Ferill móðunnar í einni ökuferð. Spurning um áhrif hennar.

Það hefur verið athyglisvert að fylgjast með útbreiðslu og ferli gosmóðunnar frá Holuhrauni síðustu daga. 

Í ökuferð í fyrradag frá Reykjavík norður og austur um upp á Brúaröræfi austur að gosstöðvunum í Holuhrauni, var ekið inn í mistri í Eyjafirði og verið í því það sem eftir var leiðarinnar. 

Á leiðinni til baka um kvöldið náði mistrið vestur um og var komið yfir næstum alla leiðina suður til Reykjavíkur.

Raunar var dimm þoka allt frá Skagafirði suður í Borgarfjörð, og vakti spurningu um það hvort móðan hefði áhrif á þokumyndun.  

Í dag liggur móðan yfir öllum vesturhluta landsins.

Fróðlegt verður að vita hvaða áhrif móðan hefur.

Móðan frá Skaftáreldum deyfði sólarljósið svo að það rataði ekki jafnvel og áður til jarðar. Afleiðingin varð kuldatímabil í tvö ár.

Þetta gos er margfalt minna, aðeins örfá prósent af Skaftáreldum, og því erfitt að áætla áhrif móðunnar frá því.  


mbl.is Mistur yfir borginni í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í þessu samhengi væri fróðlegt að fá að vita hvort beint, línulegt samhengi er milli þess magn af kviku (hrauni) sem berst til yfirborðsins og þess magns af gosgufum/gasi sem berst út í andrúmslofti.

E (IP-tala skráð) 20.9.2014 kl. 18:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband