Dregst gosið saman í einn megingíg?

Í spjalli í Sjónvarpinu fyrst eftir gosið í fyrradag minntist ég á það, að gígaröðin í Holuhrauni eins og hún var þá, væri ólík gígaröðum sem mynduðust í upphafi Heimaeyjagossins og í Kröflueldunum að því leyti, að hún samanstæði af nokkurn veginn jafn stórum gígum.

Gosið, sem nú er hafið að nýju í Holuhrauni, minnir hins vegar á Kröflueldana að því leyti, að það fer vaxandi og gæti þess vegna tekið upp á því að dragast saman að mestu í einn gíganna, sem þá yrði langstærstur og kannski svipaður stóra rauða gígnum, sem myndaðist syðst í Holuhrauni í eldgosinu 1797, sjá mynd á facebook síðu minni.

Fari þetta svona gæti landslagið á söndunum milli Dyngjujökuls og Öskju breyst talsvert við tilkomu stórs gígs á miðjum sandinum.  


mbl.is Gosið hagar sér eins og Kröflueldar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband