Stórbrotnar vangaveltur.

Í fréttum Rikisútvarpsins í morgun var frétt, sem sýnir hve stórbrotna atburði við erum í raun að horfa á  

Íslenskur sérfræðingur í London, Ágúst Guðmundsson, telur atburðina einstæða fyrir vísindasamfélagið og benda til að í stað þess að um sé að ræða einstök kvikuhólf og kvikuinnskot, kraumi í raun undir miklu stærra fyrirbæri, risastór kvikuþró sem sé uppruni þessara umbrota allra.

Það rímar við þá viðurkenndu staðreynd að Bárðarbunga liggi við miðju annars af tveimur stærstu mötttulstrókum heims.

Líta má svo á að þessi sýn Ágústar geti gefið vísbendingu um að miklu stærra kunni að vera í aðsigi en afmarkað eldgos af venjulegri stærð og að hugsanlega stefni í eitt af hinum stóru hamfaragosum á borð við Öskjugosið 1875-86 eða jafnvel Skaftárelda, stórgosin að Fjallabaki fyrr á öldum eða Eldgjárgosið 934. 

Einnig varpar Haraldur Sigurðsson jarðfræðingur því fram að kvikuhólfin undir Kröflu, Öskju og fleiri eldstöðvum séu á aðeins 2ja- 3ja kílómetra dýpi en hólfið undir Bárðarbungu, sem nú er svo virkt, sé á sex kílómetra dýpi.

Af því leiði að setja megi spurningarmerki við það að útskýra stóru skjálftana í Bárðarbungu út frá svipuðum forsendum og við fyrrnefndar eldstöðvar og eingöngu út frá áhrifum kvikustreymis í berggangi, einum eða fleirum, heldur þurfi að skoða dýpra með opnum huga.

Vísa að öðru leyti í næstu bloggpistla mína á undan þessum um þetta efni.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásta María H Jensen

Ég er nú búin að lesa um þetta svæði og hlusta á Harald Sigurðsson http://www.visir.is/kvikan-gaeti-nad-inn-i-oskju-og-tendrad-oflugt-sprengigos/article/2014140829314

og samkvæmt draumnum sem mig dreymdi fannst mér að Dyngjan ætti að heita Urðardyngja. Dyngja myndast í löngu gosi en ef maður leitar í Norræna goðafræði þá eru þar örlaganornirnar Urður, Verðandi og Skuld. Ekki að ég sé að segja að ég sé trúuð eða hjátrúafull en ég hlusta á draumana mína. Urður þýðir fortíðin og þá er það spurning? Verðandi er nútíðin og skuld er framtíðin. Verður þetta í nútíðinni og munum við þurfa að bíða þess bætur um alla framtíð. Ég vona ekki

Ég er að lesa mér til gamans um norræna goðafræði. Það er eitt sem ég tek eftir og sé að sprungan er að leita í átt að Öskju er að leita og þar er eitthvað sem heitir Víti. Það spyr ég ef Bárðarbunga væri miðja allra eldstöðva á Íslandi þá er hún Urðarbrunnur samkvæmt Norrænni Goðafræði Þar sem Askur Yggldalur er með ræturnar og vökvar tréið og rætur hans ganga í allar áttir. Er þá Bárðarbunga að fara til Hel-Vítis? Hel í Norrænni goðafræði ríkir yfir undirheimum

Ásta María H Jensen, 27.8.2014 kl. 13:14

2 identicon

Jarðfræðingur? Virkilega Ómar.... og hvað næst: fóstra?

Auðvitað er ekki einn einasti jarðfræðingur eftir á Íslandi lengur, þetta eru allt "jarðvísindamenn", "jarðeðlisfræðingar", "jarðskjálftafræðingar" og svo vesalingurinn hann Haraldur sem þú lítilsvirðir svona hrikalega, hann er náttúrulega "eldfjallafræðingur".

Það er víðar verðbólga heldur en í hagkerfinu

Björn Jónsson (IP-tala skráð) 27.8.2014 kl. 17:51

3 Smámynd: Júlíus Valsson

Kæri Ómar

Þú kemur okkur enn og aftur á óvart með einstakri glöggskyggni og kunnáttu varðandi íslenska náttúru og með óvanlegri djúphyggni. Þú viðrar hér hugmyndir, sem margir hafa verið að velta fyrir sér en ekki komið á framfæri í ræðu eða riti. Íslenskir jarðvísindamenn eru sem hópur því miður hálfgerðir heimalingar (eins og íslenskir lögmenn) og almennt tregir til tjá hugmyndir, sem ná "út fyrir kassann" vegna eiginhagsmuna og spéhræðslu. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur er óhræddur við að viðra sínar hugmyndir og á því væntanlega ekki upp á palborðið hjá háskólaelítunni.

Júlíus Valsson, 27.8.2014 kl. 21:35

5 Smámynd: Júlíus Valsson

Það er spurning hvort undir okkur er eins konar "supervolcano"? Okkur vantar auðvitað fleiri jarðskjálftamæla og GPS stöðvar, einkum á Snæfellsnesi og á Vestfjörðum. Ljósufjöll eru t.d. virkt svæði. Svo er alltaf spurning hvort byggð eigi að vera í Hveragerði og hvað er að gerast í Siglufjarðarskriðum (Almenningi).

Júlíus Valsson, 27.8.2014 kl. 22:01

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nú í kvöld:

Eldgos í Bárðarbungu

Þorsteinn Briem, 27.8.2014 kl. 22:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband