"Svo mikið erlendis."

Eitt af orðtökum Björgvins Halldórssonar varðandi það sem er á heimsmælikvarða á Íslandi er að lýsa því þannig, að það "sé svo mikið erlendis". Merking setningar Björgvins hefur reyndar orðið víðari með árunum. 

Ég ók í gegnum gamla miðbæinn í gær og fannst það "svo mikið erlendis", þekkti ekki kjaft, því að ég sá ekkert nema útlendinga.

Stundum gerast svona breytingar svo hratt að maður áttar sig ekki á þeim fyrr en í einu vetfangi einn daginn.

Ég áttaði mig til dæmis ekki á hlut útlendinga og þá einkum Póverja í þjóðlífi okkar og efnahagslífi fyrr en dag einn fyrir mörgum árum, þegar ég kom niður að Patreksfjarðarhöfn eftir að langur tími hafði liðið síða ég kom þangað síðast.

Mig rak í rogastans þegar ég áttaði mig á því að ég hitti engan innfæddan Íslending við höfnina í þetta sinn. Og þá skildi ég gamansöguna af því þegar kennari einn fyrir vestan spurði nemendur í einum af efri bekkjum grunnskólans þessarar spurningar: "Hver eru mest verðmæti Íslands".

Eftir alllanga þögn lyfti stúlka aftarlega í bekknum upp hönd.

"Já, hver eru mestu verðmæti landsins okkar?" endurtók kennarinn. 

"Pólverjarnir" svaraði stúlkan.  


mbl.is Breytt ásýnd miðborgar Reykjavíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú, sagði kennarinn...........Hefurðu þá nokkurntíma heyrt talað um Hallgrím Pétursson?

Já.

Hvað geturðu sagt mér um hann?

Hún Todda trunta var eitthvað að tala um hann um daginn í Hjálpræðishernum.

Todda - hvað? sagði kennarinn. Hvað geturðu sagt mér um Jón Sigurðsson?

Hann er á Leó, sagði telpan.

Hm. Hver var fyrsti landnámsmaður Íslands?

Ég hef ekki heyrt það. Kanski það hafi verið þessi norski sem átti síldarbræðsluna fyrir norðan?

Hver er ráðherra Íslands?

Hvernig ráðherra?

Ja hver ræður yfir okkur hérna á Íslandi?

Það skal enginn ráða yfir mér! svaraði telpan staffírug og brá fyrir glampa í augum hennar.

Kennarinn horfði undrandi á barnið og hristi höfuðið að lokum.

Hverjir eru þá helstu menn Íslands?

Telpan hugsaði sig vel um og svarðai síðan:

Kaupmaðurin. Og frelsarinn. 

Halldór Laxness. Salka Valka

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 29.7.2014 kl. 12:47

2 identicon

"Það er sumar, sumar, sumar og sól" . . . :)

J. Smith (IP-tala skráð) 29.7.2014 kl. 13:59

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

29.7.2014 (í dag):

"Metfjölgun erlendra ferðamanna varð á fyrstu fimm mánuðum ársins, eða 31,4% aukning frá fyrra ári.

Þessi aukning kemur einnig fram í aukinni erlendri greiðslukortaveltu sem jókst um 28% fyrstu fimm mánuði ársins og var næstum 34 milljarðar króna en 26 milljarðar á sama tímabili í fyrra.

Þetta kemur fram í samantekt Rannsóknaseturs verslunarinnar.


Kortavelta erlendra ferðamanna í júní nam tæpum 14 milljörðum króna og hefur aldrei verið meiri."

"Svisslendingar eyddu mest en þar á eftir koma Rússar og Spánverjar.

Pólverjar og Kínverjar eyddu hins vegar minnst."

Kortavelta erlendra ferðamanna aldrei verið meiri

Þorsteinn Briem, 29.7.2014 kl. 20:09

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Könnun meðal erlendra ferðamanna sem dvöldu hér á Íslandi sumarið 2011:

Tæp 47% svarenda voru með há laun eða laun yfir meðallagi, rúm 39% með laun í meðallagi (samtals 86%) og tæp 14% með lág laun eða laun undir meðallagi.

Erlendir ferðamenn sem dvöldu hér á Íslandi sumarið 2011 - Ferðamálastofa

Þorsteinn Briem, 30.7.2014 kl. 00:54

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Könnun meðal erlendra ferðamanna sem dvöldu hér á Íslandi veturinn 2011-2012 (frá september til maí):

  • Tæplega helmingur (47,5%) svarenda var með há laun eða laun yfir meðallagi, um 41% með laun í meðallagi (samtals 88,5%) og um 11% með lág laun eða laun undir meðallagi.
  • Helmingur svarenda var í stjórnunar- eða sérfræðistörfum, 13,1% í skrifstofu- eða þjónustustörfum, 10,1% voru nemar, 8,3% ellilífeyrisþegar eða heimavinnandi, 6% sérhæft starfsfólk eða tæknar og 12,1% í öðrum störfum.
Erlendir ferðamenn sem dvöldu hér á Íslandi veturinn 2011-2012 - Ferðamálastofa

Þorsteinn Briem, 30.7.2014 kl. 01:01

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 30.7.2014 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband