Hermann Jónasson 1956: "Efnahagslífið er helsjúkt."

"Efnahagslíið er helsjúkt" sagði Hermann Jónasson, alþingismaður og formaður Framsóknarflokksins í útvarpsumræðum fyriri Alþingiskosningarnar 1956.

Allt frá kreppunni miklu á fjórða áratugnum og fram undir lok aldarinnar var íslenskt efnahagslíf helsjúkt hafta- og spillingarkerfi, sem fór síðan enn lengra yfir á hina hliðina eftir aldamótin 2000.  

Hermann sagði þetta 1956, enda þótt flokkur hans hefði verið í ríkisstjórn í níu ár, fyrst með Alþýðuflokki og Sjálfstæðisflokki, en síðan með Sjálfstæðisflokki síðustu sex árin. 

Milli hans og Ólafs Thors hafði verið trúnaðarbrestur í 14 ár, sem hafði haft slæm og afgerandi áhrif á íslensk stjórnmál í tvo áratugi.

Í alvarlegri stjórnarkreppu um áramótin 1949-50 kom í ljós að eini mögulegi kosturinn var samstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, en í veginum stóð að hvorki Ólafur Thors né Hermann tóku í mál að sitja í stjórn undir forsæti undir forsæti hins.

Varð úr að Steingrímur Steinþórsson myndaði stjórnina en Ólafur var sjávarútvegsráðherra og Hermann landbúnaðarráðherra.

En Hermann tók ekki í mál að sitja í samstjórninni sem Ólafur myndaði eftir kosningarnar 1953.

Á árunum 1947-56 var komið á svakalegra hafta- og skömmtunarkerfi en þekkst hafði í sögu landsins. Tekið var upp handstýrt margfalt gengi og því var lýsing Hermanns rétt 1956, að efnahagslífið var helsjúkt.

Hann myndaði stjórn 1956 sem hélt áfram á sömu helsjúku brautinni á sama tíma og nágrannaþjóðrnar brutust út úr haftafjötrunum.  

Viðreisnarstjórnin slakaði verulega á en það var ekki fyrr en á síðasta áratug aldarinnar sem loksins tókst að koma málum í svipað horf og í öðrum löndum.

En það ástand hélst ekki nema í örfá ár. Þá jvar kúrsinn tekinn í þveröfuga átt þar sem frelsið átti að vera sem allra mest og eftilitslausast en þó drifið áfram af stórkarlalegum, áhættusömum og arðlitlum ríkisframkvæmdum í sovétstíl, sem engir einkaaðilar hefðu lagt í. 

Afleiðingin var Hrunið mikla, sem auðvitað var afleiðing af því að í raun var "efnahagslífið helsjúkt" árin 2003-2008.  

 


mbl.is „Frakkland er sjúkt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Mjög neikvæðir vextir voru hjá bönkum og sparisjóðum hér á Íslandi, þannig að stórfé fór frá þeim sem áttu einhverja peninga, aðallega börnum og gamalmennum, til þeirra sem tóku lán, til að mynda til íbúðakaupa, og biðraðir voru hjá sjálfum bankastjórunum til að biðja um lán.

Þorsteinn Briem, 17.9.2014 kl. 20:44

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfstæðismaðurinn Geir Hallgrímsson var forsætisráðherra á árunum 1974-1978 og verðbólgan hér á Íslandi fór í um 50% árið 1975.

Framsóknarmaðurinn
Tómas Árnason var fjármálaráðherra 1978-1979 og viðskiptaráðherra 1980-1983 en það ár fór verðbólgan hér í 84%.

Og alþýðubandalagsmaðurinn Ragnar Arnalds var fjármálaráðherra 1980-1983.

Verðbólgan hér á Íslandi 1940-2008

Þorsteinn Briem, 17.9.2014 kl. 20:59

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Alþýðuflokksmaðurinn Jón Baldvin Hannibalsson var fjármálaráðherra 1987-1988 og verðbólgan hér á Íslandi fór í um 25% árið 1987.

Þorsteinn Briem, 17.9.2014 kl. 21:11

4 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Og svona heldur þetta áfram. Þeir sem ennþá búa í þessu landi sjá ósköp vel hvert stefnir, það fer bara áfram til fjandans. "Helsjúka brautin er fastgróin við bak þeirra sem eiga að passa uppá fjárhag okkar í svo vel fjáðu landi að vinnandi fólk ætti ekki einu sinni að þurfa að borga skatta og skólar,  elliheimili og sjúkrahús ættu í raun að vera þau allra bestu á okkar kæru Norðurlöndum. Svo mikil eru auðæfin okkar og svo mikil er líka græðgin í klíkunni að þó hún hafi allt sem hugsast getur, verður hún að pína fólkið enn meir og miklu meir en helsjúka stefnan segir til um, sennilega til að í græðisvímunni, að reina að sefa skelfingar tilfinninguna sem sem grefur um sig í helsjúku ,hjartalausu heilabúi glataðs fólks ef fólk mætti kalla þegar loksins fólkið tekur til sinna ráða og þurrkar út þetta graftarkili útúr okkar tilveru að eilífu.Svo hafa Strákarnir mælt.

50 cal.NOR°

Eyjólfur Jónsson, 18.9.2014 kl. 03:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband