Íslendingar gáfu Finnum milljarða tekjur af jólasveininum.

Þröngsýni er helsti galli okkar Íslendinga. Hún stafar sennilega af því hve langt land okkar er frá öðrum löndum og hve seint nútíminn gekk i garð hjá okkur. 

Þannig komu almennilegir vegir, iðnbylting og frjálsræði í viðskiptum við umheiminn ekki til sögu hér á landi fyrr en á síðari hluta 20. aldar.

Orðið heimska er dregið af því að sá, sem ávinnur sér hana, miði allt út frá næsta heimaumhverfi sínu, óttist allt sem kemur utan frá og telji sig vita allt betur en aðkomumenn eða útlendingar.

Sigmundur Ernir Rúnarsson fann upp hið frábæra orð "sjálfviti" yfir erlenda orðið "besserwisser" og finnst mér nýyrði Simma betra en erlenda orðið.

Þegar evrópsk börn fóru að skrifa bréf í þúsunda tali til jólasveinsins á Íslandi um miðja síðustu öld, þóttii það hið mesta vandræðamál og af hinu illa.

Tókst okkur að koma því af okkur að jólasveinninn ætti heima hér og gáfum hann Finnum, sem stórgræða á því að jólasveinninn eigi heima í Rovaniemi í Finnlandi í formi mikils ferðamannastraums þangað.

Hér á landi, einkum á Austurlandi, er allt sem til þarf til þess að bjóða útlendingum upp á margfalt magnaðra heimili jólasveinsins en er í Rovaniemi.

Þar er boðið upp á einn jólsvein, hreindýr og snævi þakið skóglendi.

Á Fljótsdalsheiði væri hægt að bjóða upp á 13 jólasveina, Grýlu, Leppalúða, álfa og tröll auk hreindýra, snævi þakins lands og eldfjalla.

En enginn áhugi er fyrir því heldur er aðal keppikeflið að umturna einstæðri náttúru landsins í þágu risaverksmiðja sem eyða eins mikilli orku og unnt er fyrir sem allra lægst orkuverð og með sem allra fæstu og dýrustu störfum, sem unnt er að skapa miðað við orkumagnið.   


mbl.is Féll fyrir íslensku jólasveinunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mývetningar hafa gert nokkuð út á íslensku jólasveinana undanfarin ár, í Dimmuborgum. Það er til fyrirmyndar. En það er hárrétt hjá þér að menn voru ótrúlega lengi að taka við sér með þetta mál og mörg önnur, heimaaldir og heimskir í gömlu merkingu orðsins.

Friðrik Dagur Arnarson (IP-tala skráð) 14.9.2014 kl. 14:06

2 identicon

Svo er náttúrlega nóg af jólasveinum í Vinstri grænum.

Haukur Brynjolfsson (IP-tala skráð) 14.9.2014 kl. 14:15

3 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Íslendingar eru þeir einu í veröldinni sem notast við 13 jólasveina að ég best veit. Alla vega hafa allir erlendir kollegar mínir hvaðanæva að rekið upp stór augu þegar ég segi þeim að við eigum 13 jólasveina en ekki einn. Hvað þá Grýlu, Leppalúða, álfa og tröll. Okkar sveinar eru auk þess þjófóttir og hrekkjóttir óknyttadrengir, sem búa í hellum, og ferðast gangandi til byggða. Þeir eiga þar með ekkert skylt við þennan fræga búsældarlega Coca Cola jólasvein sem venjulega er vísað til og býr að sögn á Norðurpólnum og þeytist um á sleða um himinhvolfið, en á uppruna sinn að rekja til hins hollenska Sinterklaas.

Af hverju ættum við þá að eigna okkur hann?

Þarna vill Ómar fara græðgisleiðina með jólasveininn sem hann hefur oft gagnrýnt í umræðu um önnur mál, og kemur inn á í niðurlagi pistilsins, og finnst allt í lagi að hrifsa hann frá uppruna sínum.

Nei, Hollendingar eiga sinn heilaga Nikulás og halda í hefðir tengdar honum um jól, gefa t.d. allar gjafir þ. 5. desember en ekki 24. Við eigum þessa 13 hrekkjalóma og eigum ekki að blanda þeim saman við þennan rauða. Leyfum honum bara að vera í Rovaniemi, og Sinterklaas í Hollandi.

Erlingur Alfreð Jónsson, 14.9.2014 kl. 16:53

4 identicon

þú gleymdir einum í viðbót þeir er 14 með lögheimil á Fljótsdalshéraði.Ef Sigmundur á Hrafnabjörgum er talin með

XXX (IP-tala skráð) 14.9.2014 kl. 19:44

5 Smámynd: Már Elíson

Einmitt, það er me0 eindæmum heimskulegt hvað við höfum glatað forskotinu sem "aðal " í jólasveinadæminu, sem er algerlega okkar - Við verðum að endurheimta okkar sess sem "aðal" í jólasveinadæminu. - Hvernig eigum við að snúa okkur í þessu til sóknar ? - Ómar, einhver tillaga ?

Már Elíson, 14.9.2014 kl. 22:47

6 identicon

Um miðja síðustu öld voru Íslendingar kannski enn nógu móralskir til að álíta það siðferðislega rangt að græða á því að ljúga að börnum. En nú finnst öllum sjálfsagt að græða á slíku, og ljúga líka að fullorðnum túristum til að betur gangi að græða á þeim.

Erlingur, þetta er rétt, sammála þér. Það eru að vísu til svona hrekkjóttir jóla-nissar víðar, en þeim hefur ekki verið blandað saman við Santa Claus. T.d. sá ég fyrir nokkrum árum teiknað kort frá Austurríki þar sem slíkir sveinar sjást í halarófu í snævi þaktri brekku, í sams konar fötum, líka húfum, og þeir sem Tryggvi M. teiknaði við Jólasveinakvæði Jóhannesar úr Kötlum, en sumir voru í grænu og bláu, auk rauða litarins.

Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 17.9.2014 kl. 13:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband