Nýtt fjall í framtíðinni?

Í Gjálpargosinu 1996 myndaðist nýtt og snoturt eldfjall undir mörg hundruð metra þykku íslagi jökulsins. 

Í Kröflueldum urðu til nokkrir nýir gígar á svæðinu.

Nyrst í Gjástykki er sprunga eða berggangur sem nær upp á yfirborð þar sem upp kom hraun sem breiddi úr sér og er einstakur staður á heimsvísu, vegna þess að myndir náðust af þessu fyrirbæri á sínum tíma, einu myndirnar sem til eru af slíku.

Hraunið rann síðan sums staðar niður í sprunguna á ný á minnsta kosti einum stað.

Í skipulagi miðhálendisins er gert ráð fyrir að þetta verði að virkjana- og iðnaðarsvæði.

Spurningin er hvort undir miðjum Dyngjujökli eða jafnvel á Jökulsárflæðum muni myndast nýtt fjall eða gígaröð sem bætist við Bárðarbungu og Kverkfjöll sem útverðir Vatnajökuls í norðri.

Víst er skðpun Íslands og jarðarinnar einstakt sjónarspil, hugsanlerga "the greatest show on earth." 


mbl.is Sá stærsti hingað til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

22.8.2014 (í dag):

"Í tilkynningu frá Veðurstofunni sem barst um hádegisbil kemur fram að GPS-mælar í kringum Bárðarbungu hafa sýnt talsvert mikla færslu lands síðustu daga.

Frá upphafi virkninnar hafa mælst færslur á yfirborði sem eru meira en 14 sentímetrar á Dyngjuhálsi, sem er um 15-20 kílómetra frá bergganginum sem myndast hefur undanfarna daga.

Til samanburðar má nefna að árlegar færslur á berggrunni Íslands vegna plötuhreyfinga eru um 2 sentímetrar."

Mikið landrek við Bárðarbungu síðustu daga

Þorsteinn Briem, 22.8.2014 kl. 17:18

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 22.8.2014 kl. 17:43

7 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Steini. Þetta er fín mynd af rekbeltunum á Íslandi. Hvar fékkstu hana?

Emil Hannes Valgeirsson, 22.8.2014 kl. 20:28

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Á Vísindavefnum, Emil Hannes Valgeirsson.

Birti allar nýjar færslur Vísindavefsins og bloggfærslur Ómars Ragnarssonar jafnóðum á Facebook-síðu undirritaðs, þar sem fimm þúsund manns, flestir Íslendingar en einnig aðrir sem búa í nær öllum ríkjum heimsins, geta séð færslurnar.

Þorsteinn Briem, 22.8.2014 kl. 21:00

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Útlendingar sem ekki skilja íslensku þýða færslurnar með Google Translate, enda þótt það sé nú ekki fullkomin þýðing:

"Í Gjálpargosinu 1996 myndaðist nýtt og snoturt eldfjall undir mörg hundruð metra þykku íslagi jökulsins.

Í Kröflueldum urðu til nokkrir nýir gígar á svæðinu."

"In Gjálp eruption in 1996 created a new and snot volcano under hundreds of meters of thick ice of the glacier.

The
Krafla eruption occurred several new craters in the area.
"

Þorsteinn Briem, 22.8.2014 kl. 21:13

10 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Held reyndar að hún komi héðan enda er hún teiknuð frá grunni af undirrituðum. Þú nefnir það kannski næst þegar þú birtir hana.

Emil Hannes Valgeirsson, 22.8.2014 kl. 21:19

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hef aldrei lesið þessa bloggfærslu þína, Emil Hannes Valgeirsson.

Þorsteinn Briem, 22.8.2014 kl. 21:22

12 identicon

Óskaplegt sjálfsmark var þetta nú hjá þér Steini minn.

Nýlega* kallarðu Emil fábjána og svo núna ertu að vitna í gögn eftir hann án þess að geta heimilda, í raun að eigna þér hans verk.

* "Þið fáráðlingarnir hafið ekkert hér fram að færa annað en skítkastið, Emil Hannes Valgeirsson.

Steini Briem, 21.8.2014 kl. 12:24"

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 23.8.2014 kl. 07:56

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Emil Hannes Valgeirsson hafði ekkert fram að færa annað en skítkastið í athugasemdum við það blogg sem þú vitnar hér í frá því í fyrradag og að sjálfsögðu er engin ástæða fyrir undirritaðan að taka það til baka, Bjarni Gunnlaugur.

Enginn
hefur verið eins duglegur og undirritaður að vitna hér í heimildir og beinlínis bjánalegt að halda því fram að ég hafi eignað mér einhverjar teikningar, hvað þá eftir mann sem er nýbúinn að vera með skítkast í minn garð.

En það er ekki þar með sagt að Emil Hannes geti ekki gert eitthvað af viti og ég þykist vita að þú sért ágætur í að mjólka kýrnar og annað sem þú ert vanur að mjólka, Bjarni Gunnlaugur.

Þorsteinn Briem, 23.8.2014 kl. 15:08

14 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Já ég nefndi orðið "sníkjublogg" í sambandi við skrif Steina Briem hér á þessari síðu og var þá umsvifalust kallaður fábjáni með skítkast.

Þetta orð "sníkjublogg" fékk ég hjá honum Sæma Bjarna úr bloggfærslu frá 2010 og þar útskýrir hann betur hvað það þýðir og kemur þar einmitt hinn sami Steini Briem við sögu:

http://saemi7.blog.is/blog/saemi7/entry/1039747/

Emil Hannes Valgeirsson, 23.8.2014 kl. 15:42

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það er beinlínis fábjánalegt að kalla það "sníkjublogg" þegar menn skrifa athugasemdir hjá öðrum, hvort sem þær eru fáar eða margar, og þá gildir einu hver heldur því fram.

Veit  ekki betur en að þú sért menntaður teiknari og auðvelt fyrir þig að merkja þínar teikningar, Emil Hannes Valgeirsson.

Þú vísar hér í teikningu sem gæti hafa farið um víðan völl á Netinu á mörgum árum og ég hef einungis þín orð fyrir því að þú hafir gert þessa teikningu.

Og ykkur vesalingunum kemur akkúrat ekkert við hversu margar athugasemdir ég birti hjá Ómari Ragnarssyni.

Þorsteinn Briem, 23.8.2014 kl. 15:56

16 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Þú verður að geta tekið gagnrýni Steini án þess að kalla aðra fábjána eða eitthvað álíka. Ég hef ekki kallað þig neitt. Kortið gerði ég vissulega og á vinnsluskjalið í minni tölvu.

Emil Hannes Valgeirsson, 23.8.2014 kl. 16:41

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það er þitt að sanna að þú hafir gert þessa teikningu en ekki mitt og engin skynsamleg gagnrýni falin í því af ykkur vesalingunum að kvarta hér í nánast hverri viku í sjö ár yfir því að undirritaður birti hér athugasemdir, hvort sem þær eru engar, fáar eða margar hverju sinni, Emil Hannes Valgeirsson.

Slíkt er beinlínis fábjánalegt, ekki síst þegar ég hef margoft tekið fram og því vitað að ég muni halda áfram að birta hér athugasemdir.

Það er engin kurteisi falin í því af þinni hálfu að gapa hér um "sníkjublogg" og þú getur engan veginn búist við einhverjum fagurgala í mínu svari við því eða öðru skítkasti í minn garð af hálfu ykkar vesalinganna.

Á minni bloggsíðu hér á Moggablogginu eru rúmlega tvö hundruð bloggvinir og ég hef skrifað þúsundir athugasemda samtals hjá þeim öllum en þeir eru nú langflestir vinir mínir á Facebook, þar sem undirritaður á fimm þúsund vini sem margir hverjir lesa einnig mínar athugasemdir á þessu bloggi.

Þar að auki hefur Ómar Ragnarsson tekið hér sérstaklega fram nokkrum sinnum að hann hafi ekkert á móti því að ég birti hér eins margar athugasemdir og mér sýnist hverju sinni, eins og ég hef gert síðastliðin sjö ár.

Þorsteinn Briem, 23.8.2014 kl. 17:38

18 identicon

Þótt yfir skítinn eitthvað klóra reyni

í eigin marki boltagarminn fann

út af hverju ert reiður Steini

yfir því að heyra sannleikann? 

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 23.8.2014 kl. 22:31

19 identicon

Undarlegur er hann þessi Steini

yfir litlu greyið verður roggið

Með dónaskap og drýldinn inn að beini

og dögunum er eytt ............. í sníkjubloggið!

Jæja Steini komdu nú með eitthvað krassandi á móti,ekki viltu láta þetta standa upp á þig? (nema náttúrulega að þú sért sammála lýsingunni) Ég skil ekkert í því að þú skulir ekki benda á að ég er í prinsippinu alveg eins mikill sníkjubloggari og þú þó afköstin séu heldur minni!

Gæti t.d. byrjað svona: "Úr glerhúsinu grjóti er hent að Steina..."

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 23.8.2014 kl. 23:34

20 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Ég veit ekki hvað Steina dugar sem sönnun um að ég hafi teknað þessa umræddu mynd sem var upphaflega gerð í Photoshop og gamla góða Freehand. Hér er ég samt búinn að hræra aðeins í upprunalegu myndinni og umstafla brotabeltum. Þeir sem þekkja til grafískrar vinnslu vita að það er enginn hægðarleikur að gera svona nema að hafa vinnsluskjölin. Af hverju ætti ég annars að eigna mér þessa mynd ef hún er ekki sannarlega mín? Ég hef gert fleiri myndir í svipuðum dúr og allur gangur á því hvort ég muni eftir að merkja mér þær, sumar þeirra hafa farið á flakk á netheimum og í rauninni ekkert hægt að amast við því.
Við erum ekkert að banna þér Steini að skrifa athugasemdir og kópera inn myndir hér í síbylju og nánast taka yfir athugasemdakerfið hér oft á tíðum. En það er Ómar sjálfur sem stjórnar hér en ekki við. Það er samt ljóst að ýmsum finnst þetta þó vera fullmikið af hinu góða. Ég hef samt aldrei kvartað yfir þessu áður nema með sjálfum mér.
http://emilhannes.blog.is/users/03/emilhannes/img/islandsrugl.jpg
 

Emil Hannes Valgeirsson, 24.8.2014 kl. 00:40

21 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hef aldrei fullyrt að þú hafir ekki gert þessa teikningu en sem teiknari ættir þú nú að hafa vit á að merkja þér þær teikningar sem þú setur á Netið og engin sérstök ástæða til að gefa það í skyn að ég hafi tekið teikninguna af þínu bloggi, enda harla ólíklegt þegar þú ert nýbúinn að vera hér með dónaskap í minn garð og það algerlega að óþörfu, Emil Hannes Valgeirsson.

Þorsteinn Briem, 24.8.2014 kl. 02:33

22 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekki veit ég til þess að þú sért eða hafir verið hér með eigið blogg og skrifar ekki einu sinni undir fullu nafni, Bjarni Gunnlaugur, kvartandi undan dónaskap eins og Emil Hannes Valgeirsson en ert svo sjálfur mesti dóninn.

Og enn birtið þið hér ekki nokkurn skapaðan hlut í tilefni af eða um efni þessarar bloggfærslu Ómars Ragnarssonar en kvartið svo undan því að ég geri það, vesalingarnir.

Þorsteinn Briem, 24.8.2014 kl. 03:10

23 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

„Það er þitt að sanna að þú hafir gert þessa teikningu en ekki mitt“

Steini Briem, 23.8.2014 kl. 17:38

Ég fór annars að tala um þessa teikningu því ég vildi vita hvar þú hefðir fengið hana. Hafi hún birst á annarri bloggsíðu en minni þá hefði mér þótt gaman að vita það.

Emil Hannes Valgeirsson, 24.8.2014 kl. 10:15

24 identicon

Það er rétt að benda landsmönnum á það, enn og aftur, að margumræddur Steini Briem er í rauninni hliðarsjálf Ómars Ragnarssonar. Steini Briem og ÓR eru einn og sami maðurinn, sem skýrir í sjálfu sér ágætlega ÓRana í ÓR :)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 24.8.2014 kl. 11:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband