Spurningin um mismunandi mikið afsal fullveldis.

Sjálfstæðissinnar í Skotlandi lögðu á það áherslu í kosningabaráttu sinni að kosningar stæðu aðeins um það hvort landið yrði áfram hluti af Stóra-Bretlandi en ekki um aðra samvinnu Skota á alþjóðavettvangi. 

Ef Skotland yrði sjálfstætt yrði það áfram í NATO, áfram í ESB, áfram með enska pundið og áfram aðilar að margvíslegum alþjóðasáttmálum, þar sem þjóðirnar afsöluðu sér ríkisvaldi að hluta til alþjóðasamtaka.

Sambandssinnar töldu sumt af þessu óvíst, eins og til dæmis með það að nota enska pundið.

Þegar við Íslendingar stofnuðum lýðveldi 1944 afsöluðum við sama ár hluta af ríkisvaldi okkar til Alþjóða flugmálastofnunarinnar, til Sameinuðu þjÓðanna 1946, NATO 1949, EFTA 1970, EES 1994.

Aðild að Sþ og Evrópuráðinu gerði það að verkum að við urðum aðilar að margvíslegum sáttmálum á sviði hafréttar-, mannréttinda- siglingamála- og dómsmála.

En rofin á þjóðhöfðingjatengslum við Danmörku og stofnun sjálfstæðs lýðveldis, sem gulltryggði þá alþjóðlegu viðurkenningu á fullveldi landsins, sem væri jafnrétthátt fullveldi annarra þjóða, var langstærsta atriðið fyrir okkur.

Sá er munurinn á nær einróma ákvörðun okkar 1918 og 1944 og úrslitum þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Skotlandi.  

Þótt Skotar muni fá aukin sjálfsréttindi eftir kosningarnar nú, meðal annars með tilliti til lítils atkvæðamunar, verða þau mun minni en annars hefði orðið.  


mbl.is Skotar hafna sjálfstæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Aðildin að Sþ., NATO, EFTA, og EES voru gegn fullveldis- og sjálfstæðishugmyndum sem voru fyrir, um og uppúr 1900.

Allt saman brot gegn fullveldishugmyndum kringum 1900.

Þó við tökum aðeins SÞ og NATO, af því að það er svo beint ofaní svokallaða Lýðveldisstofnun, - klárt brot á hugmyndum um fullveldi/sjálfstæði kringum 1900.

Er nefnilega ótrúlegt hvernig hugmyndafræðin var kringum 1900.

Íslendingar áttu að vera allsráðandi hérlendis - og meir að segja erlendis líka! Ekkert erlent átti að hafa áhrif hér. Hér átti að ríkja þjóðbelgingsfegurðin ein og stundum var framsetningin nánast trúarleg.

Jón Ólafsson ritstjóri, sá almennt glöggi maður, hélt því meir að segja fram að íslenska þjóðin eða stofninn gæti orðið stórveldi í Ameríku og ríkja þar að mestu.

Menn voru barasta high sky af þjóðrembingi þarna.

Fullveldi/sjálfstæði í þeirra huga var að íslendingar og aðeins íslendingar áttu að ráða öllu, allstaðar og alltaf hér uppi. Það var trikkið og töfralausn þess tíma.

Það eitt að íslendingar réðu - það átti samkv. hugmyndfræðinni að leiða sjálfkrafa til jarðneskrar Paradísar. Var töfratrikk þess tíma. Leið til nýrrar Gullaldar.

Og ástæðan var að íslendingar áttu, samkv. hugmyndafræðinni og kenningunni, að vera einhvernvegin frábærlegri en allt annað fólk.

Það var nú ekki búið að finna upp genin þá - en ef svo hefði verið hefðu þeir sagst vera genatískt frábærlegri en annað fólk.

Það sem mjöög athyglisvert er, að forseti landsins skuli kringum 2000 og jafnvel enn beita sömu rökum með einum eða öðrum hætti.

Algjört sjálfstæði féll um leið og Lýðveldið var stofnað. Why? Vegna þess að ráðamenn sáu að fullveldis/sjálfstæðiskenningin sem var í tísku kringum 1900 stóðst enga skoðun og fittaði ekki inní neinn raunveruleika.

Samt tala einhverjir 3-4 aðilar hérna uppi árið 2014 eins og fullveldis hugmynd og kenning kringum 1900 sé relevant eða enn í gildi í dag!

Þessu var strax HAFNAÐ nánast um leið og fundi lauk á Þingvöllum. Og hefur verið hafnað síðan allt til þessa dags.

Andstæðingar Evrópusambandsins hér uppi er að sumu leiti eins og hugmyndafræðilegt zombie.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.9.2014 kl. 14:36

2 Smámynd: Snorri Hansson

Það væri gaman að vita hverjir raunverulegir kostir og ókostir eru við aðildina að EES . Þá meina ég viðskiptalegir og  pólitískir.

Ég man eftir 5% tollum á innflutning til ESB landa á ímsum fisktegundum, en hefur dæmið verið reiknað til fulls?

Snorri Hansson, 19.9.2014 kl. 15:02

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Um 84% af öllum útflutningi okkar Íslendinga voru seld til Evrópska efnahagssvæðisins árið 2009, þar af um 80% af öllum sjávarafurðum okkar og 90% af öllum iðnaðarvörum.

Um 70% af erlendum ferðamönnum sem dvelja hér á Íslandi eru búsettir á Evrópska efnahagssvæðinu og á því svæði eru Evrópusambandsríkin, Ísland, Noregur og Liechtenstein.

Í Evrópusambandsríkjunum býr um hálfur milljarður manna sem neytir árlega um tólf milljóna tonna af sjávarafurðum og árið 2006 var afli íslenskra skipa tæpar 1,7 milljónir tonna.

Þar að auki eru nú lágir tollar á íslenskum sjávarafurðum í Evrópusambandsríkjunum, eða 650 milljónir íslenskra króna árið 2008.

Um 65% af öllum innflutningi okkar Íslendinga var keyptur frá Evrópska efnahagssvæðinu árið 2009 og þá voru um 84% af öllum útflutningi okkar seld þangað.

Þorsteinn Briem, 19.9.2014 kl. 16:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband