"Það endar með því að þeir drepa einhvern..."

"Það endar með þvi að þeir drepa einhvern" er sagt að hrotið hafi af vörum kerlingiar einnar, þegar hún heyrði fréttirnar um að Fyrri heimsstyrjöldin hefði brotist út. 

Líklega má svipað segja um Bárðarbungu. Hún er ofan á öðrum af tveimur stærstu möttulstrókum veraldar og er nokkurs konar yfireldstöð, móðir eða mafíuforingi íslenskra eldfjalla.

Nú ríkir þar langvarandi gliðnunar - og skjálftaferli sem opnar leið upp á yfirborðið fyrir hraunkviku frá möttulstróknum mikla. 

Kvikan, sem komið hefur upp, hefur reynst afar þunnfljótandi og gjörn á að "leka" eða þrýstast upp á yfirborðið án mikilla átaka hingað til. Það hafa myndast sigkatlar hér og þar í jöklinum í smáum eldgosum sem ekki hafa enn komist upp á yfirborðið.

En að því hlýtur að koma, rétt eins og það hlaut að enda með manndrápum þegar átök heimsstyrjaldar hófust. 


mbl.is Líkur á gosi undir jökli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Rétt eins og fyrri daginn kann Ómar að segja hlutina skýrt og skorinort á skiljanlegu og skemmtilegu máli.

corvus corax, 21.9.2014 kl. 10:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband