bara á vandan. Þar fóru lengi fremstir BNA í stuðningi við Ísrael en nú eru samtok á verstulöndurm sem styðja palestínu farinn að skáka þeim í vanþroska og heimsku.

Guðmundur Jónsson, 27.7.2014 kl. 16:52

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 27.7.2014 kl. 16:53

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Árás á Noreg er einnig árás á Ísland, þar sem bæði ríkin eru í Atlantshafsbandalaginu (NATO).

"Kjarni Atlantshafsbandalagsins (NATO) er 5. grein stofnsáttmálans, þar sem því er lýst yfir að árás á eitt bandalagsríki í Evrópu eða Norður-Ameríku jafngildi árás á þau öll.

En 5. greinin hefur aðeins verið notuð einu sinni, 12. september 2001, eftir hryðjuverkaárás á Bandaríkin."

Þorsteinn Briem, 27.7.2014 kl. 17:06

7 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Hans,Þarna var landsvæði sem var byggt fólki og landamæri. Ekki vera með þetta bull. Á nákvæmlega sama hátt er hægt að ísland hafi ekki verið ríki fyrr en 1944 og öll ríki sem voru undir nýlendustjórn Evrópuríkja í Afríku og Suður-Ameríku hefðu ekki verið ríki. Ertu þá að halda því fram að þessar nýlendur auk Ísland hefðu ekki átt þann rétt að öðlast sjálfstæði. Hver er meiningin með þessum málflutningi?

Jósef Smári Ásmundsson, 27.7.2014 kl. 17:33

8 identicon

Jósef: Meiningin er að gyðingar voru rúmlega 1/3 íbúanna vestan Jórdanár og þegar til þess kom að stofna ætti ríki á svæðinu vildu þeir fá hluta þess undir sitt eigið. Það var eðlileg krafa og rétt af Íslandi að styðja hana.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 27.7.2014 kl. 17:46

9 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Hans, það hefði að sjálfsögðu verið eðlilegast að Palestínumenn hefðu fengið sitt ríki sem var þegar á kortinu og hafði verið það frá tímum Krists. Gyðingar byrjuðu að streyma á þetta svæði eftir aldamótin 1900. Hversvegna að skipta ríkinu? Af hverju gátu þessir þjóðflokkar ekki verið í einu Palestínuríki? Þurfa Íslendingar þá að skipta upp landinu fyrir alls konar minnihlutahópa, kannski leyfa múslimum að stofna sitt ríki í Safamýrinni og Kaþólikkum á svæðinu kringum Landakot? Ég fer ekki ofan af því að þetta voru mistök. Endu sérðu hvernig í óefni er komið.

Jósef Smári Ásmundsson, 27.7.2014 kl. 18:20

10 Smámynd: Elle_

Guðmundur, líklega er það satt að það gengur ekki að Palestína og Ísrael byggi ríki hlið við hlið, en hvað heimsku Bandaríkjastjórnar og allra hinna varðar er vafasamt, en sumra jú, þeirra sem halda að biblían þeirra eða guðinn þeirra geti gefið Ísrael bessaleyfi og pláss á landsvæði með innrásum og ofbeldi.

Elle_, 27.7.2014 kl. 18:28

11 identicon

Jósef: Það hefur alltaf verið stórt gyðingasamfélag í Palestínu. Eins langt og það nær er það rétt að eftir 1880 fjölgaði gyðingum á svæðinu hraðar en aröbum vegna aðflutnings en sú var á engan hátt á kostnað araba (og meirihluti aðfluttra kom innan úr Tyrkjaveldi - það er mýta að ísraelskir gyðingar séu að megninu til frá Evrópu).

Arabar réðust gegn gyðingum án tilefnis 1920 og síðan hefur þetta mál verið í átakafarvegi. Tillaga SÞ 1947 gerði reyndar ráð fyrir efnahags- og myntbandalagi á milli ríkjanna en það voru arabar sem höfnuðu henni.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 27.7.2014 kl. 18:29

12 identicon

Í stuttu máli: '47 var deilan þegar orðin of hörð til að sameiginlegt ríki kæmi til greina.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 27.7.2014 kl. 18:32

13 Smámynd: Elle_

Hans þú sagðir ekki að Ísraelar fari ekkert eftir, og þar með hafni, alþjóðalögum og samþykktum SÞ.

Elle_, 27.7.2014 kl. 18:39

14 identicon

Elle: Hvaða samþykktum SÞ og alþjóðalögum fara Ísraelsmenn ekki eftir?

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 27.7.2014 kl. 19:09

15 Smámynd: Elle_

Hans, hvar viltu að ég byrji og endi?  Þeir fara ekkert eftir alþjóðalögum og samþykktum SÞ.

Elle_, 27.7.2014 kl. 19:17

16 identicon

Elle: Getur þú nefnt 3 dæmi?

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 27.7.2014 kl. 19:39

17 Smámynd: Elle_

Hans, já ég get það, en hví ætti ég að gera það ef þú þrætir bara fyrir það?  Prófaðu að lesa eftirfarandi fyrst ef þú vilt og ef þú ert ekki búinn að lesa það og bara neitar. 

The international community considers the establishment of Israeli settlements in the Israeli-occupied territories illegal under international law, however Israel maintains that they are consistent with international law because it does not agree that the Fourth Geneva Convention applies to the territories occupied in the 1967 Six-Day War. The United Nations Security Council, the United Nations General Assembly, the International Committee of the Red Cross, the International Court of Justice and the High Contracting Parties to the Convention have all affirmed that the Fourth Geneva Convention does apply.

Elle_, 27.7.2014 kl. 19:52

18 Smámynd: Elle_

Numerous UN resolutions have stated that the building and existence of Israeli settlements in the West Bank, East Jerusalem and the Golan Heights are a violation of international law, including UN Security Council resolutions in 1979 and 1980.

Elle_, 27.7.2014 kl. 19:55

19 identicon

Elle: Ísrael hefur engin almennilega viðurkennd landamæri innan þess svæðis sem var Palestína vestan Jórdanár og það er álitamál hvort að það sé ólöglegt að endurreisa byggð gyðinga á því svæði þaðan sem þeir höfðu verið flæmdir í þjóðernishreinsunum 19 árum áður en Ísrael hertók það.

Gætir þú nefnt ótvíræð dæmi?

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 27.7.2014 kl. 19:59

20 Smámynd: Elle_

Í alvöru, Hans?  Ofanvert er alveg ótvírætt.  Og óþarfi að neita alþjóðadómstólum og alþjóðalögum og samþykktum SÞ, eins og the 4th Geneva Convention, þó Ísrael geri það.

Elle_, 27.7.2014 kl. 21:19

21 identicon

Elle: Alþjóðalög eru ekki samin eftir á og ákvæði 4. Genfarsáttmálans einfaldlega ná ekki yfir atvik þar sem ekki er um viðurkennd landamæri að ræða.

Auðvitað væri best ef allir Palestínumenn og þau 32 ríki sem ekki viðurkenna Ísrael myndu viðurkenna tiltekin landamæri og að bæði Ísraelsmenn og Plaestínumenn myndu koma sér saman um að endurkoma þjóða á flótta sé ekki möguleg í þessum aðstæðum, hvort sem þeir fóru fyrir 19 árum eða 66, en það hefur ekki orðið hingað til.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 27.7.2014 kl. 21:30

22 Smámynd: Elle_

Hans, hvaða lög voru sett eftirá?  Og the 4th Geneva Convention hefur ekkert með landamæri að gera að ég viti og ekki samkvæmt eftirfarandi, en var ætlað að verja ríkisborgara undir herteknu valdi.  Og miðað við það, verja Palestínumenn undir hervaldi Ísrael:

It is indeed true that the Hague Regulations as a legal document is primarily concerned with protecting the sovereign titles of territory under occupation. But this is not the case with the 4th Geneva Convention, of which Israel is a signatory. Established in 1949, in response to the horrific atrocities committed against civilians during World War II, the primary focus of that convention is to protect the human rights of civilians who find themselves under occupation, not with the legal titles of sovereigns. 

Elle_, 27.7.2014 kl. 21:58

23 Smámynd: Elle_

Hinsvegar ætlast ég ekki til að þú svarir beinum lagaspurningum, en þú sagðir það svona og þú spurðir mig hvaða lögum Ísrael færi ekki eftir.  Það sem ég er að gera er vísa í dómstóla og SÞ, ekki svara beinum lagaspurningum.

Elle_, 27.7.2014 kl. 22:07

24 identicon

Elle: 4. Genfarsáttmálinn bannar flutning borgara inn á hertekið land. Þar til Ísrael hefur viðurkennd landamæri á milli Jórdanár og Miðjarðarhafs er það óljóst hvað er hertekið land (og nei, það eru ekki endilega landamærin frá '67, sbr. ályktun SÞ nr. 242).

Ef Palestínumenn féllu frá kröfu sinni um "endurkomu" afkomenda flóttamanna úr stríðinu 1948 og Ísrael fengi viðurkennd landamæri gætu þeir kvartað.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 27.7.2014 kl. 22:14

25 Smámynd: Elle_

Hvað ætli Hansi finnist um þetta nýjasta ofbeldi Ísrael?  Í takt við ýmislegt frá þeim.:

Yfirmaður flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna fordæmir árás Ísraela á skóla Sameinuðu þjóðanna og segir þetta skýlaust brot á alþjóðamannúðarlögum.

Sameinuðu þjóðirnar hafi 17 sinnum gefið Ísraelsher nákæma staðsetningu, hnit þessa skóla þar sem 3.300 flóttamenn höfðu leitað hælis. Þetta sé í sjötta sinn sem Ísraelar geri sprengjuárásir á skóla Sameinuðu þjóðanna sem séu yfirfullir af flóttafólki.
Flóttamannahjálp SÞ fordæmir árás

Elle_, 30.7.2014 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband