Af hverju ekki hjálmaskyldu fyrir alla?

Síðan hvenær er 19 ára manneskju minna hætt við að slasa sig á höfði í óhappi á reiðhjóli heldur en 18 ára? 

Eða hvenær var minni hætta á höfuðmeiðslum á sextugum manni í reiðhjólaóhappi heldur en á 18 ára dreng eða 15 ára dreng?  

Af hverju ekki annað hvort hjálmaskyldu fyrir alla eða engan?  


mbl.is Hjálmaskyldu til 18 ára aldurs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Morten Lange

Já fyrir alla... Hver væru rökin fyrir að einhver hópur ætti frekar að gangast undir hjálmaskyldu en aðrir ? 
Það er rökrétt að velta fyrir sér munur á áhættu. En það kemur fleira til : Að samfélög passi oft  betur upp á öryggi sumra hópa, svo sem börnin. Og svo er það þetta með sjálfsákvörðunarrétturinn. Sem við leyfum fullorðnum frekar en börnum. Fullorðnir mega kaupa áfengi og tóbak. Fullorðnir (gróft tiltekið ) mega aka bífhjól og bíla.

En hvernig og hvar gerast höfuðmeiðslin ?  Aldeilis ekki bara á reiðhjólum.  Á íslandi eru fólk í bílum ekki sjáldgæfari gestir á bráðdeild vegna höfuðmeiðsla en fólk á hjóli. Fólk sem fer út að skemmta sér og drekkur of mikið dettur og hlýtur höfuðáverka. Fólk dettur af stólum, niður tröppum, í baði.  Síðustu ár er það regla frekar en undantekning að einhver eða einhverjir látast eftir að hafa dóttið úr rúmi og stóli.  Ég reikni með að höfuðáverkar leika þar stórt hlutverk.

Já hjálmar á _alla_, og þá alvöru hjálma eins og notaðir eru á bífhjólum !

Morten Lange, 20.10.2014 kl. 23:47

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Er alltaf með hjálm í baði og rúminu.

Þorsteinn Briem, 21.10.2014 kl. 00:03

3 identicon

Sennilega vegna þess að forræðishyggja og afskiptasemi var ekki eins mikil hjá þeim sem settu lögin og hjá blogghöfundi. Og mannkyninu er bara greiði gerður með því að láta lögmál Darwins um að grisja.

Vagn (IP-tala skráð) 21.10.2014 kl. 00:53

4 Smámynd: Morten Lange

Þegar rætt er um breytingu á lögum þá viljum við gjarnan byggja á bestu fáanlegu þekkingu og lógik.  Við viljum hlusta á þá sem hafa eithvað velt þessu fyri sér þekkja rökin með og á móti, þekkja kannski til hver reynslan hefur verið í öðrum löndum og svo framvegis.

Hér er hlekkur í grein eftir manni sem hefur það sem atvinnu að velta fyri sér áhrif á heilsu á ymsum aðgerðum. Hann hefur veigrað sér við þǘí að fara inn í þeirri heitu umræðu sem eru bæði meðal vísindamanna, annarra sérfræðinga, hagsmunasamtaka og almenning um skyldunotkun á reiðhjólahjálma.  En honum finnst þetta jafnnframt svo gott dæmi um hve faraldsfræði getur verið flólkin og tvíræð.

Bicycle helmet and the law : http://www.bmj.com/content/346/bmj.f3817.full?ijkey=I5vHBog6FhaaLzX&keytype=ref

Morten Lange, 21.10.2014 kl. 00:55

5 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Ég er algjörlega sammála. Notkun hjálma ætti að vera skylda þeirra sem hjóla. Hjóla daglega um bæinn en nota aldrei því miður hjálm. Kann litlar skýringar á því. Þó hef ég margsinnis dottið en sloppið hingað til við alvarlega áverka, áverka, áverka ...

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 21.10.2014 kl. 15:36

6 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ef setja á lög sem takmarka frelski fólks jafn mikið og það að gera það að lögbroti að hjóla án hjálms þá þarf slík aðgerð að fela í sér ákveðið markmið sem hefur góð áhrif á almannahag og einnig þurfa að vera góðar líkur á því að slík aðgerð hjálpi til við að ná þeim markmiðum. Það er fátt sem bendir til þess að hjálmaskylda standist slík markmið.

Vissulega er það göfugt markmið að fækka slysum og það eru augljósir almannahagsmunir af slíku. En reynsla þeirra þjóða sem sett hafa á hjálmaskyldu bendir ekki til þess að líklegt sé að hún hjálpi til við að ná slíku markmiði. Það er nefnielga ekkert sem bendir til að þær þjóðir sem hafi sett á hjálmaskyldu hafi uppskorið með fækkun slysa. Þær hafa hins vegar allar lent í mikilli fækkun hjólreiðamanna. Við það hefur það sem kallað er öryggi fjöldans minnkað þannig að heildaráhrif á tíðni alvarlegra hjólreiðaslysa hafa ekki verið til lækkunar á slysatíðn heldur hefur niðurstaðan frekar verið í hina áttina ef eitthvað er.

Þegar hugmyndir komu upp í Noregi að taka upp hjálmaskyldu gerið norska umferðaöryggisstofnunin ítarlega rannsókn á því hver áhrifin væri lílega að verða. Niðurstaða þeirrar rannsóknar er best lýst í stuttum texta sem er að finna í skýrslunni. Han er nokkurn vegin svona á Íslensku. "Þó óumdeilt sé að þegar einstakir hjólreiðamenn taka upp á að nota hjál þá auka þeir öryggi sitt þá er ekkert sem bendir til þess að hjálmaskylda fækki slysum heldur fækki hún aðeins hjólreiðamönnum".

Þessi rannsókn var að mestu leyti byggð á reynslu þeirra þjóða sem höfðu sett á hjálmaskyldu. Víða er hún slæm. Í því efni má nefna að Ísraelar afnámu hjálmaskyldu fullorðina á seinasta ári. Ástæðan sem gefin var upp var sú að reynslan af henni væri það slæm að rétt væri að afnema hana. Sennilega var eina ástæðan fyrir þvi að flutninsmenn þeirrar tillögu lögðu ekki til að hjalaskyldan væri alveg afnumin með því að afnema líka hjálmaskyldu barna sú að þeir töldu ólíklegra að tillagan næði í gegn í þinginu þannig af tilfinningaástæðum hjá mörgum þingmönnum.

Það er örugglega aðeins tímaspursmál hvenær fleiri þjóðir sem sett hafa á hjálmaskyldu afnemi hana vegna slæmrar reynslu.

Tölur frá Ástralíu benda til þess að hjálmaskylda leiði ekki til þess að þeir sem ekki noti hjálm fyrir lagaskyldu taki það upp eftir slíka lagaskyldu nema þá í afar takmörkuðu mæli. Þeirra viðbrögð eru þau að annað hvort halda áfram að hjóla hjálmlausir þó það sé orðið lögbrot eða hætta að hjóla. Það fjölgaði nefnilega ekki hjólreiðamönnum sem notuðu hjál í Ástralíu heldur fækkaði hjólreiðamönnum sem ekki notuðu hjálm

Svo má líka nefna það að nú stendur yfir vinna hjá Reykjavíkurborg með að setja á stofn hér hjólaleigukerfi. Það væri mikil framför ef slíkt kerfi kæmist á. En þessi hugmynd er alveg dauðadæmd ef það verður gert að lögbroti að hjóla hjálmlaus.

Sigurður M Grétarsson, 21.10.2014 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband