Ár frá fáránlegri lögregluaðgerð.

Í dag er rétt ár síðan stærsta skriðdreka landsins og 60 manna víkingasveit lögreglunnar, vopnaðri kylfum, gasbrúsum og handjárnum var beitt gegn friðsömu náttúruverndarfólki, sem sat á opnu svæði í Gálgahrauni sem þá var öllum opið og naut íslenskrar útiveru og náttúru. 

Af því tilefni ætlar þetta fólk að minnast þessa atburðar klukkan fimm nú á eftir á sama stað við Garðastekk. Þar verða tónlist og mælt mál á dagskrá. 

25 manns voru ekki var aðeins fluttir til á svæðinu, heldur hent inn í lögreglubíla þar sem fólkin var bannað að setja á sig bílbelti og síðar flutt í fangaklefa, ákært og af einhverjum undaregum ástæðum aðeins níu ákærðir og sakfelldir, en 16 ekki.

Öll þessi aðgerð var gróft brot á reglum um meðalhóf og málið varðað blekkingum og siðleysi af hálfu þeirra sem þarna hafa vaðið fram af valdhroka og hörku.  

 

P. S. Það var ánægjulegt að hitta fyrir á þriðja hundrað manns, sem komu saman við Garðastekk nú síðdegis, (sjá mynd á facebook síðu minni ) og rifjaði upp rúmlega mánaðar langa daglega baráttu fyrir ári þegar vaktin var staðin þarna. Eftir handtökurnar voru nokkrir sem stóðu vaktina áfram. Nú er málið áfram í farvegi dómsmála, og miðað við síendurtekna ósigra hæstaréttar Íslands fyrir mannréttindadómstóli Evrópu, allt frá málum Þorgeirs Þorgeirssonar og Jóns Kristinssonar til ofanígjafarinnar í síðasta málinu í dag, verður að vona að síðan í fyrra hafi að vísu tapast orrusta en ekki stríð.  


mbl.is „Lögreglan alltaf haft vopn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta var hrikalegt dæmi um misbeitingu valds og harðneakju gagnvart friðsömum borgurum. Ólíklegt er að lögreglan hafi beitt þessari miklu hörku nema með samþykki æðsta yfirmanns lögreglunnar, råðherra.

Eiður Guðnason (IP-tala skráð) 21.10.2014 kl. 19:02

2 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Gríðarleg samstöðustemning þarna í Garðastekk, áttu ekki einhverstaðar textana sem þú leiddir okkur í söng með?  Væri gaman að æfa sig ögn á þeim fyrir næsta samstöðufund.

Ragnar Kristján Gestsson, 21.10.2014 kl. 20:50

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þessu verður vísað frá Mannréttindadómstólnum... þetta er of vitlaust til að fá umfjöllun.

Gunnar Th. Gunnarsson, 21.10.2014 kl. 23:02

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fréttatilkynning Leigubílstjórafélags Austfjarða.

Ályktar einnig um flutning Árna Johnsen á álfum til Vestmannaeyja.

Þorsteinn Briem, 21.10.2014 kl. 23:21

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Svipað sögðu margir hér heima um "kverúlantana" Þorgeir Þorgeirsson og Jón Kristinsson á sínum tíma, að málum þeirra yrði vísað frá Mannréttindadómstólum, - þau væru of vitlaus til að fá umfjöllun.

Lögfræðingurinn Pétur Gunnlaugsson upplýsti mig um það í samtali á Útvarpi Sögu í gær að miðað við dóma í Strassborg um svipuð mál í nálægum löndum, sem hann hefði kynnt sér, væri þvert á móti góð von um að dómurinn myndi komast að svipaðri niðurstöðu í þessu máli.

Ómar Ragnarsson, 21.10.2014 kl. 23:48

6 Smámynd: Villi Asgeirsson

Það sýnir sig að hæastaréttardómarar þurfa margir að fara í nám aftur. Orðið frekar vandræðalegt.

En Gunnar Th. Áttu þér ekkert sjálfstætt líf? Í hvert sinn sem ég les pistil eftir Ómar, sé ég tuð athugasemd frá þér. Held þú hafir ekki lokað þessari síðu í vafranum þínum síðan 2006. Alveg sama hvað umræðuefnið er, ert þú líka að leggja orð í belg. Stundum kemurðu með rök, en stundum er þetta bara tuð eins og að ofan.

Fólk mótmælti friðsamlega. Lögreglan lét eins og um óeirðir væri að ræða. Kærði suma, aðra ekki. Hvað er svona vitlaust við þetta að það fái enga umfjöllun?

Villi Asgeirsson, 22.10.2014 kl. 07:19

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þeir sem mótmæltu, kalla þetta friðsöm mótmæli. Ég hélt það héti frekar ofbeldi þegar fólk kemur í veg fyrir löglegar framkvæmdir. Mótmæli er ekki sama og mótmæli. Ef hraunavinir hefðu látið nægja að norpa í nepjunni með mótmælaspjöld sín, við hliðina á framkvæmdasvæðinu, þá myndi ég kvitta undir "friðsöm mótmæli".

Gunnar Th. Gunnarsson, 22.10.2014 kl. 09:26

8 identicon

Hættu nú þessum ósannindum, Ómar. Þið voruð ekki þarna í hrauninu í þeim friðsama tilgangi að njóta náttúrunnar. Þið voruð þarna til að stöðva með yfirgangi löglega framkvæmd, sem hafði öll tilskilin leyfi eftir langt og strangt matsferli. Þess vegna sátuð þið í vegstæðinu, framan við jarðýturnar. Þarf að hafa um það fleiri orð? Lögreglan fjölmenn á staðnum vopnuð, vopnuð kylfum, gasbrúsum og handjárnum, segir þú. Auðvitað hafa lögreglumennirnir haft með sinn venjulega búnað. En var beitt á ykkur gasi? Var einhver barinn með kylfu? Ég held að lögreglan haf verið vel mönnuð til þess að ráða vel við að fjarlægja ykkur án meiðsla. Þið voruð borin úr vegstæðinu. Þið ættuð að þakka fyrir þjónustuna. Það hefði í raun átt að dæma hvert ykkar til að greiða sérstakt burðargjald til lögreglunnar. Þetta væl ykkar er ömurlegt. Þið voruð þarna í ólögmætum tilgangi. Þið hlídduð ekki fyrirmælum lögreglu og brutuð þið lög. Hættið þá að rugla og reynið að taka afleiðingunum . Eða eruð þið sérréttindahópur sem ekki þarf að fara að lögum? Einhver séra Jóna klíka sem ekki tekur mark á Hæstarétti?

Haukur Brynjolfsson (IP-tala skráð) 24.10.2014 kl. 10:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband