Hvað þarf margar kynslóðir til að breyta?

Um daginn sá ég að karl einn kvartaði yfir því í netmiðli að vegna þess hve konum hefði fjölgað í háskólanámi og vegna þess að meirihluti þeirra, sem lyki háskólaprófi, væru konur, væru konur með þessu framferði sínu að "verðfella háskólanám". 

Rétt eins og að konur hefðu "verðfellt" kennarastörf, gjaldkerastörf og fleiri störf með því að flykkjast í þau, drægju þær nú niður heilu langskólagengnu stéttirnar með því að hasla sér þar völl og ná góðum árangri! 

Heyrið þið nú aðeins!  Á maður að trúa því að tæpri öld eftir að konur fengu kosningarétt og tæpum 40 árum eftir kvennafrídaginn sé enn í fullu fjöri svona hugsanagangur?

Meðan hann viðgengst mun ekkert þokast í átt til þess að réttlæti og jafnræði fái að ríkja kjaramálum og hvers kyns mannréttindamálum. Áfram verði aðeins spurt um kyn, uppruna, þjóðerni, litarhátt og trúarbrögð en ekki um mannkosti, menntun eða framlegð þegar ákveðið verði um kjör, aðstöðu, reisn og virðingu. 

Þar skuli áfram tróna sem eins konar forréttindahópur hvítir íslenskir kristnir miðaldra karlmenn komnir með smá ístru og búnir að koma sér í aðstöðu til að græða á daginn og grilla á kvöldin og hafa völd og áhrif.   

Það hefur stundum verið sagt að það þurfi nýja kynslóð eða jafnvel tvær til að breyta rótgrónum fordómum. En hvað þarf margar kynslóðir til að breyta því hugarfari sem tekur því sem lögmáli að hvar sem konur hasla sér völl "verðfelli" þær viðkomandi starfsgrein eða vettvang? 

Fyrir 22 árum setti ég í söngtexta þessa hendingu um íslensku konuna: "Hún enn í dag fórna sér endalaust má".

Sú hending var sett inn til umhugsunar um hlutskipti margra kvenna og von um að einhver breyting þar á. Því miður miðar grátlega seint í því efni.   


mbl.is Karlaklúbburinn í tekjublaðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Af einhverjum ástæðum, sem ég kann ekki skil á, minnkaði letrið á sumum setningunum í pistlinum þeim arna, án þess að ég gæti séð að það væri af mínum völdum. Ég skrifaði pistilinn allan í sömu leturstærð og þannig myndi ég vilja hafa hann ef ég gæti breytt þessu til baka.

Ómar Ragnarsson, 29.7.2014 kl. 01:20

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Framsókn minnkar smátt og smátt,
í sveitum tíu prósent,
Sigmundur nú segir fátt,
en Sigrún orðin hvasstennt.

Ísland best í heimi! -Saffran og kóríander í Móðuharðindunum - Framsóknarflokkurinn

Þorsteinn Briem, 29.7.2014 kl. 02:30

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Góður Ómar, ég segi við getum alveg stöðvað þetta á nokkrum mánuðum ef við viljum. Hættum að kjósa flokkaræðið og kjósum fólk með jarðtengingu kærleika til náungans og hugsjón til framtíðar. Ég er til ef þið þorið.

Sigurður Haraldsson, 29.7.2014 kl. 02:36

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

http://blog.pressan.is/stefano/files/2013/09/T%C3%ADmakaup-%C3%AD-ESB.jpg

Þorsteinn Briem, 29.7.2014 kl. 02:46

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Heildarlaun (heildargreiðslur) verkfræðinga hér á Íslandi eftir þriggja ára starf voru að meðaltali 420 þúsund krónur í september 2009, samkvæmt kjarakönnun Verkfræðingafélags Íslands.

Heildarlaun þeirra voru því lægri en heildarmánaðarlaun starfsfólks í VR í ýmsum iðnaði og byggingastarfsemi í ársbyrjun 2009, sem voru þá 441 þúsund krónur, samkvæmt launakönnun VR.

Og heildarlaun nýútskrifaðra verkfræðinga voru 325 þúsund krónur í september 2009 og því lægri en
heildarmánaðarlaun starfsfólks í VR í stórmörkuðum, matvöruverslunum og söluturnum, sem voru 352 þúsund krónur í ársbyrjun 2009.

Verkfræðingafélag Íslands - Kjarakönnun í september 2009, bls. 14


Launakönnun VR 2009 - Grunnlaun, heildarlaun og vinnutími á hótelum, veitingahúsum, ferðaskrifstofum, í samgöngum á sjó og landi, flutningaþjónustu og flugsamgöngum, bls. 23-25

Þorsteinn Briem, 29.7.2014 kl. 02:50

6 identicon

Það er margt óskiljanlegt í þessari veröld. Hvernig letur breytist og hvers vegna konur sætta sig við lægri kjarabætur en karlmenn eru meðal þess. En vitandi þetta er ekki óskiljanlegt að þegar kvenfólk nær meirihluta innan stéttar þá hefst hnignun kjara miðað við stéttir sem áður voru sambærilegar. Stéttin verður síðan kvennastétt við það að karlarnir flýja þau kjör sem konunum finnast ásættanleg en karlarnir hefðu fellt og farið í verkfall.

Tæpri öld eftir að konur fengu kosningarétt og tæpum 40 árum eftir kvennafrídaginn erum við í góðri stöðu til að horfa til baka og sjá hver áhrif kvenna hafa verið á kjör þeirra stétta þar sem þær hafa náð ráðandi stöðu.

Í síðustu kennaradeilu var undarlegt að sjá hve algengt það virtist vera að konur færu í kennaranám án þess að vita hver kjör kennara væru og skrifuðu síðan greinar í fjölmiðla um undrunina þegar fyrstu launin komu. Þar virtist áhugi fyrir starfinu vera aðalatriðið en launin aukaatriði. Sem karlmaður þá er mér óskiljanlegt hvers vegna einhver fer í langt nám og ræður sig til vinnu án þess að hafa hugmynd um hver launakjörin eru. Konurnar ólu okkur karlana ekki upp þannig að við gætum leift okkur þann lúxus að gæla við þann draum, hvað þá að framkvæma hann.

Espolin (IP-tala skráð) 29.7.2014 kl. 03:01

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Fyrir 1980 höfðu samtals 14 konur lokið prófi í verkfræði.

Í Verkfræðingatali sem gefið var út 1996 eru 100 konur sem lokið hafa verkfræðiprófi."

Konur í Verkfræðingafélagi Íslands


"Í ársbyrjun 2014 voru félagsmenn Verkfræðingafélags Íslands (VFÍ) 2.262 og þar af eru konur 412, eða rétt rúm 18%."

Þorsteinn Briem, 29.7.2014 kl. 03:28

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hjá Norðuráli á Grundartanga unnu um 500 manns í árslok 2009, þar af um 400 félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akraness (um 80%), og á vef félagsins er tekið sem dæmi að starfsmaður sem unnið hefur í sjö ár hjá Norðuráli hafi fengið 308.994 króna mánaðarlaun í nóvember 2010.

12.6.2008
:

"Á vefsíðu Fjarðaáls kemur fram að meðallaun framleiðslustarfsmanna eru tæpar 336 þúsund krónur á mánuði, með innifalinni yfirvinnu, vaktaálagi og fleiru."

Þorsteinn Briem, 29.7.2014 kl. 03:40

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Samkvæmt launakönnun VR, sem gerð var í ársbyrjun 2009 og tæplega ellefu þúsund manns svöruðu, voru heildarmánaðarlaun á hótelum, veitingahúsum og ferðaskrifstofum 362 þúsund krónur, í samgöngum á sjó og landi og flutningaþjónustu 377 þúsund krónur og flugsamgöngum 391 þúsund krónur.

Og í matvæla- og drykkjariðnaði voru heildarmánaðarlaunin 391 þúsund krónur, lyfjaiðnaði 411 þúsund krónur, ýmsum iðnaði og byggingastarfsemi 441 þúsund krónur, byggingavöruverslunum 363 þúsund krónur og stórmörkuðum, matvöruverslunum og söluturnum 352 þúsund krónur.

Félagssvæði VR
nær yfir lögsagnarumdæmi Reykjavíkur, Kópavogs, Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Seltjarnarness, Mosfellsbæjar, Álftaness, Kjósarhrepps,
Akraness og nágrennis, Húnaþings vestra, alls Austurlands og Vestmannaeyja.

Launakönnun VR 2009 - Grunnlaun, heildarlaun og vinnutími á hótelum, veitingahúsum, ferðaskrifstofum, í samgöngum á sjó og landi, flutningaþjónustu og flugsamgöngum - Sjá bls. 23-25

Þorsteinn Briem, 29.7.2014 kl. 03:44

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

10.4.2013:

"Reglu­leg laun full­vinn­andi launa­manna á ís­lensk­um vinnu­markaði voru 402 þúsund krón­ur að meðaltali árið 2012.

Al­geng­ast
var að reglu­leg laun væru á bilinu 300-350 þúsund krón­ur og voru 18% launa­manna með laun á því bili.

Þá voru um 65% launa­manna með reglu­leg laun und­ir 400 þúsund krón­um á mánuði.

Reglu­leg laun full­vinn­andi karla voru 436 þúsund krón­ur að meðaltali á mánuði en kvenna 367 þúsund krón­ur."

Meðallaun hér á Íslandi 402 þúsund krónur á mánuði árið 2012

Þorsteinn Briem, 29.7.2014 kl. 04:50

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Af 400 þúsund króna mánaðarlaunum eru útborguð laun einhleypings nú 289 þúsund krónur:

Reiknivél staðgreiðslu - Ríkisskattstjóri


Þar að auki greiðum við Íslendingar næst hæsta virðisaukaskatt í heimi af vörum og þjónustu sem við kaupum hér á Íslandi.

Ísland best í heimi! - Tvær pizzur á mánuði

Þorsteinn Briem, 29.7.2014 kl. 04:58

13 identicon

Ég er sammála báðum, hversu asnalega það megi hljóma.

Að konur verði menntaðar, er mjög gott mál ... en ...

Vandamálið er ekki konur, heldur hvernig námshagsmunum er varið.  Þegar Ísland á sínum tíma taldist þriðja heims ríki, voru margir sendir erlendis til náms.  Námið var stutt af ríkinu, eða ... af formönnum Háskólans.

Og nú skulum við staldra við ... því þessir aðilar, þurftu ekki að skila sama árángri til að fá ritgerðir sínar samþykktar eins og aðrir.  Kröfurnar á þessa aðila voru minnkaðar.  Þetta eiga meir eða minna, allir landsmenn að vita ... og þeir sem eru sjálfum sér samræmir að viðerkenna almennt.  Þó svo að fæstir geri það.

Þetta viðgengst enn ... í miklu stærri mæli en áður.  Vandamálið er að það er mismunandi ástæður sem liggja að baki því, að menn þurfi að skila minni árángri til að ná prófi.  Maður hefur í gegnum tíðinni staðið við hlið fólks, sem hefur hampað prófi í tölvunarfræði og í bókstaflegri merkingu "vita ekki rassgat".  Þar hefur maður setið við hlið kvenna, sem hafa þurft aðstoðar við að ljúka verkefnum sínum ... en á einhvern merkilegan hátt, samt náð prófum.  Og orðið verkfræðingar, án þess "að kunna rassgat".  En á meðal hópsins sem "kann ekki rassgat" eru konur samtt sem áður í minnihluta.

Skólar eru ekki reknir af kennslu ástæðum einungis, heldur einnig pólitískum og frjárhagslegum ástæðum.  Í dag kostar nám í svíþjóð, að meðaltali "eina miljón", eða nær átján miljónum Íslenskra króna.  Svo það eru stórar fjárhæðir með í spilinu, og þegar stórfelldur pólitískur áróður eins og þann sem átti sér stað á tímum "frelsis kvenna", þá er öðrum forsendum en beinum próf niðurstöðum beitt.

Til dæmis,  1993 í Árósum í danmörku.  Í Grunnskóla einum, féll allur bakkurinn.  Foreldrarnir gengu fram, og kærðu málið.  Sögðu að nemendurnir hefðu ekki verið kennt allt pensumið á skóla árinu.  Að lokum fengu foreldrarnir þetta fram, og einkanir allra nemenda bekksins voru hækkaðar svo þær stóðust "prófið".

Og þessi pólitíska niðurstaða, er notuð fyrir nemendur frá þriðja heims ríkjum, konur, fatlaða ... svo maður nefni bara þá þætti sem allir eiga að vita.  En einnig í þágu þjóðfélagshópa, eins og bekking sem við nefndum áðan.  Þetta er einnig mjög algengt í mörgum Háskólum, á efri stigum, þar sem þú skrifar ritgerðir sem prófefni.  Og í sumum tilvikum, mætir fyrir framan prófessorinn og gerir grein fyrir máli þínu munnlega.

Til að segja þetta aðeins betur ... mælistikan er ekki skráð í stein.  Það er hægt að færa hana til, eftir þörfum.

Og eins og ég sagði í öðru hérna, þá er það ekki einungis í Verzlunarskólanum sem einkanir nemenda fóru eftir buddu foreldrana.

Síðan, til að botna þetta mál ... þá er það bara GOTT MÁL, að konur hafi lækkað launastigann aðeins.  Því það er fyrir neðan allar hellur, að einhverjir verkfræðingar "sem ekki kunna rassgat" :-) séu með himinhá laun, sérstaklega þegar það sem þeir eru að hampa er gert í Kína, Indlandi Taiwan eða Bandaríkjunum.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 29.7.2014 kl. 07:48

14 identicon

"Það er sumar, sumar, sumar og sól" . . . :)

J. Smith (IP-tala skráð) 29.7.2014 kl. 13:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband