Hugtakið "jeppi" að verða ónýtt.

Í sókn sinni eftir stærsta markhópi bílakaupenda, þeim sem vilja láta sjá sig á einhvers konar "jeppa", hefur íslensku bílaumboðunum senn tekist að gjöreyðileggja hugtakið "jeppi". 

Allt frá því er fyrstu Willy´s jepparnir komu til Íslands var hugtakið "jeppi" skýrt:  

1. Drif á öllum hjólum.

2. Minnst 20 cm hæð undir bílinn, jafnt hlaðinn sem óhlaðinn.

3. Lágur lægsti gír í krafti þess að hafa hátt og lágt drif.

4. Hærra "aðhorn", "fráhorn" og "undirhorn" (ramp brake over angel) en á fólksbílum til að minnka líkur á að bíllinn tæki niðri fremst, aftast og undir kviðinn, á ósléttu landi.  

Þegar fyrstu Subaru fjórhjóladrifnu fólksbílarnir komu til Íslands, var veghæð þeirra að vísu 18 sm á óhlöðnum bíl en engum datt í hug að kalla þá jeppa.  

Lada Sport 1977 markaði upphaf eyðileggingar "jeppa"-hugtaksins vegna þess að hann var sjálfstæða fjöðrun að framan, sem olli því að þegar bíllinn fjaðraði upp og niður, gat veghæðin minnkað sem snöggast niður í 15 sentimetra.

En að öllu öðru leyti stóðst hann kröfurnar um jeppa.

Hinn fjórhjóladrifni AMC Eagle um 1980 var aldrei kallaður jeppi, en í kjölfar RAV 4 og sífjölgandi bíla, svipuðum honum á tíunda áratugnum, komst heitið "jepplingur" á kreik og slíkir bílar urðu að stöðutákni um allan heim og þeir gefa framleiðendunum mest í aðra hönd vegna þess að kaupendurnir eru í millistéttum, sem hafa meira á milli handanna en lágtekjufólk og því hægt að græða meira á þessum bílum en ódýrustu bílunum.

Smám saman varð ljóst að torfærueiginleikar þessara bíla skiptu æ minna máli en útlitið og aukið rými voru aðalatriðið í huga stærsta markhóps kaupenda á bílamarkaðnum. 

Heitið "sportjeppi" fór að ryðja sér til rúms, en nú er svo komið að bílaumboðin hika ekki við að kalla þessa bíla jeppa, hvorki meira né minna, þótt til dæmis veghæð þeirra sé orðin lítið sem ekkert meiri en á venjulegum fólksbílum, einkum þegar þeir eru hlaðnir. 

Dæmi eru Honda CRV og hinn nýi Korando, sem mynd er af á tengdri mbl.is frétt sem sýnir vel að veghæðin er orðin býsna lítil á þessum bílum.   

Þar að auki færist það í vöxt að þessir "jeppar" séu boðnir án þess að vera með drif á öllum hjólum og þessir framhjóladrifnu bílar seljast mun betur, enda ódýrari og sparneytnari en líta samt alveg eins út og hinir fjórhjóladrifnu bræður þeirra og nýtast sem stöðutákn. 

Nú er svo komi að sumir þeirra eru einungis fáanlegir með framdrifi og ekki fáanlegir með drifi á öllum hjólum !

Gott og vel, en lýsingar bílaumboðanna á þeim halda áfram í öfuga átt og nú eru því fleiri þeirra kallaðir jeppar sem þeir fjarlægjast jeppahugtakið !   

Í Morgunblaðinu í dag er greint frá því að Renault Captur sé vinsælasti sportjeppinn. Engin furða, því að þessi bíll er alveg einstaklega fallegur og flottur.  Talsmaður umboðsins talaði um hann í bílablaði um helgina sem "smájeppa". 

En enginn Captur er fáanlegur með fjórhjóladrifi !  

 

 


mbl.is Jeppinn orðinn öflugur jepplingur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Greinilega flókið að útskýra hugtakið jeppi, sem er hvergi til nema á Íslandi, eins og svo margt annað, til dæmis Lada Sport.

Þorsteinn Briem, 17.10.2014 kl. 11:15

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hver er munurinn á manni og framsóknarmanni?

Þorsteinn Briem, 17.10.2014 kl. 11:25

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Manni er með drif á öllum, en framsóknarmanni er bara með drif að framan.

Halldór Egill Guðnason, 17.10.2014 kl. 12:32

4 Smámynd: Þórhallur Birgir Jósepsson

Nú er ég hissa! Að kalla Captur "smájeppa" eða "jeppling"? Sjálfur á ég einn. Mér hafði aldrei dottið í hug að gefa honum þessa nafnbót og hafði aldrei heyrt nokkurn mann nefna það fyrr en um mánuði eftir að ég keypti hann. Þetta er einfaldlega laglegur og hagkvæmur fólksbíll, nokkuð hábyggður og sæmilega hátt undir hann! Svona ekki ósvipað og forveri hans, "Hagamúsin" sem var líka laglegur, lítill, hábyggður og hátt undir hann, en aldrei hefði nokkrum manni dottið í hug að kalla þann bíl annað en fólksbíl.

Þórhallur Birgir Jósepsson, 17.10.2014 kl. 12:44

5 identicon

Þegar Bandaríkjmenn hófu að framleiða jeppa voru þeir kallaðir General Purpose Vehicle og

seinna  stytt í G P og borið fram  D Í P  en varð að jeppa á íslensku.

Sæmundur R. Gunnarsson (IP-tala skráð) 17.10.2014 kl. 14:08

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Many explanations of the origin of the word jeep have proven difficult to verify.

The most widely held theory is that the military designation GP (for Government Purposes or General Purpose) was slurred into the word Jeep in the same way that the contemporary HMMWV (for High-Mobility Multi-purpose Wheeled Vehicle) has become known as the Humvee.

Joe Frazer, Willys-Overland President from 1939 to 1944, claimed to have coined the word jeep by slurring the initials G.P."

Þorsteinn Briem, 17.10.2014 kl. 14:36

7 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Við höfum orð sem enginn annar á, yfir verkfæri sem hefur vissa eiginleika.

Hvers vegna við þurfum að nota þetta orð yfir aðra hluti, sem ekki hafa sömu, ekki einu sinni svipaða eiginleika er mér ofvaxið.

En fólk er svosem ekkert alltaf mikið fyrir að nefna hlutina sínum réttu nöfnum.

Ásgrímur Hartmannsson, 17.10.2014 kl. 16:22

8 Smámynd: Hörður Þórðarson

Ég get skilið þá sem kaupa alvöru jeppa vegna þess að þeir vilja komast einhvert. Ég á erfiðara með að skilja þá sem kaupa jepplinga, sem eru í raun fólksbílar með skerta aksturseiginleika, hærra verð og meiri eyðslu. Ég vorkenni til dæmis fólki sem ekur um á skrímslum á borð við BMW X5.

" Bradsher brilliantly captures the mixture of bafflement and contempt that many auto executives feel toward the customers who buy their S.U.V.s.   Fred J.   Schaafsma, a top engineer for General Motors, says, “Sport-utility owners tend to be more like ‘I wonder how people view me,’ and are more willing to trade off flexibility or functionality to get that.  ” According to Bradsher, internal industry market research concluded that S.U.V.s tend to be bought by people who are insecure, vain, self-centered, and self-absorbed, who are frequently nervous about their marriages, and who lack confidence in their driving skills.   Ford’s S.U.V. designers took their cues from seeing “fashionably dressed women wearing hiking boots or even work boots while walking through expensive malls.  ” Toyota’s top marketing executive in the United States, Bradsher writes, loves to tell the story of how at a focus group in Los Angeles “an elegant woman in the group said that she needed her full-sized Lexus LX 470 to drive up over the curb and onto lawns to park at large parties in Beverly Hills.  ” One of Ford’s senior marketing executives was even blunter: “The only time those S.U.V.s are going to be off-road is when they miss the driveway at 3 a.  m.  ”"

Hörður Þórðarson, 17.10.2014 kl. 19:50

9 Smámynd: Hörður Þórðarson

http://gladwell.com/big-and-bad/

Hörður Þórðarson, 17.10.2014 kl. 19:50

10 identicon

Mér þykir fyrir því að vera með leiðindi, en það er smá villa efst í grein Ómars þar sem hann er að þýða ákveðið enskt (amerískt) hugtak og setur það enska við til skýringar. Þetta heitir það best ég veit "Break over angle" en ekki "brake over angle", þótt í íslenskum framburði hljómi þetta eins.

Móri27 (IP-tala skráð) 17.10.2014 kl. 20:13

11 Smámynd: Magnús Rönning Magnússon

Fyrir mér er jeppi bíll með hàu og lágu drifi. Allt annað er venjulegur fólksbíll

Magnús Rönning Magnússon, 17.10.2014 kl. 21:55

12 identicon

Hvað myndi maður kalla Subaru Forester?

Jón Logi (IP-tala skráð) 20.10.2014 kl. 19:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband