Fólkið hefur breikkað, en ekki helstu flugvélaskrokkarnir.

Þegar Boeing 707 var hönnuð fyrir rúmum 60 árum var fólk að meðaltali minna en nú er. Flugfélögin eiga kost á að bregðast við þessu með því að hafa lengra á milli sætaraða en áður, en skrokkbreidd þotnanna geta þau ekki ráðið við. 

Enn í dag er sama þversnið á smærri þotum Boeing og var í árdaga á Boeing 707, og eru Boeing 757 og 737 gott dæmi um það.

Þrengslin, sem verða af þessu skapst, hafa ekki aðeins bagaleg líkamleg áhrif á farþega, heldur ekki síður sálræn áhrif. Á lengstu flugleiðunum verða þau það mikil, að þegar Flugleiðir tóku Boeing 757 í notkun, var þeim þotum flogið á lengstu áætlunarleiðum sem þær þotur voru notaðar í. 

Airbus þotur og skrúfuþotan ATR 42 voru hannaðar aldarfjórðungi síðar og skrokkurinn hafður um 15 sentimetrum breiðari en á Boeing, og enda þótt aðeins 7 sentimetrar komi í hlut þriggja sæta sitt hvorum megin við ganginn milli sætanna, er sá munur jafn mikill og milli bíla í smábílaflokki og millistærðarflokki.

Ástæðan fyrir því hve lengi mjóu flugvélarskokkarnir hafa enst byggist fyrst og fremst á rekstrarhagkvæmni.

Loftmótstaða mjórra flugvélaskrokka er að öðru jöfnu minni en breiðari skrokka.

Loftmótstöðu er skipt í flokka og má nefna og má nefna mótstöðu sem myndst við að ryðja ákveðnu þversniði leið í gegnum loftið, því stærra flatarmál þversniðsins, því meiri mótstaða, og síðan yfirborðsmótstöðu (parasite drag) sem myndast af núningi loftins við yfirborð skrokksins og er því meiri sem yfirborðsflötur hans er meiri.   


mbl.is Reiði vegna plássleysis í háloftunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Þórðarson

Þetta er ekki gott í 757. Benda má á 777 sem ætti að vera sæmilega rúmgóð, með 3 3 3 sætaskipan, það er 9 sæti á þverveginn. Sum flugfélög hafa því miður tekið upp á því að hafa 3 4 3 sætaskipan:

http://seatexpert.com/seatmap/170/Emirates_Boeing_777-300_%28ER_three_class%29/

"Emirates packed in a very tight 10 across seating in coach, whereas most other airlines install a much more spacious nine seats across. With only average pitch on this configuration, this is probably one of the worst Coach Class configurations for passengers. The aisles are also noticeably narrower in order to accommodate the extra seat and those seated at the aisle are more likely to be bumped as people and carts pass through."

Ég myndi forðast í lengstu lög að fljúga með vél þar sem sætunum er svona þétt pakkað og gangarnir mjóir.  Hagnaður flugfélaga af því að hafa sér svona er sáralítill. Fleirri farþegar þýða minni geta til að flytja frakt og hafa tekjur af henni. Að mínu áliti er það að troða fólki svona þétt saman ekkert annað en skepnuskapur og tilgangurinn er að gera farþegum a túristaklassa lífið leitt svo að þeir verði frekar til í að borga fyrir "business class".

Hörður Þórðarson, 31.8.2014 kl. 04:28

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ég er tæplega tveggja metra sláni, stórbeinóttur og öflugur en í Spænskum flugvélum er lítið pláss fyrir mig. En ég er ágætlega búin að liðamótum þannig að ég get aðlagaðast litlu rými. 

Það var svo einhverju sinni sem oftar að farþegi í sætinnu fyrir framan mig fór að rugga sér og ætlaði ljóslega að halla sætisbakinu til að dotta.  En til þess var ekkert rými á mínu plássi, svo ég setti hnéð í bakið svo rugguhesturinn náði engum árangri.

Hann stóð upp til að athuga hverju sætti og horfði á mig ásakandi. Ég sagði að þetta væri mitt pláss, hann skyldi bara hvílasig á sínu plássi.  Honum leist best að gera svo og ruggaði sér ekki meira.      

Hrólfur Þ Hraundal, 31.8.2014 kl. 12:21

3 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Ein meginástæða þess hve mjóir flugvélaskrokkar hafa lifað svo lengi óbreyttir hjá Boeing er einfaldlega sú að fyrirtækið hefur ekki hannað og sett nýjan narrow body skrokk í framleiðslu í áratugi. Bæði B737 og B757 skrokkarnir eru eldgömul hönnun. B737 skrokkurinn er hannaður snemma á sjöunda áratugnum, upp úr 1964. B757 var hönnuð í stað B727 og þróun þess skrokks hófst upp úr 1970.

Helstu uppfærslur á B737 hafa verið breytingar á væng, í raun alveg nýr vængur, en skrokkurinn er að mestu sá sami. Með þessu hefur Boeing sparað gríðarmiklar fjárhæðir í þróunarkostnað.

Airbus byrjaði hins vegar að hanna A320 vélina upp úr 1980 og tók mið af þörfum frá þeim tíma.

En vissulega hefur viðnám mikil áhrif á rekstur flugvéla.

Erlingur Alfreð Jónsson, 31.8.2014 kl. 14:05

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Fyrir mér er það ekki breiddin sem plagar, heldur lengdin.   Eða á að segja of mörg sæti.

Hrólfur Þ Hraundal, 31.8.2014 kl. 19:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband