Sum gos standa í mörg ár.

Sum eldgos standa í mörg ár, svosem ýmis dyngjugos. Surtseyjargosið stóð í þrjú og hálft ár og í sumum tilfellum er um að ræða röða af eldgosum, sem kalla má "elda".

Af því tagi eru Mývatnseldar 1724 - 29 og Kröflueldar 1975-84.

Skaftáreldar voru svo feikilega öflugir 1983, að núverandi gos í Holuhrauni sem og Kröflueldar eru aðeins nokkur prósent af þeim, og þess vegna entust Skaftáreldar ekki í mörg ár eins og þeir hefðu getað gert ef kvikustreymið hefði verið minna og jafnara.

Létting Vatnajökuls virðist ætla að hafa svipuð áhrif og vísindamenn spáðu og þess vegna megum við búast við "eldfjörugri" 21. öld heldur en 20. öldin var.

Og kannski erum við að sigla inn í "Bárðarbunguelda".  


mbl.is Gliðnunarhrinan heldur áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 identicon

Til Hamingju með afmælisdaginn Ómar.

pétur f ottesen (IP-tala skráð) 16.9.2014 kl. 09:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband